„Sóknin alls ekki klár hjá okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. október 2024 22:50 Þorleifur Ólafsson er þjálfari Grindavíkur Vísir/Pawel Cieslikiewicz Grindavík vann torsóttan 67-61 sigur á Val í kvöld í Bónus-deild kvenna en leikurinn var jafn og spennandi allt fram á síðustu mínútu. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, tók undir orð blaðamanns að það hafi verið sannkallaður haustbragur yfir leik kvöldsins. „Klárlega. Sóknin alls ekki klár hjá okkur. Maður er eitthvað að reyna öskra á þær varnarlega en áttar sig kannski ekki á því fyrr en eftir leikinn að við höldum þeim í 61 stigi, það er bara góð vörn. Svo eru það sóknarfráköstin, ég var ekki ánægður með þau í fyrri hálfleik. Þær tóku bara fjögur í seinni hálfleik [ellefu í fyrri. Innsk. blm.] sem er bara mjög gott á móti Val. Þær eru mjög góðar í sóknarfráköstum. Þetta var erfið fæðing en ég er virkilega sáttur með niðurstöðuna og leikinn heilt á litið.“ Alexis Morris lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í kvöld og fór á kostum sóknarlega og ljóst að þarna hæfaleikaríkur leikmaður á ferð. „Hún er það og við vissum það alveg. Hún er náttúrulega búin að vera á stóra sviðinu og góð í körfubolta. En svo bara þetta gamla góða. Þær þurfa að aðlagast henni og hún þeim. Hún er nýkomin og ekki búin að vera á mörgum æfingum en við fyrstu sýn, bara virkilega góð og mun klárlega hjálpa okkur í vetur.“ Þrátt fyrir gott framlag frá Morris og öðrum bakvörðum liðsins er ljóst að Grindavík á töluvert inni frá stóru leikmönnum sínum, en þær Isabella Ósk Sigurðardóttir og Sofie Tryggedsson skoruðu samanlagt fimm stig. „Engin spurning, sóknarlega. Við þurfum að finna þetta jafnvægi, þetta gamla góða„inside-outside“, og reyna að koma þessum stelpum kannski í stöður þar sem þeim líður vel. Við erum bara að vinna í því og þetta mun bara verða betra.“ Þrátt fyrir að áferðin hafi ekki verið falleg á sigri kvöldsins er Þorleifur bjartsýnn á framhaldið. „Ég er bara virkilega ánægður með liðið mitt í heild sinni. Þessar stelpur sem komu inn og hvernig þetta lítur út. Það er jákvæður og öðruvísi bragur á þessu heldur en í fyrra. Ég er bara rosalega bjartsýnn fyrir framhaldið. Þær kunna körfubolta og eru skemmtilegar stelpur. Þetta lítur bara vel út hjá okkur.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, tók undir orð blaðamanns að það hafi verið sannkallaður haustbragur yfir leik kvöldsins. „Klárlega. Sóknin alls ekki klár hjá okkur. Maður er eitthvað að reyna öskra á þær varnarlega en áttar sig kannski ekki á því fyrr en eftir leikinn að við höldum þeim í 61 stigi, það er bara góð vörn. Svo eru það sóknarfráköstin, ég var ekki ánægður með þau í fyrri hálfleik. Þær tóku bara fjögur í seinni hálfleik [ellefu í fyrri. Innsk. blm.] sem er bara mjög gott á móti Val. Þær eru mjög góðar í sóknarfráköstum. Þetta var erfið fæðing en ég er virkilega sáttur með niðurstöðuna og leikinn heilt á litið.“ Alexis Morris lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í kvöld og fór á kostum sóknarlega og ljóst að þarna hæfaleikaríkur leikmaður á ferð. „Hún er það og við vissum það alveg. Hún er náttúrulega búin að vera á stóra sviðinu og góð í körfubolta. En svo bara þetta gamla góða. Þær þurfa að aðlagast henni og hún þeim. Hún er nýkomin og ekki búin að vera á mörgum æfingum en við fyrstu sýn, bara virkilega góð og mun klárlega hjálpa okkur í vetur.“ Þrátt fyrir gott framlag frá Morris og öðrum bakvörðum liðsins er ljóst að Grindavík á töluvert inni frá stóru leikmönnum sínum, en þær Isabella Ósk Sigurðardóttir og Sofie Tryggedsson skoruðu samanlagt fimm stig. „Engin spurning, sóknarlega. Við þurfum að finna þetta jafnvægi, þetta gamla góða„inside-outside“, og reyna að koma þessum stelpum kannski í stöður þar sem þeim líður vel. Við erum bara að vinna í því og þetta mun bara verða betra.“ Þrátt fyrir að áferðin hafi ekki verið falleg á sigri kvöldsins er Þorleifur bjartsýnn á framhaldið. „Ég er bara virkilega ánægður með liðið mitt í heild sinni. Þessar stelpur sem komu inn og hvernig þetta lítur út. Það er jákvæður og öðruvísi bragur á þessu heldur en í fyrra. Ég er bara rosalega bjartsýnn fyrir framhaldið. Þær kunna körfubolta og eru skemmtilegar stelpur. Þetta lítur bara vel út hjá okkur.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira