Enginn íslenskur frjálsíþróttamaður gerði nóg til að komast á ÓL í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2024 17:13 Erna Sóley Gunnarsdóttir var næsti því að vera með 32 efstu í sinni grein. Getty/Dean Mouhtaropoulos Eigi Ísland að eiga keppendur í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í París þá þarf Ísland að fá sérstakt boðsæti eða að einhverjar þjóðir að afþakki sæti sín vegna meiðsla eða annarra hluta. Árangur íslenska frjálsíþróttafólksins var ekki nógu góður til að fá farseðil á leikana í ár. Ísland hefur átt keppenda í frjálsum íþróttum á öllum Ólympíuleikum frá og með árinu 1912 og þetta yrðu því sögulegir Ólympíuleikar verði enginn Íslendingur meðal keppenda. Staðan er þessi vegna þess að enginn Íslendingur náði að vera nógu ofarlega á stigalista Alþjóða frjálsíþróttasambandsins til að fá beint sæti í keppni leikanna. Ríkissjónvarpið segir frá þessu á vef sínum. Fimm íslenskir kastarar áttu raunhæfa möguleika á því að enda meðal 32 efstu í sinni grein á stigalistanum en eftir að lokalistinn var uppfærður þá kom í ljós að ekkert þeirra náði því. Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir var efst Íslendinga en hún er í 34. sæti eftir Íslandsmetið sitt um síðustu helgi. Hún var því bara tveimur sætum frá Ólympíusætinu. Erna Sóley bætti eigið Íslandsmet með kasti upp á 17,91 metra. Sleggjukastarinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir endaði í 36. sæti, sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson í 37. sæti, spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson í 37. sæti og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason var í 38. sæti á listanum. Íslendingarnir voru því tveimur til sex sætum frá því að komast beint inn á leikana. Það er enn smá von um að sæti detti inn. Ólympíunefndir allra þjóða þurfa núna að samþykkja eða hafna sæti síns fólks inn á leikana. Von íslenska frjálsíþróttafólksins er því að einhverjir keppendur fyrir ofan þau á stigalistanum afþakki boðið vegna meiðsla eða annarra hluta. Það gæti einnig farið svo að Ísland fái boðsæti til að vera með að minnsta kosti einn keppenda á leikunum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Sjá meira
Árangur íslenska frjálsíþróttafólksins var ekki nógu góður til að fá farseðil á leikana í ár. Ísland hefur átt keppenda í frjálsum íþróttum á öllum Ólympíuleikum frá og með árinu 1912 og þetta yrðu því sögulegir Ólympíuleikar verði enginn Íslendingur meðal keppenda. Staðan er þessi vegna þess að enginn Íslendingur náði að vera nógu ofarlega á stigalista Alþjóða frjálsíþróttasambandsins til að fá beint sæti í keppni leikanna. Ríkissjónvarpið segir frá þessu á vef sínum. Fimm íslenskir kastarar áttu raunhæfa möguleika á því að enda meðal 32 efstu í sinni grein á stigalistanum en eftir að lokalistinn var uppfærður þá kom í ljós að ekkert þeirra náði því. Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir var efst Íslendinga en hún er í 34. sæti eftir Íslandsmetið sitt um síðustu helgi. Hún var því bara tveimur sætum frá Ólympíusætinu. Erna Sóley bætti eigið Íslandsmet með kasti upp á 17,91 metra. Sleggjukastarinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir endaði í 36. sæti, sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson í 37. sæti, spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson í 37. sæti og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason var í 38. sæti á listanum. Íslendingarnir voru því tveimur til sex sætum frá því að komast beint inn á leikana. Það er enn smá von um að sæti detti inn. Ólympíunefndir allra þjóða þurfa núna að samþykkja eða hafna sæti síns fólks inn á leikana. Von íslenska frjálsíþróttafólksins er því að einhverjir keppendur fyrir ofan þau á stigalistanum afþakki boðið vegna meiðsla eða annarra hluta. Það gæti einnig farið svo að Ísland fái boðsæti til að vera með að minnsta kosti einn keppenda á leikunum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Sjá meira