„Við horfum á þetta þannig að þetta sé í okkar höndum“ Sverrir Mar Smárason skrifar 12. ágúst 2024 20:55 Haukur Andri leikur með ÍA fram á mitt sumar á næsta ári, á láni frá Lille í Frakklandi. Vísir/Ívar Fannar Haukur Andri Haraldsson, miðjumaður ÍA, var að vonum mjög ánægður með 1-0 sigur Skagamanna gegn Fram í mikilvægum leik liðanna í Bestu deild karla í kvöld. „Mér líður bara mjög vel eftir að hafa unnið þennan leik. Þetta var hörkuleikur. Fyrri hálfleikur var stál í stál en svo komum við bara virkilega sterkir út í seinni. Við kláruðum þetta svo bara með góðri varnarframmistöðu. Mér fannst við eiga þetta skilið,“ sagði Haukur Andri. Leikurinn var lokaður heilt yfir, ekki mikið um færi og einkenndist að mörgu leyti að miðjumoði og stöðubaráttu. „Þetta voru mikil hlaup, mikil varnarvinna og lítið pláss til að vinna með inná miðjunni. Það sást alveg í fyrri hálfleik að þeir voru að loka miðsvæðis til að hleypa okkur út á við. Þetta var krefjandi leikur að spila en við gerðum okkar til að vinna leikinn og það er það sem skiptir máli,“ sagði miðjumaðurinn ungi. Skagamenn misstu niður 1-0 forystu gegn Vestra á dögunum og tveimur leikjum áður gerðu þeir slíkt hið sama gegn FH. Nú hins vegar héldu þeir út, unnu sinn fyrsta leik síðan á Írskum dögum og Haukur er spenntur fyrir framhaldinu. „Ég er bara mjög bjartsýnn fyrir framhaldinu. Það eru fjórir leikir eftir og bara undir okkur komið hvert við stefnum. Við horfum á þetta þannig að þetta sé í okkar höndum. Við ætlum að ná okkar markmiðum sem eru að enda í efri hlutanum.“ Haukur Andri er á láni hjá ÍA frá Lille í Frakklandi sem keyptu hann af Skaganum fyrir ári síðan. Hann fór í viðtal á dögunum á Fótbolti.net þar sem hann fór yfir erfiða tíma þar. Hann virðist sáttur við að koma heim á Akranes. „Það er mjög mikill léttir að vera kominn heim. Það kom mér virkilega á óvart hversu krefjandi þetta var úti í Frakklandi. Þetta er mjög krefjandi staður til þess að byrja á, samanborið við til dæmis Skandinavíu. Mjög gott að koma heim í gulu treyjuna og þetta er bara það skemmtilegasta sem ég geri að spila í þessari treyju og leggja mig allan fram,“ sagði Haukur Andri að lokum. Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel eftir að hafa unnið þennan leik. Þetta var hörkuleikur. Fyrri hálfleikur var stál í stál en svo komum við bara virkilega sterkir út í seinni. Við kláruðum þetta svo bara með góðri varnarframmistöðu. Mér fannst við eiga þetta skilið,“ sagði Haukur Andri. Leikurinn var lokaður heilt yfir, ekki mikið um færi og einkenndist að mörgu leyti að miðjumoði og stöðubaráttu. „Þetta voru mikil hlaup, mikil varnarvinna og lítið pláss til að vinna með inná miðjunni. Það sást alveg í fyrri hálfleik að þeir voru að loka miðsvæðis til að hleypa okkur út á við. Þetta var krefjandi leikur að spila en við gerðum okkar til að vinna leikinn og það er það sem skiptir máli,“ sagði miðjumaðurinn ungi. Skagamenn misstu niður 1-0 forystu gegn Vestra á dögunum og tveimur leikjum áður gerðu þeir slíkt hið sama gegn FH. Nú hins vegar héldu þeir út, unnu sinn fyrsta leik síðan á Írskum dögum og Haukur er spenntur fyrir framhaldinu. „Ég er bara mjög bjartsýnn fyrir framhaldinu. Það eru fjórir leikir eftir og bara undir okkur komið hvert við stefnum. Við horfum á þetta þannig að þetta sé í okkar höndum. Við ætlum að ná okkar markmiðum sem eru að enda í efri hlutanum.“ Haukur Andri er á láni hjá ÍA frá Lille í Frakklandi sem keyptu hann af Skaganum fyrir ári síðan. Hann fór í viðtal á dögunum á Fótbolti.net þar sem hann fór yfir erfiða tíma þar. Hann virðist sáttur við að koma heim á Akranes. „Það er mjög mikill léttir að vera kominn heim. Það kom mér virkilega á óvart hversu krefjandi þetta var úti í Frakklandi. Þetta er mjög krefjandi staður til þess að byrja á, samanborið við til dæmis Skandinavíu. Mjög gott að koma heim í gulu treyjuna og þetta er bara það skemmtilegasta sem ég geri að spila í þessari treyju og leggja mig allan fram,“ sagði Haukur Andri að lokum.
Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05