Kópavogsleiðin – fyrir hverja? Pálína Ósk Kristinsdóttir skrifar 5. september 2024 17:32 Ég er leikskólakennari og foreldri leikskólabarns í Kópavogsbæ. Hið svokallaða Kópavogsmódel hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið og er þá áherslan nánast eingöngu lögð á neikvæða reynslu foreldra í samtökunum SAMLEIK og að þetta tiltekna módel sé stærsta bakslag í sögu jafnréttisbaráttu kvenna. Mig langar að koma með mína reynslu af þessum stóru og mikilvægu breytingum. Starfsstéttin mín er ,,kvennastétt” og með Kópavogsmódelinu voru starfsaðstæður margra kvenna, sem eiga börn, maka og allt sem því fylgir, gerðar betri. Þegar ég byrjaði að starfa í leikskóla í Kópavogi fyrir tæplega 10 árum síðan voru 22 börn á yngri deild og 27 börn a eldri deild. Rýmið sem þessi hópur hafði fyrir leik og nám var ekki mikið ásamt því að notast var við sameiginleg rými með öðrum deildum. Börnin voru flest, ef ekki öll mætt um 8 leytið á morgnanna og með 8-9 tíma vistun. Ef einn starfsmaður deildar var fjarverandi og ekki til afleysing þá var hlaupið extra hratt, í öllu áreitinu – allan daginn. Það segir sig nokkuð sjálft að þessi fjöldi barna í alltof litlu rými í 8-9 tíma á dag eru aðstæður sem eru ekki ákjósanlegar fyrir neinn, sérstaklega ekki fyrir börnin. Með tímanum hefur börnum fækkað örlítið inni á deildum, þau hafa sama rými og fyrri fjöldi – að mati leikskólakennara og starfsfólks er plássið sem þau hafa samt ekki nóg. Það er efni í annan pistil. Eftir skólaár þar sem allir hlupu á öðru hundraðinu alla daga, þar sem voru töluverð veikindi starfsfólks og mikið álag í starfinu var ég ótrúlega glöð að heyra af áformum Kópavogsbæjar varðandi leikskólamál. Með komu Kópavogsmódelsins byrjar dagurinn rólega og endar rólega. Þeir sem hafa tök á því að hafa börnin sín í gjaldfrjálsum sex tímum (frá kl. 9:00-15:00 - þegar starfið er virkast) eru að nýta sér það, t.d. fólk í fæðingarorlofi. Það er ekki skylda að vera bara með 6 tíma vistun og þau börn sem þurfa lengri vistun en þessa 6 tíma fá einnig rólegheit í upphafi og lok dags. Frá mínu sjónarhorni er ég töluvert betur í stakk búin að vinna vinnuna mína vel ásamt því að vera meira til staðar fyrir mín börn. Þráðurinn minn var oft ansi stuttur seinni partinn fyrir komu Kópavogsmódelsins. Ég held ég tali fyrir hönd flestra á mínum vinnustað að við myndum frekar halda í Kópvogsleiðina í stað þess að fara til baka og fá hærri laun. Starfsaðstæður í leikskólum skipta ofboðslega miklu máli og ef börnin eiga að fá gott nám í daglegu starfi í leikskólanum þarf að huga að fleiri þáttum heldur en hærri launum. Við erum held ég flest meðvituð um stöðu barna þegar kemur að málþroska og lestrarhæfni í grunnskóla svo ég þarf ekki að fara frekar ofan í þá sauma. Aftur að Kópavogsmódelinu og minni persónulegu reynslu en við hjónin áttum gott samtal þegar breytingarnar voru yfirvofandi. Bæði erum við í 100% starfi (hvorugt í hátekjustarfi), ég í námi líka, með tvö börn á leikskólaaldri (eitt byrjað í grunnskóla núna) og ég sá bæði um skutl á morgnanna og að sækja þau seinni partinn. Við sáum rými til breytinga á aðstæðum sem voru með hag barnanna í fyrirrúmi; hann byrjar fyrr að vinna á morgnanna - ég fer með krakkana í skólana sína og byrja seinna að vinna. Hann klárar að vinna um 15 leytið og sækir krakkana (stundum labbandi/hjólandi eða smá bílatilfæringar og skemmtilegheit). Þó svo að við séum ekki að nýta gjaldfrjálsu sex tímana þá tókum við samtalið og skoðuðum hvar við gátum minnkað dvalartíma og hvernig við gætum hagrætt okkar vinnutímum og aðstæðum (já, aðstæður fólks eru misjafnar en þetta er frá mínu sjónarhorni). Maðurinn minn hefur haft orð á því hvað honum finnist æðislegt að sækja krakkana á daginn og hefur það aukið samveru hans með krökkunum og styrkt þeirra samband. Að fórna smá svefni fyrir það dýrmætasta sem við eigum er í sjálfu sér alls engin fórn. Ég vil líka benda á að leikskólagjöld á Íslandi eru ekki há miðað við önnur lönd. Fyrir Kópavogsmódelið borguðu foreldrar örlitla prósentu af því sem leikskólapláss kostar og sveitarfélagið borgaði rest. Hækkunin sem fylgdi Kópavogsmódelinu nema lítilli viðbótarprósentu við það sem áður var og heldur sveitarfélagið áfram að borga meirihlutann. Gagnrýnisraddir hafa talað um að Kópavogsbær hafi farið í þessar aðgerðir til að spara peninga. Ég lít á þetta sem tækifæri til að búa til betri aðstæður fyrir börnin okkar i þennan stutta tíma sem þau eru í leikskóla. Loksins þorði einhver að taka af skarið og setja þarfir barnanna í fyrsta sæti.Stöndum saman fyrir börnin okkar, þau eiga það skilið. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Kópavogur Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er leikskólakennari og foreldri leikskólabarns í Kópavogsbæ. Hið svokallaða Kópavogsmódel hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið og er þá áherslan nánast eingöngu lögð á neikvæða reynslu foreldra í samtökunum SAMLEIK og að þetta tiltekna módel sé stærsta bakslag í sögu jafnréttisbaráttu kvenna. Mig langar að koma með mína reynslu af þessum stóru og mikilvægu breytingum. Starfsstéttin mín er ,,kvennastétt” og með Kópavogsmódelinu voru starfsaðstæður margra kvenna, sem eiga börn, maka og allt sem því fylgir, gerðar betri. Þegar ég byrjaði að starfa í leikskóla í Kópavogi fyrir tæplega 10 árum síðan voru 22 börn á yngri deild og 27 börn a eldri deild. Rýmið sem þessi hópur hafði fyrir leik og nám var ekki mikið ásamt því að notast var við sameiginleg rými með öðrum deildum. Börnin voru flest, ef ekki öll mætt um 8 leytið á morgnanna og með 8-9 tíma vistun. Ef einn starfsmaður deildar var fjarverandi og ekki til afleysing þá var hlaupið extra hratt, í öllu áreitinu – allan daginn. Það segir sig nokkuð sjálft að þessi fjöldi barna í alltof litlu rými í 8-9 tíma á dag eru aðstæður sem eru ekki ákjósanlegar fyrir neinn, sérstaklega ekki fyrir börnin. Með tímanum hefur börnum fækkað örlítið inni á deildum, þau hafa sama rými og fyrri fjöldi – að mati leikskólakennara og starfsfólks er plássið sem þau hafa samt ekki nóg. Það er efni í annan pistil. Eftir skólaár þar sem allir hlupu á öðru hundraðinu alla daga, þar sem voru töluverð veikindi starfsfólks og mikið álag í starfinu var ég ótrúlega glöð að heyra af áformum Kópavogsbæjar varðandi leikskólamál. Með komu Kópavogsmódelsins byrjar dagurinn rólega og endar rólega. Þeir sem hafa tök á því að hafa börnin sín í gjaldfrjálsum sex tímum (frá kl. 9:00-15:00 - þegar starfið er virkast) eru að nýta sér það, t.d. fólk í fæðingarorlofi. Það er ekki skylda að vera bara með 6 tíma vistun og þau börn sem þurfa lengri vistun en þessa 6 tíma fá einnig rólegheit í upphafi og lok dags. Frá mínu sjónarhorni er ég töluvert betur í stakk búin að vinna vinnuna mína vel ásamt því að vera meira til staðar fyrir mín börn. Þráðurinn minn var oft ansi stuttur seinni partinn fyrir komu Kópavogsmódelsins. Ég held ég tali fyrir hönd flestra á mínum vinnustað að við myndum frekar halda í Kópvogsleiðina í stað þess að fara til baka og fá hærri laun. Starfsaðstæður í leikskólum skipta ofboðslega miklu máli og ef börnin eiga að fá gott nám í daglegu starfi í leikskólanum þarf að huga að fleiri þáttum heldur en hærri launum. Við erum held ég flest meðvituð um stöðu barna þegar kemur að málþroska og lestrarhæfni í grunnskóla svo ég þarf ekki að fara frekar ofan í þá sauma. Aftur að Kópavogsmódelinu og minni persónulegu reynslu en við hjónin áttum gott samtal þegar breytingarnar voru yfirvofandi. Bæði erum við í 100% starfi (hvorugt í hátekjustarfi), ég í námi líka, með tvö börn á leikskólaaldri (eitt byrjað í grunnskóla núna) og ég sá bæði um skutl á morgnanna og að sækja þau seinni partinn. Við sáum rými til breytinga á aðstæðum sem voru með hag barnanna í fyrirrúmi; hann byrjar fyrr að vinna á morgnanna - ég fer með krakkana í skólana sína og byrja seinna að vinna. Hann klárar að vinna um 15 leytið og sækir krakkana (stundum labbandi/hjólandi eða smá bílatilfæringar og skemmtilegheit). Þó svo að við séum ekki að nýta gjaldfrjálsu sex tímana þá tókum við samtalið og skoðuðum hvar við gátum minnkað dvalartíma og hvernig við gætum hagrætt okkar vinnutímum og aðstæðum (já, aðstæður fólks eru misjafnar en þetta er frá mínu sjónarhorni). Maðurinn minn hefur haft orð á því hvað honum finnist æðislegt að sækja krakkana á daginn og hefur það aukið samveru hans með krökkunum og styrkt þeirra samband. Að fórna smá svefni fyrir það dýrmætasta sem við eigum er í sjálfu sér alls engin fórn. Ég vil líka benda á að leikskólagjöld á Íslandi eru ekki há miðað við önnur lönd. Fyrir Kópavogsmódelið borguðu foreldrar örlitla prósentu af því sem leikskólapláss kostar og sveitarfélagið borgaði rest. Hækkunin sem fylgdi Kópavogsmódelinu nema lítilli viðbótarprósentu við það sem áður var og heldur sveitarfélagið áfram að borga meirihlutann. Gagnrýnisraddir hafa talað um að Kópavogsbær hafi farið í þessar aðgerðir til að spara peninga. Ég lít á þetta sem tækifæri til að búa til betri aðstæður fyrir börnin okkar i þennan stutta tíma sem þau eru í leikskóla. Loksins þorði einhver að taka af skarið og setja þarfir barnanna í fyrsta sæti.Stöndum saman fyrir börnin okkar, þau eiga það skilið. Höfundur er leikskólakennari.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun