Keppni heldur áfram á heimsleikunum: „Það er ekkert allt íþróttafólkið andlega tilbúið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. ágúst 2024 08:00 Snorri Barón Jónsson er staddur á heimsleikunum þar sem Lazar Ðukic lést í gær. Heimsleikarnir í CrossFit hófust á fimmtudag en keppni var skyndilega hætt þegar Lazar Ðukic drukknaði. Umdeild ákvörðun var svo tekin í gær um að halda keppni áfram yfir helgina. Umboðsmaðurinn Snorri Barón segir íþróttafólk ekki allt andlega tilbúið til þess. Hræðilegur atburður átti sér stað í fyrstu grein keppninnar þar sem keppendur hlupu fyrst fimm kílómetra og áttu svo að synda átta hundruð metra. Lazar Ðukic var meðal fremstu manna í sundinu en skilaði sér ekki upp úr vatninu. „Það undirbýr sig enginn fyrir þetta, þetta er algjörlega óhugsandi að einhver láti lífið í keppni, drukkni eða hvað annað. Það er rosalega margt búið að koma fram núna eftir á sem bendir skýrt á að það var eitt og annað ábótavant. Mögulega eða örugglega jafnvel, hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta hörmulega slys,“ segir Snorri Barón Jónsson, CrossFit umboðsmaður sem staddur er á heimsleikunum í Fort Worth, Texas. Andlegt ójafnvægi Umdeild ákvörðun var tekin að halda áfram keppni á heimsleikunum um helgina, sem íþróttafólkið þarf að sætta sig við eða segja sig frá keppni. „Það er ekkert allt íþróttafólkið andlega tilbúið. Það er enginn búinn að ná utan um þetta. Fólki líður mjög skringilega en ég finn alveg líka til með þeim sem eru að halda viðburðinn, það eru þúsundir manna samankomnir og rosalega mikið á línunni. Það er bara verið að finna út úr því hvernig er best að gera þetta því það bjó sig enginn undir þetta. Þetta er bara erfitt, sama hver niðurstaðan er verður þetta alltaf erfitt.“ Hlupu áður en þau stungu sér til sunds Gagnrýni beindist einnig að skipuleggjendum fyrir röðun keppnisgreina. Margir benda á hættuna sem felst í því að hafa sund á eftir hlaupi, frekar en öfugt. Til dæmis má nefna að í þríþrautarkeppnum er sund alltaf fyrsta grein, svo keppendur örmagnist frekar á landi en í vatni. „Svo ég gefi smá samhengi. Á heimsleikunum í CrossFit er búið að sía úr hundruðum þúsunda íþróttamanna niður í áttatíu, sem koma saman á hverju ári og leggja á sig ótrúlegt erfiði í fjóra daga. Þetta var fyrsti viðburðurinn, snemma um morgun… Það er alltaf hægt að vera gáfaður eftir á og benda á að sundið hefði örugglega átt að vera fyrst en ég hef ekki sérþekkingu til að tjá mig um það,“ segir Snorri og bætir við: „Lazar var gríðarlega góður sundmaður, einn af þeim sem var talinn hvað líklegastur til að vinna þessa fyrstu þraut og hann var nokkuð framarlega. Fyrir lífverðina var ekkert endalaust af fólki sem þurfti að hafa augu á þegar þetta gerist, sem gerir þetta svo sárt líka.“ Ákvörðunin tekin í samráði við fjölskylduna Hávær áköll bárust úr ýmsum áttum að blása keppnina af en ákvörðunin er tekin í samráði fjölskyldu Lazars, þar með talið bróður hans Luka Ðukic sem var einnig meðal keppenda. „Auðvitað var það fyrsta sem skipuleggjendur gerðu að tala við fjölskyldu Lazars og bróður hans sem er keppandi líka. Það sem þau báru undir íþróttafólkið var: Það er búið að tala við Đukić fjölskylduna, þau gefa blessun sína og þau telja að það hefði verið vilji Lazars að keppnin haldi áfram. Maður er búinn að sjá á internetinu að það er mikil gremja, en ég hugsa að gremjan muni minnka þegar það kemur fram að þetta er allt gert í þökk við fjölskylduna.“ Snorri Barón veitti viðtal í Sportpakkanum í gær sem má sjá í spilaranum hér að ofan. CrossFit Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Ljóst hverjir mætast í Super Bowl eftir snjóbyl og spennu Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Sjá meira
Hræðilegur atburður átti sér stað í fyrstu grein keppninnar þar sem keppendur hlupu fyrst fimm kílómetra og áttu svo að synda átta hundruð metra. Lazar Ðukic var meðal fremstu manna í sundinu en skilaði sér ekki upp úr vatninu. „Það undirbýr sig enginn fyrir þetta, þetta er algjörlega óhugsandi að einhver láti lífið í keppni, drukkni eða hvað annað. Það er rosalega margt búið að koma fram núna eftir á sem bendir skýrt á að það var eitt og annað ábótavant. Mögulega eða örugglega jafnvel, hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta hörmulega slys,“ segir Snorri Barón Jónsson, CrossFit umboðsmaður sem staddur er á heimsleikunum í Fort Worth, Texas. Andlegt ójafnvægi Umdeild ákvörðun var tekin að halda áfram keppni á heimsleikunum um helgina, sem íþróttafólkið þarf að sætta sig við eða segja sig frá keppni. „Það er ekkert allt íþróttafólkið andlega tilbúið. Það er enginn búinn að ná utan um þetta. Fólki líður mjög skringilega en ég finn alveg líka til með þeim sem eru að halda viðburðinn, það eru þúsundir manna samankomnir og rosalega mikið á línunni. Það er bara verið að finna út úr því hvernig er best að gera þetta því það bjó sig enginn undir þetta. Þetta er bara erfitt, sama hver niðurstaðan er verður þetta alltaf erfitt.“ Hlupu áður en þau stungu sér til sunds Gagnrýni beindist einnig að skipuleggjendum fyrir röðun keppnisgreina. Margir benda á hættuna sem felst í því að hafa sund á eftir hlaupi, frekar en öfugt. Til dæmis má nefna að í þríþrautarkeppnum er sund alltaf fyrsta grein, svo keppendur örmagnist frekar á landi en í vatni. „Svo ég gefi smá samhengi. Á heimsleikunum í CrossFit er búið að sía úr hundruðum þúsunda íþróttamanna niður í áttatíu, sem koma saman á hverju ári og leggja á sig ótrúlegt erfiði í fjóra daga. Þetta var fyrsti viðburðurinn, snemma um morgun… Það er alltaf hægt að vera gáfaður eftir á og benda á að sundið hefði örugglega átt að vera fyrst en ég hef ekki sérþekkingu til að tjá mig um það,“ segir Snorri og bætir við: „Lazar var gríðarlega góður sundmaður, einn af þeim sem var talinn hvað líklegastur til að vinna þessa fyrstu þraut og hann var nokkuð framarlega. Fyrir lífverðina var ekkert endalaust af fólki sem þurfti að hafa augu á þegar þetta gerist, sem gerir þetta svo sárt líka.“ Ákvörðunin tekin í samráði við fjölskylduna Hávær áköll bárust úr ýmsum áttum að blása keppnina af en ákvörðunin er tekin í samráði fjölskyldu Lazars, þar með talið bróður hans Luka Ðukic sem var einnig meðal keppenda. „Auðvitað var það fyrsta sem skipuleggjendur gerðu að tala við fjölskyldu Lazars og bróður hans sem er keppandi líka. Það sem þau báru undir íþróttafólkið var: Það er búið að tala við Đukić fjölskylduna, þau gefa blessun sína og þau telja að það hefði verið vilji Lazars að keppnin haldi áfram. Maður er búinn að sjá á internetinu að það er mikil gremja, en ég hugsa að gremjan muni minnka þegar það kemur fram að þetta er allt gert í þökk við fjölskylduna.“ Snorri Barón veitti viðtal í Sportpakkanum í gær sem má sjá í spilaranum hér að ofan.
CrossFit Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Ljóst hverjir mætast í Super Bowl eftir snjóbyl og spennu Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Sjá meira