Heldur upp á afmæli dótturinnar eftir sigur í Reykjavíkurmaraþoninu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. ágúst 2024 19:47 Sigurður Örn varð í dag Íslandsmeistari í maraþoni. Vísir/Skjáskot Sigurður Örn Ragnarsson varð í dag fyrsti Íslendingurinn í mark í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka er hann kom í mark á tímanum 2:37:07. „Ég hélt að ég myndi dala svolítið þegar síðustu tíu voru eftir en ég náði að dæla í mig tveimur gelum þannig þetta hafðist,“ sagði Sigurður Örn er hann kom í mark í dag, fyrstu Íslendinga. Sigurður varð sjöundi í heildarkeppninni, rúmlega sextán og hálfri mínútu á eftir Portúgalanum José Sousa sem kom fyrstu í mark. Hann segir undirbúninginn fyrir hlaupið hafa gengið vel. „Ég er meira í Iron man og þríþraut og þess háttar þannig ég hjóla og syndi rosalega mikið. En síðustu kannski átta vikur er ég bara búinn að vera að gíra niður sundið og hjólið og taka aðeins meira af hlaupum. En ég fann það alveg að það vantaði smá kílometra í lappirnar síðustu tíu,“ sagði Sigurður léttur. Hann segist þó vera ánægður með tímann, enda varð hann fyrstu allra Íslendinga í mark. „Ég er mjög sáttur. Ég stefndi á að hlaupa undir 2:40:00 og svo var algjört draumamarkmið að ná að fara undir 2:35:00. Ég ætla ekki að fara að kenna veðrinu um því maður var tilbúinn með þá afsökun fyrirfram. En þetta var bara snilld, frábært.“ Klippa: Sigurður Örn Ragnarsson - Íslandsmeistari í maraþoni Hausinn skiptir mestu máli Beðinn um að útskýra fyrir fólki heima í stofu hversu erfitt það er að hlaupa maraþon segir Sigurður að fólk verði að vera með hausinn rétt skrúfaðan á. „Þetta er svona 70 prósent hausinn og 30 prósent líkaminn í svona löngu hlaupi, sérstaklega seinni helminginn. Þú ferð að efast um sjálfan þig og þú þarft stöðugt að vera að tala við sjálfan þig ef þú ætlar að ná þessu. Það er alltaf bara næsti kílometer og þú setur þér bara lítil markmið og nærð þeim. En ég get alveg viðurkennt það að þetta er eitt það erfiðasta sem maður gerir.“ Heldur upp á hlaupið í afmæli dótturinnar Þá var Sigurður einnig spurður að því hvað hann ætlaði að gera til að halda upp á það að vera búinn með hlaupið. Óhætt er að segja að það sé nóg að gera hjá Sigurði þessa helgina. „Ég fæ mér allavega einn áfengislausan Thrive, það eitt er víst. En svo er dóttirin þriggja ára í dag þannig að það verður eitthvað húllumhæ seinna í dag og á morgun. En þetta var bara frábært og góð byrjun á helginni,“ sagði Sigurður að lokum. Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
„Ég hélt að ég myndi dala svolítið þegar síðustu tíu voru eftir en ég náði að dæla í mig tveimur gelum þannig þetta hafðist,“ sagði Sigurður Örn er hann kom í mark í dag, fyrstu Íslendinga. Sigurður varð sjöundi í heildarkeppninni, rúmlega sextán og hálfri mínútu á eftir Portúgalanum José Sousa sem kom fyrstu í mark. Hann segir undirbúninginn fyrir hlaupið hafa gengið vel. „Ég er meira í Iron man og þríþraut og þess háttar þannig ég hjóla og syndi rosalega mikið. En síðustu kannski átta vikur er ég bara búinn að vera að gíra niður sundið og hjólið og taka aðeins meira af hlaupum. En ég fann það alveg að það vantaði smá kílometra í lappirnar síðustu tíu,“ sagði Sigurður léttur. Hann segist þó vera ánægður með tímann, enda varð hann fyrstu allra Íslendinga í mark. „Ég er mjög sáttur. Ég stefndi á að hlaupa undir 2:40:00 og svo var algjört draumamarkmið að ná að fara undir 2:35:00. Ég ætla ekki að fara að kenna veðrinu um því maður var tilbúinn með þá afsökun fyrirfram. En þetta var bara snilld, frábært.“ Klippa: Sigurður Örn Ragnarsson - Íslandsmeistari í maraþoni Hausinn skiptir mestu máli Beðinn um að útskýra fyrir fólki heima í stofu hversu erfitt það er að hlaupa maraþon segir Sigurður að fólk verði að vera með hausinn rétt skrúfaðan á. „Þetta er svona 70 prósent hausinn og 30 prósent líkaminn í svona löngu hlaupi, sérstaklega seinni helminginn. Þú ferð að efast um sjálfan þig og þú þarft stöðugt að vera að tala við sjálfan þig ef þú ætlar að ná þessu. Það er alltaf bara næsti kílometer og þú setur þér bara lítil markmið og nærð þeim. En ég get alveg viðurkennt það að þetta er eitt það erfiðasta sem maður gerir.“ Heldur upp á hlaupið í afmæli dótturinnar Þá var Sigurður einnig spurður að því hvað hann ætlaði að gera til að halda upp á það að vera búinn með hlaupið. Óhætt er að segja að það sé nóg að gera hjá Sigurði þessa helgina. „Ég fæ mér allavega einn áfengislausan Thrive, það eitt er víst. En svo er dóttirin þriggja ára í dag þannig að það verður eitthvað húllumhæ seinna í dag og á morgun. En þetta var bara frábært og góð byrjun á helginni,“ sagði Sigurður að lokum.
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira