Bað fjölskylduna afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 08:31 Dave Castro ræður miklu hjá CrossFit samtökunum og hefur mikið á sinni samsvisku eftir síðustu heimsleika. @thedavecastro Dave Castro, íþróttastjóri heimsleikanna í CrossFit, hefur nú svarað sláandi bréfi bróður Lazars heitins Dukic með því að biðjast afsökunar. Luka Dukic skrifaði um það sem var í gangi á bak við tjöldin þessa afdrifaríku daga þegar bróðir hans drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna. Meðal annars nefndi Luka samskipti sínu við umræddan Dave Castro. Castro hafi komið upp á hótelherbergi til hans ásamt öðrum yfirmanni CrossFit samtakanna og tilkynnt Dukic það að þau myndu klára heimsleikanna en jafnframt tileinka þá látnum bróður hans. Sagði ekki satt Samkvæmt því sem hann hefur eftir Castro þá var Dukic og fjölskyldu hans tilkynnt um það að þau hefðu ekkert með það að segja hvaða ákvörðun yrði tekin. Luka sagðist ekki hafa verið sammála því og hvað þá þegar CrossFit samtökin tilkynntu að þau væru að klára keppnina með samþykki fjölskyldunnar. Það var ekki satt. Castro segist hafa lesið færslu Luka og ákvað eftir það að biðjast opinberlega afsökunar. Castro baðst afsökunar á því hvernig hann talaði um Dukic fjölskylduna þegar hann tilkynnti heiminum að þau ætluðu að klára heimsleikana. Engin blessun frá fjölskyldunni „Ég las pistil Luka og ég vil biðja hann og alla Dukic fjölskylduna afsökunar,“ skrifaði Castro. „Ég hefði aldrei átt að segja að ákvörðunin um að halda heimsleikunum áfram hefði fengið blessun frá fjölskyldu þeirra,“ skrifaði Castro. „Á þessum tímapunkti var búið að taka ákvörðun um að halda heimsleikunum áfram og leyfa okkar fólki að keppa. Við bárum jafnframt virðingu fyrir því íþróttafólki sem ákvað að hætta keppni,“ skrifaði Castro. Aldrei lent í svona aðstöðu áður „Þessi ákvörðun var tekin af CrossFit og ég ætlaði mér aldrei að setja þungan af þessari ákvörðun á herðar Luka, Dukic fjölskyldunnar eða CrossFit íþróttafólksins,“ skrifaði Castro. „Ég hef aldrei lent í svona aðstöðu áður og ég gerði algjörlega mistök. Ég sé mikið eftir því og þeim sársauka sem ég hef valdið,“ skrifaði Castro. View this post on Instagram A post shared by Dave Castro (@thedavecastro) CrossFit Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Sjá meira
Luka Dukic skrifaði um það sem var í gangi á bak við tjöldin þessa afdrifaríku daga þegar bróðir hans drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna. Meðal annars nefndi Luka samskipti sínu við umræddan Dave Castro. Castro hafi komið upp á hótelherbergi til hans ásamt öðrum yfirmanni CrossFit samtakanna og tilkynnt Dukic það að þau myndu klára heimsleikanna en jafnframt tileinka þá látnum bróður hans. Sagði ekki satt Samkvæmt því sem hann hefur eftir Castro þá var Dukic og fjölskyldu hans tilkynnt um það að þau hefðu ekkert með það að segja hvaða ákvörðun yrði tekin. Luka sagðist ekki hafa verið sammála því og hvað þá þegar CrossFit samtökin tilkynntu að þau væru að klára keppnina með samþykki fjölskyldunnar. Það var ekki satt. Castro segist hafa lesið færslu Luka og ákvað eftir það að biðjast opinberlega afsökunar. Castro baðst afsökunar á því hvernig hann talaði um Dukic fjölskylduna þegar hann tilkynnti heiminum að þau ætluðu að klára heimsleikana. Engin blessun frá fjölskyldunni „Ég las pistil Luka og ég vil biðja hann og alla Dukic fjölskylduna afsökunar,“ skrifaði Castro. „Ég hefði aldrei átt að segja að ákvörðunin um að halda heimsleikunum áfram hefði fengið blessun frá fjölskyldu þeirra,“ skrifaði Castro. „Á þessum tímapunkti var búið að taka ákvörðun um að halda heimsleikunum áfram og leyfa okkar fólki að keppa. Við bárum jafnframt virðingu fyrir því íþróttafólki sem ákvað að hætta keppni,“ skrifaði Castro. Aldrei lent í svona aðstöðu áður „Þessi ákvörðun var tekin af CrossFit og ég ætlaði mér aldrei að setja þungan af þessari ákvörðun á herðar Luka, Dukic fjölskyldunnar eða CrossFit íþróttafólksins,“ skrifaði Castro. „Ég hef aldrei lent í svona aðstöðu áður og ég gerði algjörlega mistök. Ég sé mikið eftir því og þeim sársauka sem ég hef valdið,“ skrifaði Castro. View this post on Instagram A post shared by Dave Castro (@thedavecastro)
CrossFit Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Sjá meira