Guðlaug Edda syndir í Signu eftir að þríþrautin fékk grænt ljós Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 05:47 Guðlaug Edda Hannesdóttir fyrir framan Signu þar sem þríþrautarkeppnin byrjar. @eddahannesd Guðlaug Edda Hannesdóttir verður í dag fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. Þríþrautarkeppnin fékk grænt ljóst í nótt eftir mælingar á bakteríum í Signu. Sundhlutinn fer fram í Signu en síðan taka við hjólreiðar og hlaup um París. Æfingum hafði verið frestað á sunnudag og mánudag sem og karlakeppninni í gær vegna of mikils magns af E. Coli og fleiri hættulegum bakteríum í ánni. Organisers have cleared the Olympic women's and men's triathlons to go ahead today after the latest Seine river water tests showed lower levels of bacteriahttps://t.co/GRmDHsSryl— RTÉ News (@rtenews) July 31, 2024 Við tók hálfgerður farsi þar sem jafnvel var talað um frekari frestanir eða jafnvel að fella niður sundhlutann og breyta þríþraut í tvíþraut. Sem betur fer verður ekkert af því. Báðar keppnirnar fara fram í dag og hefst kvennakeppnin klukkan 6.00 að íslenskum tíma. Karlakeppnin tekur síðan við strax á eftir. Nýjustu mælingarnar voru framkvæmdar klukkan 3.20 í nótt og Alþjóða þríþrautarsambandið samþykkti í framhaldinu að gefa grænt ljós á keppnina. Allskonar tilfinningar í gangi Þetta er stór stund fyrir Guðlaugu Eddu sem tjáði sig um keppnina á samfélagsmiðlum í gær. „Löng og erfið vegferð að mínum fyrstu Ólympíuleikum. Allskonar tilfinningar í gangi. Ég er mjög stolt af því að hafa komist alla þessa leið í gegnum allskyns mótlæti, erfiðleika og að þjösnast áfram oft á tíðum, ein án fjármagns eða annarrar aðstoðar í keppnum og við æfingar,“ skrifaði Guðlaug Edda á Instagram. „Langar að channel-a mitt innra barn á morgun í keppninni, því þar byrjaði draumurinn. Ég gef Lífið mitt í íþróttir og í staðinn hef ég fengið lífið sjálft. Ég myndi ekki skipta þessu út fyrir neitt. Bara að hafa gaman og reyna að ná öllu út úr mér því ég elska þetta,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Ég hef gert mitt besta í undirbúningnum með þau sem spil sem ég hafði í hendi og það eina sem ég get beðið sjálf mig um er að sýna styrk, þrautseigju og hafa gaman. Takk, takk takk. Með ást frá París - Guðlaug,“ skrifaði Guðlaug Edda Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Þríþrautinni frestað um sólarhring vegna skítugrar Signu Fyrsta Ólympíukeppni íslensku þríþrautarkonunnar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur er því miður hægt og rólega að breytast í einhvern farsa. 30. júlí 2024 06:30 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjá meira
Þríþrautarkeppnin fékk grænt ljóst í nótt eftir mælingar á bakteríum í Signu. Sundhlutinn fer fram í Signu en síðan taka við hjólreiðar og hlaup um París. Æfingum hafði verið frestað á sunnudag og mánudag sem og karlakeppninni í gær vegna of mikils magns af E. Coli og fleiri hættulegum bakteríum í ánni. Organisers have cleared the Olympic women's and men's triathlons to go ahead today after the latest Seine river water tests showed lower levels of bacteriahttps://t.co/GRmDHsSryl— RTÉ News (@rtenews) July 31, 2024 Við tók hálfgerður farsi þar sem jafnvel var talað um frekari frestanir eða jafnvel að fella niður sundhlutann og breyta þríþraut í tvíþraut. Sem betur fer verður ekkert af því. Báðar keppnirnar fara fram í dag og hefst kvennakeppnin klukkan 6.00 að íslenskum tíma. Karlakeppnin tekur síðan við strax á eftir. Nýjustu mælingarnar voru framkvæmdar klukkan 3.20 í nótt og Alþjóða þríþrautarsambandið samþykkti í framhaldinu að gefa grænt ljós á keppnina. Allskonar tilfinningar í gangi Þetta er stór stund fyrir Guðlaugu Eddu sem tjáði sig um keppnina á samfélagsmiðlum í gær. „Löng og erfið vegferð að mínum fyrstu Ólympíuleikum. Allskonar tilfinningar í gangi. Ég er mjög stolt af því að hafa komist alla þessa leið í gegnum allskyns mótlæti, erfiðleika og að þjösnast áfram oft á tíðum, ein án fjármagns eða annarrar aðstoðar í keppnum og við æfingar,“ skrifaði Guðlaug Edda á Instagram. „Langar að channel-a mitt innra barn á morgun í keppninni, því þar byrjaði draumurinn. Ég gef Lífið mitt í íþróttir og í staðinn hef ég fengið lífið sjálft. Ég myndi ekki skipta þessu út fyrir neitt. Bara að hafa gaman og reyna að ná öllu út úr mér því ég elska þetta,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Ég hef gert mitt besta í undirbúningnum með þau sem spil sem ég hafði í hendi og það eina sem ég get beðið sjálf mig um er að sýna styrk, þrautseigju og hafa gaman. Takk, takk takk. Með ást frá París - Guðlaug,“ skrifaði Guðlaug Edda
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Þríþrautinni frestað um sólarhring vegna skítugrar Signu Fyrsta Ólympíukeppni íslensku þríþrautarkonunnar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur er því miður hægt og rólega að breytast í einhvern farsa. 30. júlí 2024 06:30 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjá meira
Þríþrautinni frestað um sólarhring vegna skítugrar Signu Fyrsta Ólympíukeppni íslensku þríþrautarkonunnar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur er því miður hægt og rólega að breytast í einhvern farsa. 30. júlí 2024 06:30