„Þetta er 150 prósent algjör skandall“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 21:06 Shelly-Ann Fraser-Pryce var hvergi sjáanleg og hlaupabrautin hennar tóm þegar undanúrslitahlaupið fór fram i kvöld. Getty/Hannah Peters Ekkert varð úr því að Shelly-Ann Fraser-Pryce ynni til verðlauna í 100 metra hlaupi á fimmtu Ólympíuleikunum í röð. Hún keppti ekki einu sinni í undanúrslitahlaupinu og ástæðan er furðuleg. Ein mesta goðsögnin í sögu frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna lenti nefnilega í skrautlegum kringumstæðum í aðdraganda undanúrslita 100 metra hlaups kvenna á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Þetta varð til þess að Fraser-Pryce, sem var með annan besta tímann í undanrásunum, keppti ekki í undanúrslitahlaupinu. Ekki hleypt inn á upphitunarsvæði Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafinn í 100 metra hlaupi, er sérfræðingur RÚV í frjálsum íþróttum á þessum Ólympíuleikum. Ari tjáði sig í kvöld um allt vesenið í kringum þetta 100 metra hlaup kvenna. Ari er í hópi þeirra sem skilja ekki hvernig það kom til að tveimur af stærstu stjörnum 100 metra hlaups kvenna var ekki hleypt inn um hlið á upphitunarsvæði. Þetta gerðist fyrir undanúrslitahlaupið. Þetta varð til þess að hin jamaíska Shelly-Ann Fraser-Pryce hætti við þátttöku og hin bandaríska Sha'Carri Richardson var ólík sjálfri sér. Hin sigurstranglega Richardson vann silfur en átti litla möguleika í Julien Alfred sem vann öruggan sigur. Hún er stórmótamanneskja „Ef hún er mætt á upphitunarsvæðið þá er hún tilbúin. Hún er þannig og hefur sýnt það að hún er stórmótamanneskja. Hún elskar ekkert meira held ég en að keppa á stóra sviðinu,“ sagði Ari Bragi í Ólympíukvöldinu í kvöld. Það voru því ekki meiðsli sem voru að trufla hana. „Hún myndi aldrei vera mætt við rangt hlið viljandi. Maður sér það að hún er greinilega í uppnámi,“ sagði Ari Bragi og vísaði þar í myndband af Fraser-Pryce að tala við rútubílstjóra fyrir framan lokaða hliðið. Ari Bragi Kárason. „Það er ekki gott að koma inn á Ólympíuupphitunarsvæði í uppnámi. Þetta hefur bara sett allt úr skorðum. Það má ekki gleyma því að hún á líka 4 x 100 metra hlaupið eftir og allir möguleikar á gulli eru því ekki farnir,“ sagði Ari. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn Gunnar Birgisson spurði hann þá hreint út hvort þetta mál flokkist undir skandal. „Þetta er 150 prósent algjör skandall. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn. Það á ekki að vera að breyta svona einföldum skipulagsreglum degi fyrir mót. Þetta er ekkert nema skandall. Þið sjáið að svona einfalt mál, eins og að breyta þessu, getur bara tekið út stærstu stjörnunnar á Ólympíuleikunum,“ sagði Ari. Gat unnið á fimmtu leikunum í röð Shelly-Ann Fraser-Pryce hafði unnið verðlaun í 100 metra hlaupinu á síðustu fjórum leikum. Hún vann gull á ÓL í Peking 2008 og gull á ÓL í London 2012, fékk brons á ÓL í Ríó 2016 og silfur á síðustu leikum í Tókýó. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Fótbolti Órætt tíst Ísaks vekur athygli Íslenski boltinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Handbolti Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Íslenski boltinn Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Sport Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Handbolti Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð Fótbolti „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Fótbolti Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra Sport Austurríkismaðurinn sem meiddi Ödegaard fullur iðrunar Enski boltinn Fleiri fréttir Bjóða frítt í Herjólf og rútu í von um fjölmenni í Breiðholti Tah getur valið úr gylliboðum næsta sumar Enzo missir bílprófið og fær sekt upp á hálfa milljón Vonarstjarna Liverpool með brotið bein í fæti Orri Freyr hafði betur gegn Viktori Gísla Birkir Fannar í Kaplakrika út leiktíðina Vildi vernda De Ligt með því að taka hann af velli Áslaug Dóra skoraði í öruggum bikarsigri Íslendingalið Kolstad mátti þola tap gegn stórliði Barcelona Njarðvík fær tvo Össur í liði með 22 verðlaunahöfum í París Perla keppti með þeim bestu í Solheim-bikar ungmenna Ødegaard missir af leikjunum gegn Tottenham og City Í árs bann vegna kaupa á kókaíni á ÓL Órætt tíst Ísaks vekur athygli Emma Hayes sannfærði Bandaríkin um að ganga langt til að fá Pochettino Valin best þriðju vikuna í röð Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Vildi ekki að nýi landsliðsþjálfarinn hefði samband við sig Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Chelsea vill yfirgefa Stamford Bridge Guðmundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur Austurríkismaðurinn sem meiddi Ödegaard fullur iðrunar Brasilíumenn í basli í undankeppni HM Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ „Erfitt að sætta sig við það hvernig þetta endaði“ Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Sjá meira
Ein mesta goðsögnin í sögu frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna lenti nefnilega í skrautlegum kringumstæðum í aðdraganda undanúrslita 100 metra hlaups kvenna á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Þetta varð til þess að Fraser-Pryce, sem var með annan besta tímann í undanrásunum, keppti ekki í undanúrslitahlaupinu. Ekki hleypt inn á upphitunarsvæði Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafinn í 100 metra hlaupi, er sérfræðingur RÚV í frjálsum íþróttum á þessum Ólympíuleikum. Ari tjáði sig í kvöld um allt vesenið í kringum þetta 100 metra hlaup kvenna. Ari er í hópi þeirra sem skilja ekki hvernig það kom til að tveimur af stærstu stjörnum 100 metra hlaups kvenna var ekki hleypt inn um hlið á upphitunarsvæði. Þetta gerðist fyrir undanúrslitahlaupið. Þetta varð til þess að hin jamaíska Shelly-Ann Fraser-Pryce hætti við þátttöku og hin bandaríska Sha'Carri Richardson var ólík sjálfri sér. Hin sigurstranglega Richardson vann silfur en átti litla möguleika í Julien Alfred sem vann öruggan sigur. Hún er stórmótamanneskja „Ef hún er mætt á upphitunarsvæðið þá er hún tilbúin. Hún er þannig og hefur sýnt það að hún er stórmótamanneskja. Hún elskar ekkert meira held ég en að keppa á stóra sviðinu,“ sagði Ari Bragi í Ólympíukvöldinu í kvöld. Það voru því ekki meiðsli sem voru að trufla hana. „Hún myndi aldrei vera mætt við rangt hlið viljandi. Maður sér það að hún er greinilega í uppnámi,“ sagði Ari Bragi og vísaði þar í myndband af Fraser-Pryce að tala við rútubílstjóra fyrir framan lokaða hliðið. Ari Bragi Kárason. „Það er ekki gott að koma inn á Ólympíuupphitunarsvæði í uppnámi. Þetta hefur bara sett allt úr skorðum. Það má ekki gleyma því að hún á líka 4 x 100 metra hlaupið eftir og allir möguleikar á gulli eru því ekki farnir,“ sagði Ari. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn Gunnar Birgisson spurði hann þá hreint út hvort þetta mál flokkist undir skandal. „Þetta er 150 prósent algjör skandall. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn. Það á ekki að vera að breyta svona einföldum skipulagsreglum degi fyrir mót. Þetta er ekkert nema skandall. Þið sjáið að svona einfalt mál, eins og að breyta þessu, getur bara tekið út stærstu stjörnunnar á Ólympíuleikunum,“ sagði Ari. Gat unnið á fimmtu leikunum í röð Shelly-Ann Fraser-Pryce hafði unnið verðlaun í 100 metra hlaupinu á síðustu fjórum leikum. Hún vann gull á ÓL í Peking 2008 og gull á ÓL í London 2012, fékk brons á ÓL í Ríó 2016 og silfur á síðustu leikum í Tókýó.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Fótbolti Órætt tíst Ísaks vekur athygli Íslenski boltinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Handbolti Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Íslenski boltinn Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Sport Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Handbolti Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð Fótbolti „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Fótbolti Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra Sport Austurríkismaðurinn sem meiddi Ödegaard fullur iðrunar Enski boltinn Fleiri fréttir Bjóða frítt í Herjólf og rútu í von um fjölmenni í Breiðholti Tah getur valið úr gylliboðum næsta sumar Enzo missir bílprófið og fær sekt upp á hálfa milljón Vonarstjarna Liverpool með brotið bein í fæti Orri Freyr hafði betur gegn Viktori Gísla Birkir Fannar í Kaplakrika út leiktíðina Vildi vernda De Ligt með því að taka hann af velli Áslaug Dóra skoraði í öruggum bikarsigri Íslendingalið Kolstad mátti þola tap gegn stórliði Barcelona Njarðvík fær tvo Össur í liði með 22 verðlaunahöfum í París Perla keppti með þeim bestu í Solheim-bikar ungmenna Ødegaard missir af leikjunum gegn Tottenham og City Í árs bann vegna kaupa á kókaíni á ÓL Órætt tíst Ísaks vekur athygli Emma Hayes sannfærði Bandaríkin um að ganga langt til að fá Pochettino Valin best þriðju vikuna í röð Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Vildi ekki að nýi landsliðsþjálfarinn hefði samband við sig Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Chelsea vill yfirgefa Stamford Bridge Guðmundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur Austurríkismaðurinn sem meiddi Ödegaard fullur iðrunar Brasilíumenn í basli í undankeppni HM Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ „Erfitt að sætta sig við það hvernig þetta endaði“ Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Sjá meira