Sautján milljóna króna greiðslan vekur hneykslan Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. júlí 2024 15:52 Ráðherrarnir Áslaug Arna og Ásmundur Einar ásamt skýrsluhöfundi Tryggva Hjaltasyni. stjórnarráðið Konur í fræðasamfélaginu hafa hneykslast á skýrslu um stöðu drengja í menntakerfinu, sem greinandi hjá CCP vann að beiðni tveggja ráðherra. Bæði vekur há upphæð, sem greidd var fyrir skýsluna, athygli en einnig inntak skýrslunnar og framsetning. Heimildin greindi frá því í vikunni að Tryggvi Hjaltason, sem starfar sem greinandi hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP og gegnir formennsku í Hugverkaráði hjá Samtökum iðnaðarins, hefði fengið 17 milljónir króna greiddar fyrir að vinna skýrsluna. Skýrsluna vann hann meðfram störfum sínum hjá CCP. Nánar tiltekið „yfirleitt í lok dags eftir aðra vinnu,“ í eitt og hálft ár. Myndi passa að enginn sæi skýrsluna „Af hverju drengir fara síður í langt háskólanám en stúlkur? Hér er maður sem fékk ca. 1 milljón á mánuði í eitt og hálf ár, fyrir vinnu sem tók hann 1-2 klst á dag að sinna. Vinnu sem hann hefur ekki hlotið menntun til að sinna. Gæti það verið partur af svarinu?“ Þessari spurningu varpar Heiður Hrund Jónsdóttir félagsfræðingur hjá Háskóla Íslands fram á Facebook. Hún hefur verið gagnrýnin á skýrsluna og vinnubrögð í kringum hana frá því að hún kom út í júní og var kynnt á blaðamannafundi. Það sem vekur athygli Heiðar nú er fjármagnið sem lagt var í skýrsluna. „Mín fyrstu viðbrögð þegar ég sá skýrsluna var að ef ég væri að vinna í ráðuneytinu myndi ég passa að enginn myndi sjá að ráðuneytið hefði eytt peningum í þetta,“ segir Heiður í samtali við Vísi. „En hitt er gert; málþing haldið og fréttatilkynningar skrifaðar um niðurstöður, innan gæsalappa.“ Kómískt, segir hún. „Að fjalla um það af hverju karlar fara ekki í erfitt, dýrt og langt háskólanám. Og sjá svo þarna karlmann ráðinn til starfa með há laun, starfa sem hann hefur ekki hlotið menntun eða reynslu til að sinna að mínu mati.“ Heiður Hrund Jónsdóttir er félagsfræðingur hjá Háskóla Íslands.HÍ/Kristinn Ingvarsson „Ég er hætt þessu“ Fleiri innan fræðasamfélagsins leggja orð í belg. Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur furðar sig sem dæmi á greiðslufyrirkomulagi hins opinbera fyrir slíka skýrslugerð. Hún minnist starfshóps sem hún sat sjálf í og fjallaði um eflingu kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum. 15-20 konur hafi setið í hópnum sem ekki hafi fengið krónu greidda fyrir. Sigga Dögg hefur verið iðin við að fræða unga sem aldna um kynlíf og annað tengt kynjafræði.Adelina „Ekki einu sinni fundaraðstöðu, hvað þá kaffi og með því! Því konur eru ókeypis vinnuafl - sérstaklega hjá hinu opinbera. Ég er hætt þessu frá og með þessum degi. Ég nenni þessu ekki lengur, vera boðin um allan bæ til að gefa sérfræðiálit af góðmennsku og meðvirkni einni saman,“ skrifar Sigga Dögg á Facebook. Í samtali við Vísi segir Sigga að það skrifist á hana að hafa ekki skrifað reikning til að senda ráðuneyti og vonast eftir greiðslu. Hugsi yfir stjórnsýslunni „Ef það er þannig sem þessi stjórnsýsla virkar. Það er enginn formlegur rammi, heldur virðist það vera þannig að hver og einn hugsar fyrir sig hvert tímagjaldið er og sendir inn reikning í von og óvon um að fá hann greiddan. Ég hef verið kölluð fyrir svo margar nefndir og fundi til að gefa álit, ýmist í klukkutíma eða meira. Aldrei greitt. En kannski var ég bara sauður og hefði átt að senda reikning. Ég er hugsi yfir því hvort þetta eigi ekki að vera skýrt, þegar maður er að vinna fyrir okkar æðstu stofnanir? Mér finnst þetta loða sérstaklega við þegar nefndir samanstanda af konum. Þær eiga ekki að tala um peninga. En ég ætla að prófa að senda reikning og sjá hvort ég fái hann greiddan,“ bætir hún við. Tryggvi Hjaltason er höfundur skýrslunnar. Hann skilur gagnrýnina.vísir Skýrsla sem skyldi staðfesta ákveðna hugmynd Heiður Hrund segir framsetningu skýrslunnar einnig gagnrýniverða. „Það kom mér á óvart þegar það var auglýst málþing og útgefna skýrslu eftir mann sem ég hafði ekki heyrst minnst á. Það renna líka á mig tvær grímur þegar ég fer að skoða skýrsluna. Aðferðarfræðin er ekki kynnt, sennilega vegna þess að það er engin aðferðarfræði. Þarna eru tekin mörg viðtöl við fjöldann allan af fólki og það er alveg óljóst hvernig er valinn. Það eru síðan engar upplýsingar um það hvernig er unnið úr viðtölum. Það er ekkert sem segir manni að það sé ekki verið að grípa ályktanir úr lausu lofti eða að rannsakandi sé hlutlaus.“ Hún veltir fyrir sér hvort vinnan hafi verið óþörf. Farið hafi af stað með ákveðna hugmynd og hlutverk skýrslunnar sé aðeins að staðfesta þá hugmynd. Í samtali við Heimildina svarar Tryggvi skýrsluhöfundur þessari gagnrýni, sem hann kveðst skilja vel. „Minn bakgrunnur og það sem ég er sérfræðingur í er að greina flókin kerfi og gera svona úttektir og greiningar. Þess vegna sagði ég við ráðherra að ef ég ætti að taka svona vinnu að mér að þá myndi ég vilja tala við sem flesta og sérstaklega kennarana og fá rödd þeirra mjög skýrt inn í þessa vinnu,“ er haft eftir Tryggva. Skóla- og menntamál Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Heimildin greindi frá því í vikunni að Tryggvi Hjaltason, sem starfar sem greinandi hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP og gegnir formennsku í Hugverkaráði hjá Samtökum iðnaðarins, hefði fengið 17 milljónir króna greiddar fyrir að vinna skýrsluna. Skýrsluna vann hann meðfram störfum sínum hjá CCP. Nánar tiltekið „yfirleitt í lok dags eftir aðra vinnu,“ í eitt og hálft ár. Myndi passa að enginn sæi skýrsluna „Af hverju drengir fara síður í langt háskólanám en stúlkur? Hér er maður sem fékk ca. 1 milljón á mánuði í eitt og hálf ár, fyrir vinnu sem tók hann 1-2 klst á dag að sinna. Vinnu sem hann hefur ekki hlotið menntun til að sinna. Gæti það verið partur af svarinu?“ Þessari spurningu varpar Heiður Hrund Jónsdóttir félagsfræðingur hjá Háskóla Íslands fram á Facebook. Hún hefur verið gagnrýnin á skýrsluna og vinnubrögð í kringum hana frá því að hún kom út í júní og var kynnt á blaðamannafundi. Það sem vekur athygli Heiðar nú er fjármagnið sem lagt var í skýrsluna. „Mín fyrstu viðbrögð þegar ég sá skýrsluna var að ef ég væri að vinna í ráðuneytinu myndi ég passa að enginn myndi sjá að ráðuneytið hefði eytt peningum í þetta,“ segir Heiður í samtali við Vísi. „En hitt er gert; málþing haldið og fréttatilkynningar skrifaðar um niðurstöður, innan gæsalappa.“ Kómískt, segir hún. „Að fjalla um það af hverju karlar fara ekki í erfitt, dýrt og langt háskólanám. Og sjá svo þarna karlmann ráðinn til starfa með há laun, starfa sem hann hefur ekki hlotið menntun eða reynslu til að sinna að mínu mati.“ Heiður Hrund Jónsdóttir er félagsfræðingur hjá Háskóla Íslands.HÍ/Kristinn Ingvarsson „Ég er hætt þessu“ Fleiri innan fræðasamfélagsins leggja orð í belg. Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur furðar sig sem dæmi á greiðslufyrirkomulagi hins opinbera fyrir slíka skýrslugerð. Hún minnist starfshóps sem hún sat sjálf í og fjallaði um eflingu kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum. 15-20 konur hafi setið í hópnum sem ekki hafi fengið krónu greidda fyrir. Sigga Dögg hefur verið iðin við að fræða unga sem aldna um kynlíf og annað tengt kynjafræði.Adelina „Ekki einu sinni fundaraðstöðu, hvað þá kaffi og með því! Því konur eru ókeypis vinnuafl - sérstaklega hjá hinu opinbera. Ég er hætt þessu frá og með þessum degi. Ég nenni þessu ekki lengur, vera boðin um allan bæ til að gefa sérfræðiálit af góðmennsku og meðvirkni einni saman,“ skrifar Sigga Dögg á Facebook. Í samtali við Vísi segir Sigga að það skrifist á hana að hafa ekki skrifað reikning til að senda ráðuneyti og vonast eftir greiðslu. Hugsi yfir stjórnsýslunni „Ef það er þannig sem þessi stjórnsýsla virkar. Það er enginn formlegur rammi, heldur virðist það vera þannig að hver og einn hugsar fyrir sig hvert tímagjaldið er og sendir inn reikning í von og óvon um að fá hann greiddan. Ég hef verið kölluð fyrir svo margar nefndir og fundi til að gefa álit, ýmist í klukkutíma eða meira. Aldrei greitt. En kannski var ég bara sauður og hefði átt að senda reikning. Ég er hugsi yfir því hvort þetta eigi ekki að vera skýrt, þegar maður er að vinna fyrir okkar æðstu stofnanir? Mér finnst þetta loða sérstaklega við þegar nefndir samanstanda af konum. Þær eiga ekki að tala um peninga. En ég ætla að prófa að senda reikning og sjá hvort ég fái hann greiddan,“ bætir hún við. Tryggvi Hjaltason er höfundur skýrslunnar. Hann skilur gagnrýnina.vísir Skýrsla sem skyldi staðfesta ákveðna hugmynd Heiður Hrund segir framsetningu skýrslunnar einnig gagnrýniverða. „Það kom mér á óvart þegar það var auglýst málþing og útgefna skýrslu eftir mann sem ég hafði ekki heyrst minnst á. Það renna líka á mig tvær grímur þegar ég fer að skoða skýrsluna. Aðferðarfræðin er ekki kynnt, sennilega vegna þess að það er engin aðferðarfræði. Þarna eru tekin mörg viðtöl við fjöldann allan af fólki og það er alveg óljóst hvernig er valinn. Það eru síðan engar upplýsingar um það hvernig er unnið úr viðtölum. Það er ekkert sem segir manni að það sé ekki verið að grípa ályktanir úr lausu lofti eða að rannsakandi sé hlutlaus.“ Hún veltir fyrir sér hvort vinnan hafi verið óþörf. Farið hafi af stað með ákveðna hugmynd og hlutverk skýrslunnar sé aðeins að staðfesta þá hugmynd. Í samtali við Heimildina svarar Tryggvi skýrsluhöfundur þessari gagnrýni, sem hann kveðst skilja vel. „Minn bakgrunnur og það sem ég er sérfræðingur í er að greina flókin kerfi og gera svona úttektir og greiningar. Þess vegna sagði ég við ráðherra að ef ég ætti að taka svona vinnu að mér að þá myndi ég vilja tala við sem flesta og sérstaklega kennarana og fá rödd þeirra mjög skýrt inn í þessa vinnu,“ er haft eftir Tryggva.
Skóla- og menntamál Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira