Opið bréf til Ásmundar Einars barnamálaráðherra Brynjar Bragi Einarsson skrifar 26. júní 2024 15:30 Ásmundur Einar Daðason, þú ert Mennta- og Barnamálaráðherra, þú ferð með yfirumsjón Mennta- og Barnamálaráðuneytisins og þú berð þar með ábyrgð á meginhlutverkum ráðuneytisins. Á vefsíðu stjórnarráðsins segir „Meginhlutverk mennta- og barnamálaráðuneytisins er að tryggja að menntun, aðbúnaður og réttindi barna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi.“ Það er því deginum ljósara að það ert þú sem berð ábyrgð á því að réttindi barna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi og það ert þú sem berð ábyrgð á því að Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna sé virtur þegar að kemur að ákvörðunum stjórnvalda. Nú hefur endanlega verið ákveðið að vísa Yazan, ellefu ára palestínskum dreng sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóminninn Duchenne, úr landi. Í síðustu viku vísaði kærunefnd útlendingamála máli hans frá og neitaði honum þar með endanlega um vernd hér á landi. Sú ákvörðun að vísa Yazan úr landi margbrýtur Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og yrði brottvísunin að veruleika væru Íslensk stjórnvöld að brjóta lög enda hefur Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna verið lögfestur á Íslandi síðan árið 2013. Í þriðju grein Barnasáttmálans segir að það skuli alltaf gera það sem barninu er fyrir bestu og það sé meðal annars hlutverk stjórnvalda að tryggja það að allar þær ákvarðanir sem varða börn séu teknar með þeirra hagsmuni að leiðarljósi. Það er ljóst að sú ákvörðun að vísa Yazan úr landi mun hafa verulega neikvæð áhrif á hans líf og mun hafa miklar og slæmar afleiðingar á heilsu hans og lífsgæði til frambúðar. Með því að brottvísa honum er mikil hætta á því að Yazan missi aðgang að þeirri lífsnauðsynlegu þjónustu sem hann fær hérlendis. Að sögn móður hans hrakar honum mjög hratt ef hann missir af einum tíma hjá sjúkraþjálfara eða lækni ef honum verður brottvísað missir hann líklegast alla slíka þjónustu í allt að 8-10 mánuði. Það er því augljóst að það að senda Yazan úr landi sé alls ekki honum fyrir bestu og því klárt brot á Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Í 23. grein Barnasáttmálans er fjallað um fötluð börn, þar segir að fötluð börn eigi rétt á því að lifa við aðstæður sem gera þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á og að það sé skylda stjórnvalda að fjarlægja hindranir svo að öll börn geti orðið sjálfstæð og tekið þátt í samfélaginu með virkum hætti. Hér á Íslandi hefur Yazan aðgang að þjónustu sem eykur hans lífsgæði, hér hefur hann aðgang að heilbrigðisþjónustu, hér gengur hann í skóla, hér hefur hann eignast vini, hér líður honum vel. Ef honum yrði brottvísað væri stjórnvöld að brjóta á hans réttindum og í stað þess að fjarlægja hindranir í hans lífi, eins og þeim ber skylda til, eru stjórnvöld í raun að bæta við hindrunum í hans líf. 22. grein Barnasáttmálans fjallar um börn á flótta, þar kemur fram að þau börn sem hafa þurft að flýja heimaland sitt eigi rétt á vernd og stuðningi við það að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýju landi. Er horft er til þessarar greinar er ljóst að Yazan á hér rétt á vernd, hann á rétt á því að stjórnvöld tryggi aðgang hans menntun, hann á rétt á því að stjórnvöld tryggi aðgang hans að heilbrigðisþjónustu, hann á rétt á öruggu og góðu lífi hér á Íslandi og það er skylda stjórnvalda að tryggja það að hér fái hann að nýta sér sín réttindi. Ég skora á þig, Ásmundur Einar, að beita þér af fullum þunga fyrir því að Yazan verði ekki brottvísað og tryggja þar með áframhaldandi aðgang hans að lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Það er þín skylda sem Barnamálaráðherra að tryggja það að réttindi barna séu virt á Íslandi og er það á þinni ábyrgð að sjá til þess að stjórnvöld virði Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og brjóti ekki á réttindum barna líkt og þessi ákvörðun gerir. Höfundur er formaður Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Réttindi barna Skóla- og menntamál Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, þú ert Mennta- og Barnamálaráðherra, þú ferð með yfirumsjón Mennta- og Barnamálaráðuneytisins og þú berð þar með ábyrgð á meginhlutverkum ráðuneytisins. Á vefsíðu stjórnarráðsins segir „Meginhlutverk mennta- og barnamálaráðuneytisins er að tryggja að menntun, aðbúnaður og réttindi barna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi.“ Það er því deginum ljósara að það ert þú sem berð ábyrgð á því að réttindi barna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi og það ert þú sem berð ábyrgð á því að Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna sé virtur þegar að kemur að ákvörðunum stjórnvalda. Nú hefur endanlega verið ákveðið að vísa Yazan, ellefu ára palestínskum dreng sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóminninn Duchenne, úr landi. Í síðustu viku vísaði kærunefnd útlendingamála máli hans frá og neitaði honum þar með endanlega um vernd hér á landi. Sú ákvörðun að vísa Yazan úr landi margbrýtur Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og yrði brottvísunin að veruleika væru Íslensk stjórnvöld að brjóta lög enda hefur Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna verið lögfestur á Íslandi síðan árið 2013. Í þriðju grein Barnasáttmálans segir að það skuli alltaf gera það sem barninu er fyrir bestu og það sé meðal annars hlutverk stjórnvalda að tryggja það að allar þær ákvarðanir sem varða börn séu teknar með þeirra hagsmuni að leiðarljósi. Það er ljóst að sú ákvörðun að vísa Yazan úr landi mun hafa verulega neikvæð áhrif á hans líf og mun hafa miklar og slæmar afleiðingar á heilsu hans og lífsgæði til frambúðar. Með því að brottvísa honum er mikil hætta á því að Yazan missi aðgang að þeirri lífsnauðsynlegu þjónustu sem hann fær hérlendis. Að sögn móður hans hrakar honum mjög hratt ef hann missir af einum tíma hjá sjúkraþjálfara eða lækni ef honum verður brottvísað missir hann líklegast alla slíka þjónustu í allt að 8-10 mánuði. Það er því augljóst að það að senda Yazan úr landi sé alls ekki honum fyrir bestu og því klárt brot á Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Í 23. grein Barnasáttmálans er fjallað um fötluð börn, þar segir að fötluð börn eigi rétt á því að lifa við aðstæður sem gera þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á og að það sé skylda stjórnvalda að fjarlægja hindranir svo að öll börn geti orðið sjálfstæð og tekið þátt í samfélaginu með virkum hætti. Hér á Íslandi hefur Yazan aðgang að þjónustu sem eykur hans lífsgæði, hér hefur hann aðgang að heilbrigðisþjónustu, hér gengur hann í skóla, hér hefur hann eignast vini, hér líður honum vel. Ef honum yrði brottvísað væri stjórnvöld að brjóta á hans réttindum og í stað þess að fjarlægja hindranir í hans lífi, eins og þeim ber skylda til, eru stjórnvöld í raun að bæta við hindrunum í hans líf. 22. grein Barnasáttmálans fjallar um börn á flótta, þar kemur fram að þau börn sem hafa þurft að flýja heimaland sitt eigi rétt á vernd og stuðningi við það að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýju landi. Er horft er til þessarar greinar er ljóst að Yazan á hér rétt á vernd, hann á rétt á því að stjórnvöld tryggi aðgang hans menntun, hann á rétt á því að stjórnvöld tryggi aðgang hans að heilbrigðisþjónustu, hann á rétt á öruggu og góðu lífi hér á Íslandi og það er skylda stjórnvalda að tryggja það að hér fái hann að nýta sér sín réttindi. Ég skora á þig, Ásmundur Einar, að beita þér af fullum þunga fyrir því að Yazan verði ekki brottvísað og tryggja þar með áframhaldandi aðgang hans að lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Það er þín skylda sem Barnamálaráðherra að tryggja það að réttindi barna séu virt á Íslandi og er það á þinni ábyrgð að sjá til þess að stjórnvöld virði Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og brjóti ekki á réttindum barna líkt og þessi ákvörðun gerir. Höfundur er formaður Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun