Opið bréf til Ásmundar Einars barnamálaráðherra Brynjar Bragi Einarsson skrifar 26. júní 2024 15:30 Ásmundur Einar Daðason, þú ert Mennta- og Barnamálaráðherra, þú ferð með yfirumsjón Mennta- og Barnamálaráðuneytisins og þú berð þar með ábyrgð á meginhlutverkum ráðuneytisins. Á vefsíðu stjórnarráðsins segir „Meginhlutverk mennta- og barnamálaráðuneytisins er að tryggja að menntun, aðbúnaður og réttindi barna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi.“ Það er því deginum ljósara að það ert þú sem berð ábyrgð á því að réttindi barna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi og það ert þú sem berð ábyrgð á því að Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna sé virtur þegar að kemur að ákvörðunum stjórnvalda. Nú hefur endanlega verið ákveðið að vísa Yazan, ellefu ára palestínskum dreng sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóminninn Duchenne, úr landi. Í síðustu viku vísaði kærunefnd útlendingamála máli hans frá og neitaði honum þar með endanlega um vernd hér á landi. Sú ákvörðun að vísa Yazan úr landi margbrýtur Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og yrði brottvísunin að veruleika væru Íslensk stjórnvöld að brjóta lög enda hefur Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna verið lögfestur á Íslandi síðan árið 2013. Í þriðju grein Barnasáttmálans segir að það skuli alltaf gera það sem barninu er fyrir bestu og það sé meðal annars hlutverk stjórnvalda að tryggja það að allar þær ákvarðanir sem varða börn séu teknar með þeirra hagsmuni að leiðarljósi. Það er ljóst að sú ákvörðun að vísa Yazan úr landi mun hafa verulega neikvæð áhrif á hans líf og mun hafa miklar og slæmar afleiðingar á heilsu hans og lífsgæði til frambúðar. Með því að brottvísa honum er mikil hætta á því að Yazan missi aðgang að þeirri lífsnauðsynlegu þjónustu sem hann fær hérlendis. Að sögn móður hans hrakar honum mjög hratt ef hann missir af einum tíma hjá sjúkraþjálfara eða lækni ef honum verður brottvísað missir hann líklegast alla slíka þjónustu í allt að 8-10 mánuði. Það er því augljóst að það að senda Yazan úr landi sé alls ekki honum fyrir bestu og því klárt brot á Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Í 23. grein Barnasáttmálans er fjallað um fötluð börn, þar segir að fötluð börn eigi rétt á því að lifa við aðstæður sem gera þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á og að það sé skylda stjórnvalda að fjarlægja hindranir svo að öll börn geti orðið sjálfstæð og tekið þátt í samfélaginu með virkum hætti. Hér á Íslandi hefur Yazan aðgang að þjónustu sem eykur hans lífsgæði, hér hefur hann aðgang að heilbrigðisþjónustu, hér gengur hann í skóla, hér hefur hann eignast vini, hér líður honum vel. Ef honum yrði brottvísað væri stjórnvöld að brjóta á hans réttindum og í stað þess að fjarlægja hindranir í hans lífi, eins og þeim ber skylda til, eru stjórnvöld í raun að bæta við hindrunum í hans líf. 22. grein Barnasáttmálans fjallar um börn á flótta, þar kemur fram að þau börn sem hafa þurft að flýja heimaland sitt eigi rétt á vernd og stuðningi við það að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýju landi. Er horft er til þessarar greinar er ljóst að Yazan á hér rétt á vernd, hann á rétt á því að stjórnvöld tryggi aðgang hans menntun, hann á rétt á því að stjórnvöld tryggi aðgang hans að heilbrigðisþjónustu, hann á rétt á öruggu og góðu lífi hér á Íslandi og það er skylda stjórnvalda að tryggja það að hér fái hann að nýta sér sín réttindi. Ég skora á þig, Ásmundur Einar, að beita þér af fullum þunga fyrir því að Yazan verði ekki brottvísað og tryggja þar með áframhaldandi aðgang hans að lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Það er þín skylda sem Barnamálaráðherra að tryggja það að réttindi barna séu virt á Íslandi og er það á þinni ábyrgð að sjá til þess að stjórnvöld virði Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og brjóti ekki á réttindum barna líkt og þessi ákvörðun gerir. Höfundur er formaður Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Réttindi barna Skóla- og menntamál Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, þú ert Mennta- og Barnamálaráðherra, þú ferð með yfirumsjón Mennta- og Barnamálaráðuneytisins og þú berð þar með ábyrgð á meginhlutverkum ráðuneytisins. Á vefsíðu stjórnarráðsins segir „Meginhlutverk mennta- og barnamálaráðuneytisins er að tryggja að menntun, aðbúnaður og réttindi barna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi.“ Það er því deginum ljósara að það ert þú sem berð ábyrgð á því að réttindi barna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi og það ert þú sem berð ábyrgð á því að Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna sé virtur þegar að kemur að ákvörðunum stjórnvalda. Nú hefur endanlega verið ákveðið að vísa Yazan, ellefu ára palestínskum dreng sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóminninn Duchenne, úr landi. Í síðustu viku vísaði kærunefnd útlendingamála máli hans frá og neitaði honum þar með endanlega um vernd hér á landi. Sú ákvörðun að vísa Yazan úr landi margbrýtur Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og yrði brottvísunin að veruleika væru Íslensk stjórnvöld að brjóta lög enda hefur Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna verið lögfestur á Íslandi síðan árið 2013. Í þriðju grein Barnasáttmálans segir að það skuli alltaf gera það sem barninu er fyrir bestu og það sé meðal annars hlutverk stjórnvalda að tryggja það að allar þær ákvarðanir sem varða börn séu teknar með þeirra hagsmuni að leiðarljósi. Það er ljóst að sú ákvörðun að vísa Yazan úr landi mun hafa verulega neikvæð áhrif á hans líf og mun hafa miklar og slæmar afleiðingar á heilsu hans og lífsgæði til frambúðar. Með því að brottvísa honum er mikil hætta á því að Yazan missi aðgang að þeirri lífsnauðsynlegu þjónustu sem hann fær hérlendis. Að sögn móður hans hrakar honum mjög hratt ef hann missir af einum tíma hjá sjúkraþjálfara eða lækni ef honum verður brottvísað missir hann líklegast alla slíka þjónustu í allt að 8-10 mánuði. Það er því augljóst að það að senda Yazan úr landi sé alls ekki honum fyrir bestu og því klárt brot á Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Í 23. grein Barnasáttmálans er fjallað um fötluð börn, þar segir að fötluð börn eigi rétt á því að lifa við aðstæður sem gera þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á og að það sé skylda stjórnvalda að fjarlægja hindranir svo að öll börn geti orðið sjálfstæð og tekið þátt í samfélaginu með virkum hætti. Hér á Íslandi hefur Yazan aðgang að þjónustu sem eykur hans lífsgæði, hér hefur hann aðgang að heilbrigðisþjónustu, hér gengur hann í skóla, hér hefur hann eignast vini, hér líður honum vel. Ef honum yrði brottvísað væri stjórnvöld að brjóta á hans réttindum og í stað þess að fjarlægja hindranir í hans lífi, eins og þeim ber skylda til, eru stjórnvöld í raun að bæta við hindrunum í hans líf. 22. grein Barnasáttmálans fjallar um börn á flótta, þar kemur fram að þau börn sem hafa þurft að flýja heimaland sitt eigi rétt á vernd og stuðningi við það að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýju landi. Er horft er til þessarar greinar er ljóst að Yazan á hér rétt á vernd, hann á rétt á því að stjórnvöld tryggi aðgang hans menntun, hann á rétt á því að stjórnvöld tryggi aðgang hans að heilbrigðisþjónustu, hann á rétt á öruggu og góðu lífi hér á Íslandi og það er skylda stjórnvalda að tryggja það að hér fái hann að nýta sér sín réttindi. Ég skora á þig, Ásmundur Einar, að beita þér af fullum þunga fyrir því að Yazan verði ekki brottvísað og tryggja þar með áframhaldandi aðgang hans að lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Það er þín skylda sem Barnamálaráðherra að tryggja það að réttindi barna séu virt á Íslandi og er það á þinni ábyrgð að sjá til þess að stjórnvöld virði Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og brjóti ekki á réttindum barna líkt og þessi ákvörðun gerir. Höfundur er formaður Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun