Þorbergur vann sjötíu kílómetra hlaup í Sviss Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2024 15:17 Þorbergur Ingi Jónsson við endamarkið eftir sigurinn í dag. Instagram/@wildstrubelbyutmb Ofurhlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson gerði sér lítið fyrir og vann 70 kílómetra utanvegahlaupið „Wild 70“ í Sviss í dag. Hlaupið var frá Crans-Montana í svissnesku ölpunum, alls tæpa 70 kílómetra með 3.700 metra hækkun. Hlaupaleiðinni var breytt á síðustu stundu til að forða keppendum frá mikilli snjókomu. Hér að neðan má sjá Þorberg klára næstsíðasta hluta hlaupsins, í snjókomu, og svo koma í mark við mikinn fögnuð. Klippa: Þorbergur í svissnesku Ölpunum Þorbergur kom ekki bara fyrstur í mark í sínum aldursflokki, flokki 40-44 ára karla, heldur fyrstur allra í hlaupinu. Hann hljóp á samtals 6 klukkustundum, 47 mínútum og 52 sekúndum, og var tæpum sex mínútum á undan næsta manni, heimamanninum Lucas Nanchen. Samkvæmt úrslitasíðu mótsins hljóp Þorbergur að meðaltali á 10,5 kílómetra hraða og var hann í 19. sæti eftir 13 kílómetra en færði sig svo smám saman framar í röðina. Eftir 38 kílómetra var hann kominn upp í 6. sæti, og í 2. sæti eftir 49 kílómetra. Hann hafði svo tekið forystuna fyrir lokahlutann, þegar 14 kílómetrar voru eftir. View this post on Instagram A post shared by Wildstrubel by UTMB® (@wildstrubelbyutmb) Fleiri Íslendingar eru í hlaupinu en enginn nema Þorbergur kominn í mark þegar þetta er skrifað. Yfir 800 keppendur voru skráðir til keppni. Hlaup Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjá meira
Hlaupið var frá Crans-Montana í svissnesku ölpunum, alls tæpa 70 kílómetra með 3.700 metra hækkun. Hlaupaleiðinni var breytt á síðustu stundu til að forða keppendum frá mikilli snjókomu. Hér að neðan má sjá Þorberg klára næstsíðasta hluta hlaupsins, í snjókomu, og svo koma í mark við mikinn fögnuð. Klippa: Þorbergur í svissnesku Ölpunum Þorbergur kom ekki bara fyrstur í mark í sínum aldursflokki, flokki 40-44 ára karla, heldur fyrstur allra í hlaupinu. Hann hljóp á samtals 6 klukkustundum, 47 mínútum og 52 sekúndum, og var tæpum sex mínútum á undan næsta manni, heimamanninum Lucas Nanchen. Samkvæmt úrslitasíðu mótsins hljóp Þorbergur að meðaltali á 10,5 kílómetra hraða og var hann í 19. sæti eftir 13 kílómetra en færði sig svo smám saman framar í röðina. Eftir 38 kílómetra var hann kominn upp í 6. sæti, og í 2. sæti eftir 49 kílómetra. Hann hafði svo tekið forystuna fyrir lokahlutann, þegar 14 kílómetrar voru eftir. View this post on Instagram A post shared by Wildstrubel by UTMB® (@wildstrubelbyutmb) Fleiri Íslendingar eru í hlaupinu en enginn nema Þorbergur kominn í mark þegar þetta er skrifað. Yfir 800 keppendur voru skráðir til keppni.
Hlaup Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjá meira