Innlent

Vegabræði í Breið­holti endaði með á­rás

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Upp úr sauð í umferðinni á Stekkjarbakka í Breiðholti um hádegisleytið í gær. Annar maðurinn mundaði óþekkt barefli og sló öryggisvörð með því þegar þeir mættust á umferðareyju á Stekkjarbakka. Hann særðist þó ekki alvarlega.

Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi há lögreglustöð 3 sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Maðurinn var handtekinn í kjölfarið og vistaður í fangageymslu. Hann var yfirheyrður í morgun, að sögn Heimis.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×