„Við horfum á þetta þannig að þetta sé í okkar höndum“ Sverrir Mar Smárason skrifar 12. ágúst 2024 20:55 Haukur Andri leikur með ÍA fram á mitt sumar á næsta ári, á láni frá Lille í Frakklandi. Vísir/Ívar Fannar Haukur Andri Haraldsson, miðjumaður ÍA, var að vonum mjög ánægður með 1-0 sigur Skagamanna gegn Fram í mikilvægum leik liðanna í Bestu deild karla í kvöld. „Mér líður bara mjög vel eftir að hafa unnið þennan leik. Þetta var hörkuleikur. Fyrri hálfleikur var stál í stál en svo komum við bara virkilega sterkir út í seinni. Við kláruðum þetta svo bara með góðri varnarframmistöðu. Mér fannst við eiga þetta skilið,“ sagði Haukur Andri. Leikurinn var lokaður heilt yfir, ekki mikið um færi og einkenndist að mörgu leyti að miðjumoði og stöðubaráttu. „Þetta voru mikil hlaup, mikil varnarvinna og lítið pláss til að vinna með inná miðjunni. Það sást alveg í fyrri hálfleik að þeir voru að loka miðsvæðis til að hleypa okkur út á við. Þetta var krefjandi leikur að spila en við gerðum okkar til að vinna leikinn og það er það sem skiptir máli,“ sagði miðjumaðurinn ungi. Skagamenn misstu niður 1-0 forystu gegn Vestra á dögunum og tveimur leikjum áður gerðu þeir slíkt hið sama gegn FH. Nú hins vegar héldu þeir út, unnu sinn fyrsta leik síðan á Írskum dögum og Haukur er spenntur fyrir framhaldinu. „Ég er bara mjög bjartsýnn fyrir framhaldinu. Það eru fjórir leikir eftir og bara undir okkur komið hvert við stefnum. Við horfum á þetta þannig að þetta sé í okkar höndum. Við ætlum að ná okkar markmiðum sem eru að enda í efri hlutanum.“ Haukur Andri er á láni hjá ÍA frá Lille í Frakklandi sem keyptu hann af Skaganum fyrir ári síðan. Hann fór í viðtal á dögunum á Fótbolti.net þar sem hann fór yfir erfiða tíma þar. Hann virðist sáttur við að koma heim á Akranes. „Það er mjög mikill léttir að vera kominn heim. Það kom mér virkilega á óvart hversu krefjandi þetta var úti í Frakklandi. Þetta er mjög krefjandi staður til þess að byrja á, samanborið við til dæmis Skandinavíu. Mjög gott að koma heim í gulu treyjuna og þetta er bara það skemmtilegasta sem ég geri að spila í þessari treyju og leggja mig allan fram,“ sagði Haukur Andri að lokum. Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel eftir að hafa unnið þennan leik. Þetta var hörkuleikur. Fyrri hálfleikur var stál í stál en svo komum við bara virkilega sterkir út í seinni. Við kláruðum þetta svo bara með góðri varnarframmistöðu. Mér fannst við eiga þetta skilið,“ sagði Haukur Andri. Leikurinn var lokaður heilt yfir, ekki mikið um færi og einkenndist að mörgu leyti að miðjumoði og stöðubaráttu. „Þetta voru mikil hlaup, mikil varnarvinna og lítið pláss til að vinna með inná miðjunni. Það sást alveg í fyrri hálfleik að þeir voru að loka miðsvæðis til að hleypa okkur út á við. Þetta var krefjandi leikur að spila en við gerðum okkar til að vinna leikinn og það er það sem skiptir máli,“ sagði miðjumaðurinn ungi. Skagamenn misstu niður 1-0 forystu gegn Vestra á dögunum og tveimur leikjum áður gerðu þeir slíkt hið sama gegn FH. Nú hins vegar héldu þeir út, unnu sinn fyrsta leik síðan á Írskum dögum og Haukur er spenntur fyrir framhaldinu. „Ég er bara mjög bjartsýnn fyrir framhaldinu. Það eru fjórir leikir eftir og bara undir okkur komið hvert við stefnum. Við horfum á þetta þannig að þetta sé í okkar höndum. Við ætlum að ná okkar markmiðum sem eru að enda í efri hlutanum.“ Haukur Andri er á láni hjá ÍA frá Lille í Frakklandi sem keyptu hann af Skaganum fyrir ári síðan. Hann fór í viðtal á dögunum á Fótbolti.net þar sem hann fór yfir erfiða tíma þar. Hann virðist sáttur við að koma heim á Akranes. „Það er mjög mikill léttir að vera kominn heim. Það kom mér virkilega á óvart hversu krefjandi þetta var úti í Frakklandi. Þetta er mjög krefjandi staður til þess að byrja á, samanborið við til dæmis Skandinavíu. Mjög gott að koma heim í gulu treyjuna og þetta er bara það skemmtilegasta sem ég geri að spila í þessari treyju og leggja mig allan fram,“ sagði Haukur Andri að lokum.
Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn