Björgvin Karl endaði sextándi á heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 06:30 Björgvin Karl Guðmundsson var með á elleftu heimsleikunum í röð. @bk_gudmundsson Bandaríkjamaðurinn James Sprague og ástralska konan Tia-Clair Toomey urðu um helgina heimsmeistarar í CrossFit. Heimsleikarnir í ár fóru fram í skugga þess að Lazar Dukic drukknaði í fyrstu greininni á fimmtudaginn. Margir keppendur treystu sér ekki til að halda áfram keppni og þar á meðal voru báðir heimsmeistararnir frá því í fyrra, Laura Horvath og Jeffrey Adler. Ísland átti einn keppenda í mótinu og það var Björgvin Karl Guðmundsson. Björgvin Karl endaði í sextánda sæti á mótinu í ár en hann hækkað sig um nokkur sæti í lokin með því að ná öðru sætinu í lokagreininni. Björgvin setti met með því að taka þátt í elleftu heimsleikunum í röð. Hann hefur þó ekki verið neðar síðan á fyrstu heimsleikum sínum árið 2014. Toomey kom til baka eftir barneignarfrí og varð heimsmeistari í sjöunda sinn. Hún vann í sex ár í röð frá 2017 til 2022. Sigur Toomey var mjög sannfærandi eins og svo oft áður. Pólverjinn Gabi Migala varð önnur en 151 stigi á eftir henni. Þriðja varð síðan Emily Rolfe frá Kanada. James Sprague er aðeins 22 ára gamall og var að vinna heimsleikana í fyrsta sinn. Hann varð í 25. sæti í fyrra sem voru hans fyrstu heimsleikar í fullorðinsflokki. Kanadamaðurinn Brent Fikowski, sem hefur verið lengi við toppinn en aldrei orðið heimsmeistari, var með sextíu stiga forskot eftir átta greinar. Fikowski gaf eftir í lokin og endaði í þriðja sæti. Dallin Pepper varð annar. Mayhem Thunder vann liðakeppnina en í liðinu voru Íslandsvinurinn Khan Porter en líka Kara Saunders, James Newbury og Emily de Rooy. Kara hefur verið lengi við toppinn í einstaklingskeppninni en hafði aldrei orðið heimsmeistari. Það tókst nú hjá henni í liðakeppninni. Þetta er líka besti árangur liðs frá Eyjaálfu á heimsleikunum en besti árangurinn fyrir þetta ár var sjötta sæti. Porter var í liði CrossFit Reykjavíkur með Anníe Mist Þórisdóttur en það lið náði fjórða sætinu á heimsleikunum 2022. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Fótbolti Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Íslenski boltinn Ron Yeats látinn Enski boltinn Watson sakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik Sport Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Fótbolti Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Sport Kane sá um baráttuglaða Finna Fótbolti „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Fótbolti „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Fótbolti Nóel Atli með brotið bein í fæti Fótbolti Fleiri fréttir Watson sakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Kane sá um baráttuglaða Finna „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Nóel Atli með brotið bein í fæti „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Uppgjörið: Ísland - Wales 1-2 | Sanngjarn sigur gestanna í mikilvægum leik Fékk ekki atvinnuleyfi og fer ekki til Real Madríd Spilar hundraðasta landsleikinn í kvöld Aron Leó með sannfærandi sigur á Englandi Keypti skyrtu rétt fyrir útsendingu: „Er í veseni með brjóstin“ Banna Chelsea stelpunum að gefa eiginhandaráritanir eftir leiki Hún slær fastar en bestu strákarnir Gíraðir í stórleik dagsins: „Nú er þetta í okkar höndum“ Rashford æfir hnefaleika Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Bestu hakkavélarnar byrja mótið sem þjálfarar Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið Hvalreki fyrir Aston Martin í Formúlu 1 „Nú er hann bara Bobby“ Þaggaði niður í sínum bestu vinum Hneykslanleg handtaka Hill vekur hörð viðbrögð: „Ég er í áfalli“ Lögregluverkfall kemur niður á Kristian og félögum í Ajax Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Memphis Depay endaði í Brasilíu Bað fjölskylduna afsökunar Áfall fyrir Arsenal rétt fyrir rosalega viku Sjá meira
Heimsleikarnir í ár fóru fram í skugga þess að Lazar Dukic drukknaði í fyrstu greininni á fimmtudaginn. Margir keppendur treystu sér ekki til að halda áfram keppni og þar á meðal voru báðir heimsmeistararnir frá því í fyrra, Laura Horvath og Jeffrey Adler. Ísland átti einn keppenda í mótinu og það var Björgvin Karl Guðmundsson. Björgvin Karl endaði í sextánda sæti á mótinu í ár en hann hækkað sig um nokkur sæti í lokin með því að ná öðru sætinu í lokagreininni. Björgvin setti met með því að taka þátt í elleftu heimsleikunum í röð. Hann hefur þó ekki verið neðar síðan á fyrstu heimsleikum sínum árið 2014. Toomey kom til baka eftir barneignarfrí og varð heimsmeistari í sjöunda sinn. Hún vann í sex ár í röð frá 2017 til 2022. Sigur Toomey var mjög sannfærandi eins og svo oft áður. Pólverjinn Gabi Migala varð önnur en 151 stigi á eftir henni. Þriðja varð síðan Emily Rolfe frá Kanada. James Sprague er aðeins 22 ára gamall og var að vinna heimsleikana í fyrsta sinn. Hann varð í 25. sæti í fyrra sem voru hans fyrstu heimsleikar í fullorðinsflokki. Kanadamaðurinn Brent Fikowski, sem hefur verið lengi við toppinn en aldrei orðið heimsmeistari, var með sextíu stiga forskot eftir átta greinar. Fikowski gaf eftir í lokin og endaði í þriðja sæti. Dallin Pepper varð annar. Mayhem Thunder vann liðakeppnina en í liðinu voru Íslandsvinurinn Khan Porter en líka Kara Saunders, James Newbury og Emily de Rooy. Kara hefur verið lengi við toppinn í einstaklingskeppninni en hafði aldrei orðið heimsmeistari. Það tókst nú hjá henni í liðakeppninni. Þetta er líka besti árangur liðs frá Eyjaálfu á heimsleikunum en besti árangurinn fyrir þetta ár var sjötta sæti. Porter var í liði CrossFit Reykjavíkur með Anníe Mist Þórisdóttur en það lið náði fjórða sætinu á heimsleikunum 2022. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Fótbolti Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Íslenski boltinn Ron Yeats látinn Enski boltinn Watson sakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik Sport Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Fótbolti Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Sport Kane sá um baráttuglaða Finna Fótbolti „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Fótbolti „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Fótbolti Nóel Atli með brotið bein í fæti Fótbolti Fleiri fréttir Watson sakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Kane sá um baráttuglaða Finna „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Nóel Atli með brotið bein í fæti „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Uppgjörið: Ísland - Wales 1-2 | Sanngjarn sigur gestanna í mikilvægum leik Fékk ekki atvinnuleyfi og fer ekki til Real Madríd Spilar hundraðasta landsleikinn í kvöld Aron Leó með sannfærandi sigur á Englandi Keypti skyrtu rétt fyrir útsendingu: „Er í veseni með brjóstin“ Banna Chelsea stelpunum að gefa eiginhandaráritanir eftir leiki Hún slær fastar en bestu strákarnir Gíraðir í stórleik dagsins: „Nú er þetta í okkar höndum“ Rashford æfir hnefaleika Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Bestu hakkavélarnar byrja mótið sem þjálfarar Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið Hvalreki fyrir Aston Martin í Formúlu 1 „Nú er hann bara Bobby“ Þaggaði niður í sínum bestu vinum Hneykslanleg handtaka Hill vekur hörð viðbrögð: „Ég er í áfalli“ Lögregluverkfall kemur niður á Kristian og félögum í Ajax Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Memphis Depay endaði í Brasilíu Bað fjölskylduna afsökunar Áfall fyrir Arsenal rétt fyrir rosalega viku Sjá meira