Snorri Barón: Keppnin heldur áfram með blessun fjölskyldu Lazars Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. ágúst 2024 14:28 Snorri Barón Jónsson er staddur á heimsleikunum þar sem Lazar Ðukic lést í gær. „Það undirbýr sig enginn fyrir þetta, þetta er algjörlega óhugsandi að einhver láti lífið í keppni,“ segir umboðsmaðurinn Snorri Barón Jónsson, sem staddur er í Texas á heimsleikunum í CrossFit þar sem keppandinn Lazar Đukić drukknaði í gær. „Við erum öll bara í einhverju móki og rétt að ná utan um þetta. Þetta er lítil íþrótt, það þekkjast allir þannig að það voru margir að missa góðan vin. Svo er þetta auðvitað bara staða sem allt íþróttafólkið getur speglað sig í, þetta hefði getað komið fyrir þau líka,“ hélt hann áfram en Snorri er umboðsmaður hjá Bakland, einni stærstu umboðsskrifstofunni í CrossFit heiminum og heldur utan um 13 af 80 keppendum heimsleikanna. Heimsleikarnir halda áfram Keppni var hætt í gær en hún mun halda áfram í dag. Skipuleggjendur heimsleikanna hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir þá ákvörðun en Snorri segir það gert með leyfi og af vilja fjölskyldunnar. Bróðir Lazars, Luka Đukić er meðal keppenda en hann hefur ekki tjáð sig opinberlega eftir slysið. Ðukic bræðurnir. „Auðvitað var það fyrsta sem skipuleggjendur gerðu að tala við fjölskyldu Lazars og bróður hans sem er keppandi líka. Það sem þau báru undir íþróttafólkið var: Það er búið að tala við Đukić fjölskylduna, þau gefa blessun sína og þau telja að það hefði verið vilji Lazars að keppnin haldi áfram. Maður er búinn að sjá á internetinu að það er mikil gremja, en ég hugsa að gremjan muni minnka þegar það kemur fram að þetta er allt gert í þökk við fjölskylduna.“ Nánar verður rætt við Snorra og ítarlega fjallað um málið í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. CrossFit Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
„Við erum öll bara í einhverju móki og rétt að ná utan um þetta. Þetta er lítil íþrótt, það þekkjast allir þannig að það voru margir að missa góðan vin. Svo er þetta auðvitað bara staða sem allt íþróttafólkið getur speglað sig í, þetta hefði getað komið fyrir þau líka,“ hélt hann áfram en Snorri er umboðsmaður hjá Bakland, einni stærstu umboðsskrifstofunni í CrossFit heiminum og heldur utan um 13 af 80 keppendum heimsleikanna. Heimsleikarnir halda áfram Keppni var hætt í gær en hún mun halda áfram í dag. Skipuleggjendur heimsleikanna hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir þá ákvörðun en Snorri segir það gert með leyfi og af vilja fjölskyldunnar. Bróðir Lazars, Luka Đukić er meðal keppenda en hann hefur ekki tjáð sig opinberlega eftir slysið. Ðukic bræðurnir. „Auðvitað var það fyrsta sem skipuleggjendur gerðu að tala við fjölskyldu Lazars og bróður hans sem er keppandi líka. Það sem þau báru undir íþróttafólkið var: Það er búið að tala við Đukić fjölskylduna, þau gefa blessun sína og þau telja að það hefði verið vilji Lazars að keppnin haldi áfram. Maður er búinn að sjá á internetinu að það er mikil gremja, en ég hugsa að gremjan muni minnka þegar það kemur fram að þetta er allt gert í þökk við fjölskylduna.“ Nánar verður rætt við Snorra og ítarlega fjallað um málið í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
CrossFit Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira