Snorri um upphaf sitt og Söru: „Væflaðist inn á skrifstofu hjá mér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2024 07:00 Sara Sigmundsdóttir og Snorri Barón. INSTAGRAM/@SNORRIBARON Umboðsmaðurinn Snorri Barón Jónsson er gríðarlega þekktur innan CrossFit-heimsins, allavega hér á landi. Hann segir upphafið að því ævintýri megi rekja til ársins 2016 þegar Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir „væflaðist inn á skrifstofu“ hjá honum. Snorri Barón var gestur þeirra Vilhjálms Hallssonar og Andra Geirs Gunnarssonar í hlaðvarpinu Steve dagskrá. Venjulega snýr sá hlaðvarpsþáttur að knattsyrnu og öllu því sem við kemur íslenska sem og enska boltanum. Að þessu sinni snerist umræðan þó upp í hvernig það Snorri Barón endaði í þeirri starfsgrein sem er hans lífsviðurværi í dag. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) „Þetta er mitt aðal og eina starf í dag. Ég starfræki stofu sem heitir því fallega íslenska nafni Bakland. Þetta er hugarfóstur mitt, þessi hugmynd kviknaði í kringum 2015 en þá var ég í öðrum bransa, rak auglýsingastofu og var á bólakafi í því,“ sagði Snorri Baron aðspurður hvort það væri ekki við hæfi að kalla hann umboðsmann. Hann hélt svo áfram: „Langaði alltaf að vinna aðeins meira með einstaklingum, þetta var orðið helvítis Groundhog day að hitta einhverja markaðsdeild sem hafði engan áhuga né skilning á því sem ég hafði fram að færa og enda á einhverri málamiðlun sem skilaði sér í „lala“ herferð og allt eftir því.“ „Mér var farið að hungra í eitthvað annað, hafði alltaf einhverja hugsjón um sjálfan mig að ég ætti eftir að fara lengra þannig ég fór að leggja vinnu í það og núna 2024 þá starfræki ég umboðsskrifstofu sem er með yfir 40 íþróttafólk út um allan heim á skrá. Erum með fólk alls staðar að nema úr Afríku, ég þarf að fara breyta því þar sem við erum með allar aðrar heimsálfur.“ Snorri Baron fer svo aðeins yfir það hvernig dyrnar hans inn í heim umboðsmanna og CrossFit opnuðust. „Sara er sú sem opnar hurðina fyrir mig inn í þennan bransa allan, Sara Sigmunds fyrir þau sem ekki kveikja. Hún væflaðist inn á skrifstofu hjá mér í gegnum sameiginlegan vin árið 2016. Þá var hún orðin ofurstjarna í sinni íþrótt, búin að fara í tvígang á heimsleikana og í bæði skiptin búin að enda í 3. sæti.“ „Hún hafði allan þennan sjarma og allt þetta fram að færa. Hún var komin með fullt af auglýsingastyrkjum en í smá basli með hvernig ætti að vinna úr þessu. Henni vantaði einhvern til að aðstoða sig við að láta dæmið ganga upp. Við vorum tengd saman, það þurfti bara þennan eina fund fyrir okkur til að finna að það var mjög sterk tenging okkar á milli,“ sagði Snorri um sín fyrstu kynni af Söru en hún er líkt og Snorri sjálfur mikill rokkari. Í kjölfarið snerist umræða þáttarins upp í uppáhalds hljómsveit Söru, Led Zeppelin, áður en rætt var örstutt um stöðu hennar í dag innan krossfitheimsins. „Þetta eru búin að vera erfið þrjú ár hjá henni; meiðsli, sjálfsofnæmi og helvítis hark. Andinn er sterkur og hún mun snúa aftur betri en nokkru sinni fyrr.“ Þáttinn í heild sinni má hlusta á í spilaranum ofar í fréttinni en umræðan um Söru Sigmundsdóttur má heyra á fyrstu tíu mínútum þáttarins. CrossFit Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Leik lokið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Í beinni: Haukar - Njarðvík | Bikarinn á loft á Ásvöllum? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sjá meira
Snorri Barón var gestur þeirra Vilhjálms Hallssonar og Andra Geirs Gunnarssonar í hlaðvarpinu Steve dagskrá. Venjulega snýr sá hlaðvarpsþáttur að knattsyrnu og öllu því sem við kemur íslenska sem og enska boltanum. Að þessu sinni snerist umræðan þó upp í hvernig það Snorri Barón endaði í þeirri starfsgrein sem er hans lífsviðurværi í dag. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) „Þetta er mitt aðal og eina starf í dag. Ég starfræki stofu sem heitir því fallega íslenska nafni Bakland. Þetta er hugarfóstur mitt, þessi hugmynd kviknaði í kringum 2015 en þá var ég í öðrum bransa, rak auglýsingastofu og var á bólakafi í því,“ sagði Snorri Baron aðspurður hvort það væri ekki við hæfi að kalla hann umboðsmann. Hann hélt svo áfram: „Langaði alltaf að vinna aðeins meira með einstaklingum, þetta var orðið helvítis Groundhog day að hitta einhverja markaðsdeild sem hafði engan áhuga né skilning á því sem ég hafði fram að færa og enda á einhverri málamiðlun sem skilaði sér í „lala“ herferð og allt eftir því.“ „Mér var farið að hungra í eitthvað annað, hafði alltaf einhverja hugsjón um sjálfan mig að ég ætti eftir að fara lengra þannig ég fór að leggja vinnu í það og núna 2024 þá starfræki ég umboðsskrifstofu sem er með yfir 40 íþróttafólk út um allan heim á skrá. Erum með fólk alls staðar að nema úr Afríku, ég þarf að fara breyta því þar sem við erum með allar aðrar heimsálfur.“ Snorri Baron fer svo aðeins yfir það hvernig dyrnar hans inn í heim umboðsmanna og CrossFit opnuðust. „Sara er sú sem opnar hurðina fyrir mig inn í þennan bransa allan, Sara Sigmunds fyrir þau sem ekki kveikja. Hún væflaðist inn á skrifstofu hjá mér í gegnum sameiginlegan vin árið 2016. Þá var hún orðin ofurstjarna í sinni íþrótt, búin að fara í tvígang á heimsleikana og í bæði skiptin búin að enda í 3. sæti.“ „Hún hafði allan þennan sjarma og allt þetta fram að færa. Hún var komin með fullt af auglýsingastyrkjum en í smá basli með hvernig ætti að vinna úr þessu. Henni vantaði einhvern til að aðstoða sig við að láta dæmið ganga upp. Við vorum tengd saman, það þurfti bara þennan eina fund fyrir okkur til að finna að það var mjög sterk tenging okkar á milli,“ sagði Snorri um sín fyrstu kynni af Söru en hún er líkt og Snorri sjálfur mikill rokkari. Í kjölfarið snerist umræða þáttarins upp í uppáhalds hljómsveit Söru, Led Zeppelin, áður en rætt var örstutt um stöðu hennar í dag innan krossfitheimsins. „Þetta eru búin að vera erfið þrjú ár hjá henni; meiðsli, sjálfsofnæmi og helvítis hark. Andinn er sterkur og hún mun snúa aftur betri en nokkru sinni fyrr.“ Þáttinn í heild sinni má hlusta á í spilaranum ofar í fréttinni en umræðan um Söru Sigmundsdóttur má heyra á fyrstu tíu mínútum þáttarins.
CrossFit Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Leik lokið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Í beinni: Haukar - Njarðvík | Bikarinn á loft á Ásvöllum? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sjá meira