Alcaraz fékk æðiskast og mölbraut spaðann Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 12:31 Carlos Alcaraz með spaðann, enn í heilu lagi, í leiknum við Gael Monfils. Getty Spænska tennisstjarnan Carlos Alcaraz missti gjörsamlega stjórn á skapi sínu þegar hann tapaði fyrir Frakkanum Gael Monfils í 16-manna úrslitum Cincinnati Open. Novak Djokovic vann mótið á síðasta ári en dró sig úr keppni í ár, eftir að hafa unnið Alcaraz í úrslitaleik Ólympíuleikanna fyrr í þessum mánuði. Alcaraz var því enn sigurstranglegri en ella en hann varð að sætta sig við tap strax í 2. umferð gegn Monfils, sem féll svo úr leik gegn Dananum Holger Rune. Alcaraz, sem fyrr á þessu ári vann Wimbledon og Opna franska mótið, vann fyrsta settið gegn Monfiels, 6-4 en tapaði svo 7-6 og 6-4. Hinn 21 árs gamli Alcaraz lét spaðann svo sannarlega finna fyrir því í oddasettinu, eftir að hafa lent 3-1 undir þar, eins og sjá má hér að neðan. Spaðinn gjöreyðilagðist þegar Alcaraz sló honum fast og ítrekað í jörðina, og er mjög óvanalegt að sjá Spánverjann missa svona stjórn á skapi sínu. Hann lýsti leiknum sem sínum versta á ferlinum. The video of Carlos Alcaraz’ racquet smash. 😳 Don’t think I’ve ever seen Carlos this frustrated on the court. pic.twitter.com/c02vURTjPA— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) August 16, 2024 „Mér leið stundum þannig að mig langaði til að brjóta spaðann. Það hefur ekki gerst áður því ég hef getað haft stjórn á mér í þessum aðstæðum,“ sagði Alcaraz eftir tapið. „Í dag þá gat ég bara ekki hamið mig því mér fannst ég bara ekki vera að spila neina tegund af tennis. Mér leið eins og að þetta væri versti leikur sem ég hef spilað á ferlinum,“ sagði Alcaraz og bætti við: „Ég gat bara ekki spilað. Alveg satt. Ég hef verið að æfa mjög vel hérna og liðið frábærlega síðustu daga, hitt boltann vel og hreyft mig vel. Ég veit ekki hvað gerðist.“ Monfiels tapaði sem fyrr segir gegn Holger Rune; 3-6, 6-3, 6-4, og mætir Daninn hinum breska Jack Draper í átta manna úrslitum. Tennis Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira
Novak Djokovic vann mótið á síðasta ári en dró sig úr keppni í ár, eftir að hafa unnið Alcaraz í úrslitaleik Ólympíuleikanna fyrr í þessum mánuði. Alcaraz var því enn sigurstranglegri en ella en hann varð að sætta sig við tap strax í 2. umferð gegn Monfils, sem féll svo úr leik gegn Dananum Holger Rune. Alcaraz, sem fyrr á þessu ári vann Wimbledon og Opna franska mótið, vann fyrsta settið gegn Monfiels, 6-4 en tapaði svo 7-6 og 6-4. Hinn 21 árs gamli Alcaraz lét spaðann svo sannarlega finna fyrir því í oddasettinu, eftir að hafa lent 3-1 undir þar, eins og sjá má hér að neðan. Spaðinn gjöreyðilagðist þegar Alcaraz sló honum fast og ítrekað í jörðina, og er mjög óvanalegt að sjá Spánverjann missa svona stjórn á skapi sínu. Hann lýsti leiknum sem sínum versta á ferlinum. The video of Carlos Alcaraz’ racquet smash. 😳 Don’t think I’ve ever seen Carlos this frustrated on the court. pic.twitter.com/c02vURTjPA— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) August 16, 2024 „Mér leið stundum þannig að mig langaði til að brjóta spaðann. Það hefur ekki gerst áður því ég hef getað haft stjórn á mér í þessum aðstæðum,“ sagði Alcaraz eftir tapið. „Í dag þá gat ég bara ekki hamið mig því mér fannst ég bara ekki vera að spila neina tegund af tennis. Mér leið eins og að þetta væri versti leikur sem ég hef spilað á ferlinum,“ sagði Alcaraz og bætti við: „Ég gat bara ekki spilað. Alveg satt. Ég hef verið að æfa mjög vel hérna og liðið frábærlega síðustu daga, hitt boltann vel og hreyft mig vel. Ég veit ekki hvað gerðist.“ Monfiels tapaði sem fyrr segir gegn Holger Rune; 3-6, 6-3, 6-4, og mætir Daninn hinum breska Jack Draper í átta manna úrslitum.
Tennis Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira