„Það er frábært bíóveður“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. júlí 2024 12:23 Barna- og unglingadaksráin á hátíðinni er veglegri en undanfarin ár. Aðsend Stofnandi heimildarmyndahátíðarinnar IceDocs sem fer fram um helgina segir ekkert annað að gera við veðurfarinu en að drífa sig á Akranes og ylja sér inn í Bíóhöllinni. Þetta er í sjötta sinn sem að hátíðin fer fram og dagskráin vegleg. IceDocs hófst með pompi og prakt í gær á Akranesi en Ingibjörg Halldórsdóttir, ein stofnenda hátíðarinnar, segir viðburðin aldrei hafa verið stærri og að fjöldi erlendra listamanna sæki eftir því að fá mynd sína sýnda á ári hverju. „Við sýnum sem sagt svona skapandi heimildamyndir sem er svona listform sem er ekkert rosalega þekkt en þetta eru heimildamyndir sem eru eins og bíómyndir þegar maður er að horfa á þær. Þannig þær geta verið spennumyndir og geta verið gamanmyndir og allt þar á milli.“ Skoðuðu 600 myndir Þriggja manna teymi IceDocs fór yfir um 600 heimildarmyndir alls staðar að úr heiminum og völdu úr því fyrir hátíðina. Ingibjörg segir mikilvægt að velja þær myndir sem eru sem ferskastar og áhugaverðastar en einnig reyna þau að sérsníða dagskránna þannig að Íslendingar fái sem mest úr henni. „Við erum orðin tiltölulega þekkt innan þessa heims, sem hátíð sem er gaman að heimsækja, þannig við fáum talsvert af erlendum gestum og í ár eru allar keppnismyndirnar okkar með gest með sem eru þá með spurt og svarað um sýningu.“ Ekki annað hægt en að drífa sig Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin fer fram en að sögn Ingibjargar leggja þau sérstaka áherslu á barna- og unglingadagskrá í ár sem sé vegleg. Í gær hófst ókeypis námskeið í heimildamyndagerð fyrir börn á aldrinum átta til tólf ára en að því loknu eru heimildarmyndir barnanna frumsýndar í Bíóhöllinni. „Í rauninni ljúkum við alltaf kvöldinu með léttum og skemmtilegum viðburðum, eins og í kvöld verður BarSvar með Níels Girerd og svo eru einhverjir ljúfir tónar og skemmtilegheit.“ Ingibjörg segist fagna veðrinu sem henti vel fyrir heimildarmyndahátíð. „Það er frábært bíóveður við skulum bara kalla þetta bíóveður er það ekki? Það er ekkert annað hægt en að drífa sig á Skagann og koma í bíó.“ Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
IceDocs hófst með pompi og prakt í gær á Akranesi en Ingibjörg Halldórsdóttir, ein stofnenda hátíðarinnar, segir viðburðin aldrei hafa verið stærri og að fjöldi erlendra listamanna sæki eftir því að fá mynd sína sýnda á ári hverju. „Við sýnum sem sagt svona skapandi heimildamyndir sem er svona listform sem er ekkert rosalega þekkt en þetta eru heimildamyndir sem eru eins og bíómyndir þegar maður er að horfa á þær. Þannig þær geta verið spennumyndir og geta verið gamanmyndir og allt þar á milli.“ Skoðuðu 600 myndir Þriggja manna teymi IceDocs fór yfir um 600 heimildarmyndir alls staðar að úr heiminum og völdu úr því fyrir hátíðina. Ingibjörg segir mikilvægt að velja þær myndir sem eru sem ferskastar og áhugaverðastar en einnig reyna þau að sérsníða dagskránna þannig að Íslendingar fái sem mest úr henni. „Við erum orðin tiltölulega þekkt innan þessa heims, sem hátíð sem er gaman að heimsækja, þannig við fáum talsvert af erlendum gestum og í ár eru allar keppnismyndirnar okkar með gest með sem eru þá með spurt og svarað um sýningu.“ Ekki annað hægt en að drífa sig Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin fer fram en að sögn Ingibjargar leggja þau sérstaka áherslu á barna- og unglingadagskrá í ár sem sé vegleg. Í gær hófst ókeypis námskeið í heimildamyndagerð fyrir börn á aldrinum átta til tólf ára en að því loknu eru heimildarmyndir barnanna frumsýndar í Bíóhöllinni. „Í rauninni ljúkum við alltaf kvöldinu með léttum og skemmtilegum viðburðum, eins og í kvöld verður BarSvar með Níels Girerd og svo eru einhverjir ljúfir tónar og skemmtilegheit.“ Ingibjörg segist fagna veðrinu sem henti vel fyrir heimildarmyndahátíð. „Það er frábært bíóveður við skulum bara kalla þetta bíóveður er það ekki? Það er ekkert annað hægt en að drífa sig á Skagann og koma í bíó.“
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira