Margir feitir bitar með lausa samninga Siggeir Ævarsson skrifar 22. júní 2024 23:30 Tyrese Maxey gæti orðið eftirsóttur í sumar vísir/Getty Framundan gæti verið töluvert fjör á leikmannamarkaði NBA-deildarinnar en fjölmargir öflugir leikmenn eru með lausa samninga. Samningar margra þeirra eru þó ekki laflausir en þann 30. júní næstkomandi mega lið semja við nýja leikmenn. Markaðurinn er kvikur og margt sem getur breyst á stuttum tíma, en vefsíðan HoopsHype hefur tekið saman lista yfir þá leikmenn sem ritstjórn miðilsins telur vera feitustu bitana á markaðnum. Hér á eftir eru fimm efstu nöfnin á þeirra blaði. 1. Tyrese Maxey Leikstjórnandi 76ers, Tyrese Maxey, er efstur á blaði að mati HoopsHype. Hinn 23 ára Maxey átti frábært tímabil í vetur, skoraði tæp 26 stig í leik og gaf rúmar sex stoðsendingar. Maxey er með svokallað „qualifying offer“ frá 76ers fyrir næsta tímabil sem liðið hefur þegar boðið honum, 8.486.620 dollara í árslaun. Maxey gæti þó sennilega samið um töluvert hærri laun og lengri samning. 2. Paul George George er kominn af léttasta skeiði, orðinn 34 ára, en spilaði þó 74 leiki með Clippers í vetur og skilaði rúmlega 22 stigum að meðaltali og fimm fráköstum. Þá er hann mjög stöðug skytta og skaut 41,3 prósent fyrir utan í vetur. George var með laufléttar 45,6 milljónir í laun í vetur og er með svokallað „player option“ í sínum samningi fyrir næsta tímabil. Kjósi hann að framlengja samninginn um eitt ár fær hann 48,7 milljónir í laun. Hann er þó sagður vilja framlengja til fjögurra ára og Clippers hafa ekki boðið honum slíka framlengingu. Hefur hann m.a. verið orðaður við 76ers 3. LeBron James Er LeBron James yfirhöfuð á leið á leikmannamarkaðinn? James, sem verður fertugur 30. desember, hefur leikið með Lakers síðan 2018 og er með „player option“ fyrir næsta tímabil sem myndi tryggja honum 51,4 milljónir í árslaun. Hann er þó talinn líklegur til að afþakka þá framlengingu en að sama skapi talinn líklegur til að semja aftur við Lakers. Ef hann afþakkar auka árið gerist tvennt. Hann getur vissulega samið við hvaða lið sem ef honum dettur í hug en ef hann gerir nýjan samning við Lakers getur hann sett inn nýtt ákvæði sem meinar liðinu að skipta honum í annað lið. Ákveði James að fara þessa leið mun hann lækka örlítið í launum en ætti þó ekki að vera á flæðiskeri staddur en hann hefur þénað tæplega hálfan milljarð dollara á ferli sínum í NBA. 4. OG Anunoby Næstur á lista HoopsHype er OG Anunoby, leikmaður New York Knicks. Hann er með „player option“ fyrir næsta tímabil með laun upp á tæpar 20 milljónir en allt hvísl bendir til þess að hann muni afþakka þann valmöguleika og gera nýjan langtímasamning við Knicks. Nema auðvitað að eitthvað annað lið stökkvi inn og bjóði framherjanum breska svimandi háar upphæðir en Anunoby skoraði tæp 15 stig í leik í vetur og tók fjögur fráköst. 5. James Harden Harden er í raun eini leikmaðurinn á þessum lista sem er laus allra mála og getur samið við hvaða lið sem er án nokkurra kvaða. Harden, sem verður 35 ára í ágúst, hefur hoppað nokkuð reglulega á milli liða síðan hann yfirgaf Houston Rockets haustið 2020 og er sennilega ekki jafn eftirsóttur og oft áður. Clippers þurftu að leggja ýmislegt á sig til að landa Harden fyrir tímabilið og eru mestar líkur taldar á að hann verði áfram í herbúðum þeirra. Hann þénaði 35,6 milljónir í vetur og eru ágætis líkur á að hann semji að lokum um eitthvað svipað, eða um 70 milljónir til tveggja ára. Körfubolti NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Markaðurinn er kvikur og margt sem getur breyst á stuttum tíma, en vefsíðan HoopsHype hefur tekið saman lista yfir þá leikmenn sem ritstjórn miðilsins telur vera feitustu bitana á markaðnum. Hér á eftir eru fimm efstu nöfnin á þeirra blaði. 1. Tyrese Maxey Leikstjórnandi 76ers, Tyrese Maxey, er efstur á blaði að mati HoopsHype. Hinn 23 ára Maxey átti frábært tímabil í vetur, skoraði tæp 26 stig í leik og gaf rúmar sex stoðsendingar. Maxey er með svokallað „qualifying offer“ frá 76ers fyrir næsta tímabil sem liðið hefur þegar boðið honum, 8.486.620 dollara í árslaun. Maxey gæti þó sennilega samið um töluvert hærri laun og lengri samning. 2. Paul George George er kominn af léttasta skeiði, orðinn 34 ára, en spilaði þó 74 leiki með Clippers í vetur og skilaði rúmlega 22 stigum að meðaltali og fimm fráköstum. Þá er hann mjög stöðug skytta og skaut 41,3 prósent fyrir utan í vetur. George var með laufléttar 45,6 milljónir í laun í vetur og er með svokallað „player option“ í sínum samningi fyrir næsta tímabil. Kjósi hann að framlengja samninginn um eitt ár fær hann 48,7 milljónir í laun. Hann er þó sagður vilja framlengja til fjögurra ára og Clippers hafa ekki boðið honum slíka framlengingu. Hefur hann m.a. verið orðaður við 76ers 3. LeBron James Er LeBron James yfirhöfuð á leið á leikmannamarkaðinn? James, sem verður fertugur 30. desember, hefur leikið með Lakers síðan 2018 og er með „player option“ fyrir næsta tímabil sem myndi tryggja honum 51,4 milljónir í árslaun. Hann er þó talinn líklegur til að afþakka þá framlengingu en að sama skapi talinn líklegur til að semja aftur við Lakers. Ef hann afþakkar auka árið gerist tvennt. Hann getur vissulega samið við hvaða lið sem ef honum dettur í hug en ef hann gerir nýjan samning við Lakers getur hann sett inn nýtt ákvæði sem meinar liðinu að skipta honum í annað lið. Ákveði James að fara þessa leið mun hann lækka örlítið í launum en ætti þó ekki að vera á flæðiskeri staddur en hann hefur þénað tæplega hálfan milljarð dollara á ferli sínum í NBA. 4. OG Anunoby Næstur á lista HoopsHype er OG Anunoby, leikmaður New York Knicks. Hann er með „player option“ fyrir næsta tímabil með laun upp á tæpar 20 milljónir en allt hvísl bendir til þess að hann muni afþakka þann valmöguleika og gera nýjan langtímasamning við Knicks. Nema auðvitað að eitthvað annað lið stökkvi inn og bjóði framherjanum breska svimandi háar upphæðir en Anunoby skoraði tæp 15 stig í leik í vetur og tók fjögur fráköst. 5. James Harden Harden er í raun eini leikmaðurinn á þessum lista sem er laus allra mála og getur samið við hvaða lið sem er án nokkurra kvaða. Harden, sem verður 35 ára í ágúst, hefur hoppað nokkuð reglulega á milli liða síðan hann yfirgaf Houston Rockets haustið 2020 og er sennilega ekki jafn eftirsóttur og oft áður. Clippers þurftu að leggja ýmislegt á sig til að landa Harden fyrir tímabilið og eru mestar líkur taldar á að hann verði áfram í herbúðum þeirra. Hann þénaði 35,6 milljónir í vetur og eru ágætis líkur á að hann semji að lokum um eitthvað svipað, eða um 70 milljónir til tveggja ára.
Körfubolti NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira