Margir feitir bitar með lausa samninga Siggeir Ævarsson skrifar 22. júní 2024 23:30 Tyrese Maxey gæti orðið eftirsóttur í sumar vísir/Getty Framundan gæti verið töluvert fjör á leikmannamarkaði NBA-deildarinnar en fjölmargir öflugir leikmenn eru með lausa samninga. Samningar margra þeirra eru þó ekki laflausir en þann 30. júní næstkomandi mega lið semja við nýja leikmenn. Markaðurinn er kvikur og margt sem getur breyst á stuttum tíma, en vefsíðan HoopsHype hefur tekið saman lista yfir þá leikmenn sem ritstjórn miðilsins telur vera feitustu bitana á markaðnum. Hér á eftir eru fimm efstu nöfnin á þeirra blaði. 1. Tyrese Maxey Leikstjórnandi 76ers, Tyrese Maxey, er efstur á blaði að mati HoopsHype. Hinn 23 ára Maxey átti frábært tímabil í vetur, skoraði tæp 26 stig í leik og gaf rúmar sex stoðsendingar. Maxey er með svokallað „qualifying offer“ frá 76ers fyrir næsta tímabil sem liðið hefur þegar boðið honum, 8.486.620 dollara í árslaun. Maxey gæti þó sennilega samið um töluvert hærri laun og lengri samning. 2. Paul George George er kominn af léttasta skeiði, orðinn 34 ára, en spilaði þó 74 leiki með Clippers í vetur og skilaði rúmlega 22 stigum að meðaltali og fimm fráköstum. Þá er hann mjög stöðug skytta og skaut 41,3 prósent fyrir utan í vetur. George var með laufléttar 45,6 milljónir í laun í vetur og er með svokallað „player option“ í sínum samningi fyrir næsta tímabil. Kjósi hann að framlengja samninginn um eitt ár fær hann 48,7 milljónir í laun. Hann er þó sagður vilja framlengja til fjögurra ára og Clippers hafa ekki boðið honum slíka framlengingu. Hefur hann m.a. verið orðaður við 76ers 3. LeBron James Er LeBron James yfirhöfuð á leið á leikmannamarkaðinn? James, sem verður fertugur 30. desember, hefur leikið með Lakers síðan 2018 og er með „player option“ fyrir næsta tímabil sem myndi tryggja honum 51,4 milljónir í árslaun. Hann er þó talinn líklegur til að afþakka þá framlengingu en að sama skapi talinn líklegur til að semja aftur við Lakers. Ef hann afþakkar auka árið gerist tvennt. Hann getur vissulega samið við hvaða lið sem ef honum dettur í hug en ef hann gerir nýjan samning við Lakers getur hann sett inn nýtt ákvæði sem meinar liðinu að skipta honum í annað lið. Ákveði James að fara þessa leið mun hann lækka örlítið í launum en ætti þó ekki að vera á flæðiskeri staddur en hann hefur þénað tæplega hálfan milljarð dollara á ferli sínum í NBA. 4. OG Anunoby Næstur á lista HoopsHype er OG Anunoby, leikmaður New York Knicks. Hann er með „player option“ fyrir næsta tímabil með laun upp á tæpar 20 milljónir en allt hvísl bendir til þess að hann muni afþakka þann valmöguleika og gera nýjan langtímasamning við Knicks. Nema auðvitað að eitthvað annað lið stökkvi inn og bjóði framherjanum breska svimandi háar upphæðir en Anunoby skoraði tæp 15 stig í leik í vetur og tók fjögur fráköst. 5. James Harden Harden er í raun eini leikmaðurinn á þessum lista sem er laus allra mála og getur samið við hvaða lið sem er án nokkurra kvaða. Harden, sem verður 35 ára í ágúst, hefur hoppað nokkuð reglulega á milli liða síðan hann yfirgaf Houston Rockets haustið 2020 og er sennilega ekki jafn eftirsóttur og oft áður. Clippers þurftu að leggja ýmislegt á sig til að landa Harden fyrir tímabilið og eru mestar líkur taldar á að hann verði áfram í herbúðum þeirra. Hann þénaði 35,6 milljónir í vetur og eru ágætis líkur á að hann semji að lokum um eitthvað svipað, eða um 70 milljónir til tveggja ára. Körfubolti NBA Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Markaðurinn er kvikur og margt sem getur breyst á stuttum tíma, en vefsíðan HoopsHype hefur tekið saman lista yfir þá leikmenn sem ritstjórn miðilsins telur vera feitustu bitana á markaðnum. Hér á eftir eru fimm efstu nöfnin á þeirra blaði. 1. Tyrese Maxey Leikstjórnandi 76ers, Tyrese Maxey, er efstur á blaði að mati HoopsHype. Hinn 23 ára Maxey átti frábært tímabil í vetur, skoraði tæp 26 stig í leik og gaf rúmar sex stoðsendingar. Maxey er með svokallað „qualifying offer“ frá 76ers fyrir næsta tímabil sem liðið hefur þegar boðið honum, 8.486.620 dollara í árslaun. Maxey gæti þó sennilega samið um töluvert hærri laun og lengri samning. 2. Paul George George er kominn af léttasta skeiði, orðinn 34 ára, en spilaði þó 74 leiki með Clippers í vetur og skilaði rúmlega 22 stigum að meðaltali og fimm fráköstum. Þá er hann mjög stöðug skytta og skaut 41,3 prósent fyrir utan í vetur. George var með laufléttar 45,6 milljónir í laun í vetur og er með svokallað „player option“ í sínum samningi fyrir næsta tímabil. Kjósi hann að framlengja samninginn um eitt ár fær hann 48,7 milljónir í laun. Hann er þó sagður vilja framlengja til fjögurra ára og Clippers hafa ekki boðið honum slíka framlengingu. Hefur hann m.a. verið orðaður við 76ers 3. LeBron James Er LeBron James yfirhöfuð á leið á leikmannamarkaðinn? James, sem verður fertugur 30. desember, hefur leikið með Lakers síðan 2018 og er með „player option“ fyrir næsta tímabil sem myndi tryggja honum 51,4 milljónir í árslaun. Hann er þó talinn líklegur til að afþakka þá framlengingu en að sama skapi talinn líklegur til að semja aftur við Lakers. Ef hann afþakkar auka árið gerist tvennt. Hann getur vissulega samið við hvaða lið sem ef honum dettur í hug en ef hann gerir nýjan samning við Lakers getur hann sett inn nýtt ákvæði sem meinar liðinu að skipta honum í annað lið. Ákveði James að fara þessa leið mun hann lækka örlítið í launum en ætti þó ekki að vera á flæðiskeri staddur en hann hefur þénað tæplega hálfan milljarð dollara á ferli sínum í NBA. 4. OG Anunoby Næstur á lista HoopsHype er OG Anunoby, leikmaður New York Knicks. Hann er með „player option“ fyrir næsta tímabil með laun upp á tæpar 20 milljónir en allt hvísl bendir til þess að hann muni afþakka þann valmöguleika og gera nýjan langtímasamning við Knicks. Nema auðvitað að eitthvað annað lið stökkvi inn og bjóði framherjanum breska svimandi háar upphæðir en Anunoby skoraði tæp 15 stig í leik í vetur og tók fjögur fráköst. 5. James Harden Harden er í raun eini leikmaðurinn á þessum lista sem er laus allra mála og getur samið við hvaða lið sem er án nokkurra kvaða. Harden, sem verður 35 ára í ágúst, hefur hoppað nokkuð reglulega á milli liða síðan hann yfirgaf Houston Rockets haustið 2020 og er sennilega ekki jafn eftirsóttur og oft áður. Clippers þurftu að leggja ýmislegt á sig til að landa Harden fyrir tímabilið og eru mestar líkur taldar á að hann verði áfram í herbúðum þeirra. Hann þénaði 35,6 milljónir í vetur og eru ágætis líkur á að hann semji að lokum um eitthvað svipað, eða um 70 milljónir til tveggja ára.
Körfubolti NBA Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins