„Þær eiga ekki eftir að koma okkur á óvart“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2024 10:01 Nik og Ásta eru klár í slaginn í kvöld. Vísir/arnar Kvennalið Blika á fyrir höndum mikilvægan Evrópuleik í kvöld þegar liðið mætir FC Minsk frá Hvíta-Rússlandi. Um er að ræða forkeppni í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið spilar til undanúrslita og mætir síðan annað hvort Frankfurt eða Sporting í úrslitaleik um það að komast í umspil um sæti í Meistaradeild Evrópu. „Þetta er ekkert öðruvísi en deildarleikur í augnablikinu. Það er auðvitað aðeins meiri fjölmiðlaumfjöllun. En tilfinningin er góð, sjálfsöryggið er gott og við höfum spilað vel í síðustu leikjum og skorað mörk. Svo við förum í þetta full sjálfstraust,“ segir Nik Chamberlain, þjálfari Blika, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Nik eyddi allri helginni að horfa á myndefni af FC Minsk. „Ég þekki þær vel og hef sýnt leikmönnunum klippur líka. Svo þær eiga ekki eftir að koma okkur á óvart, nema þær breyti uppstillingunni sem getur gerst, en tel það ólíklegt. Þær eru með sama þjálfara í Meistaradeildinni í fyrra þegar þær spiluðu á móti Bröndby og Vålerenga og ég held að þær muni spila svipað. Við verðum eins vel undirbúin og hægt er.“ „Það er gaman að vera fara aftur í Evrópukeppnina og við erum bara mjög spenntar að mæta nýjum andstæðingum,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Blika, og heldur áfram. „Það er alveg munur að spila svona leiki en venjulegan deildarleik en við erum samt ekki að fara breyta okkar leik. Undirbúningurinn og greiningarnar eru öðruvísi og kannski erfitt að nálgast hin liðin. En það er það sem er gaman í þessu.“ Hér að neðan má sjá viðtölin við Nik og Ástu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18:50. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Sjá meira
Um er að ræða forkeppni í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið spilar til undanúrslita og mætir síðan annað hvort Frankfurt eða Sporting í úrslitaleik um það að komast í umspil um sæti í Meistaradeild Evrópu. „Þetta er ekkert öðruvísi en deildarleikur í augnablikinu. Það er auðvitað aðeins meiri fjölmiðlaumfjöllun. En tilfinningin er góð, sjálfsöryggið er gott og við höfum spilað vel í síðustu leikjum og skorað mörk. Svo við förum í þetta full sjálfstraust,“ segir Nik Chamberlain, þjálfari Blika, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Nik eyddi allri helginni að horfa á myndefni af FC Minsk. „Ég þekki þær vel og hef sýnt leikmönnunum klippur líka. Svo þær eiga ekki eftir að koma okkur á óvart, nema þær breyti uppstillingunni sem getur gerst, en tel það ólíklegt. Þær eru með sama þjálfara í Meistaradeildinni í fyrra þegar þær spiluðu á móti Bröndby og Vålerenga og ég held að þær muni spila svipað. Við verðum eins vel undirbúin og hægt er.“ „Það er gaman að vera fara aftur í Evrópukeppnina og við erum bara mjög spenntar að mæta nýjum andstæðingum,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Blika, og heldur áfram. „Það er alveg munur að spila svona leiki en venjulegan deildarleik en við erum samt ekki að fara breyta okkar leik. Undirbúningurinn og greiningarnar eru öðruvísi og kannski erfitt að nálgast hin liðin. En það er það sem er gaman í þessu.“ Hér að neðan má sjá viðtölin við Nik og Ástu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18:50.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Sjá meira