Borgarstjóri Parísar synti í Signu: „Ekkert of hættulegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2024 13:02 Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, sést hér synda í Signu í dag. Getty/Pierre Suu Parísarbúar gera nú allt til þess að sannfæra allan heiminn um það að það sé í lagi að synda í ánni Signu. París segir að takist hafi að hreinsa skítugu ána þeirra fyrir Ólympíuleikana. Ólympíuleikarnir hefjast í París eftir rúma viku og meðal keppnisstaðanna er áin Signa sem rennur í gegnum París. Setningarhátíðin fer fram í bátum á Signu en það verður líka keppt þar í þríþraut og útisundi. Bannað í hundrað ár Það hefur ekki mátt synda í Signu í yfir hundrað ár vegna óþrifnaðar og hættulegra sýkla og baktería en París eyddi risastórum upphæðum í að hreinsa ána. La Maire de Paris s’est baignée dans la Seine à quelques jours des #JeuxOlympiques. Jacques Chirac en avait rêvé, Anne Hidalgo l’a fait ! Chose promise, chose due. Ce sera un formidable héritage pour les Parisiens. Y compris à #Paris15 où il y aura bientôt un site de baignade pic.twitter.com/rArQPo4dLQ— Anouch Toranian (@AnouchToranian) July 17, 2024 Hættulegrar bakteríur hafa þó haldið áfram að finnast í ánni á síðustu mánuðum en forráðamenn leikanna fullyrða að það verði hættulaust fyrir fólk eins og íslensku þríþrautarkonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur að synda í Signu. Það var því táknrænt þegar Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, synti sjálf í Signu í dag. E. Coli á undanhaldi Síðustu mælingar eru sagðar hafa komið vel út út og borgarstjórinn stakk sér til sunds í dag. E. Coli bakteríurnar eru á undanhaldi og því stóð hún við loforð sitt. Hidalgo fylgdi þá í fótspor íþróttamálaráðherrans Amelie Oudea-Castera sem synti í Signu um helgina. Bæði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Thomas Bach forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, hafa líka lofað því að synda í ánni. Keppir 31. júlí „Vatnið er virkilega gott. Svolítið kalt en ekkert of hættulegt,“ sagði Anne Hidalgo eftir sundið. Þríþrautarkeppnin fer fram 30. og 31. júlí en Guðlaug Edda keppir seinni daginn. Það verður því komin reynsla á aðstæður eftir keppni karlanna daginn áður. 🏊♀️🇫🇷 ALERTE INFO - Anne Hidalgo se baigne actuellement dans la Seine. (BFMTV) pic.twitter.com/a2yPPX1Klj— Mediavenir (@Mediavenir) July 17, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Þríþraut Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Sjá meira
Ólympíuleikarnir hefjast í París eftir rúma viku og meðal keppnisstaðanna er áin Signa sem rennur í gegnum París. Setningarhátíðin fer fram í bátum á Signu en það verður líka keppt þar í þríþraut og útisundi. Bannað í hundrað ár Það hefur ekki mátt synda í Signu í yfir hundrað ár vegna óþrifnaðar og hættulegra sýkla og baktería en París eyddi risastórum upphæðum í að hreinsa ána. La Maire de Paris s’est baignée dans la Seine à quelques jours des #JeuxOlympiques. Jacques Chirac en avait rêvé, Anne Hidalgo l’a fait ! Chose promise, chose due. Ce sera un formidable héritage pour les Parisiens. Y compris à #Paris15 où il y aura bientôt un site de baignade pic.twitter.com/rArQPo4dLQ— Anouch Toranian (@AnouchToranian) July 17, 2024 Hættulegrar bakteríur hafa þó haldið áfram að finnast í ánni á síðustu mánuðum en forráðamenn leikanna fullyrða að það verði hættulaust fyrir fólk eins og íslensku þríþrautarkonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur að synda í Signu. Það var því táknrænt þegar Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, synti sjálf í Signu í dag. E. Coli á undanhaldi Síðustu mælingar eru sagðar hafa komið vel út út og borgarstjórinn stakk sér til sunds í dag. E. Coli bakteríurnar eru á undanhaldi og því stóð hún við loforð sitt. Hidalgo fylgdi þá í fótspor íþróttamálaráðherrans Amelie Oudea-Castera sem synti í Signu um helgina. Bæði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Thomas Bach forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, hafa líka lofað því að synda í ánni. Keppir 31. júlí „Vatnið er virkilega gott. Svolítið kalt en ekkert of hættulegt,“ sagði Anne Hidalgo eftir sundið. Þríþrautarkeppnin fer fram 30. og 31. júlí en Guðlaug Edda keppir seinni daginn. Það verður því komin reynsla á aðstæður eftir keppni karlanna daginn áður. 🏊♀️🇫🇷 ALERTE INFO - Anne Hidalgo se baigne actuellement dans la Seine. (BFMTV) pic.twitter.com/a2yPPX1Klj— Mediavenir (@Mediavenir) July 17, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Þríþraut Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Sjá meira