Blæs á sögusagnir um að McGregor sé að gera sér upp meiðslin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. júní 2024 15:01 Dana White segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Conor McGregor hafi hætt við bardaga til að koma sér í betri samningsstöðu. Jeff Bottari/Zuffa LLC Dana White, forseti UFC-sambandsins, segir ekkert til í þeim orðrómi um það að írski bardagakappinn Conor McGregor hafi hætt við bardaga sinn við Michael Chandler vegna samningsstöðu sinnar við UFC. McGregor og Chandler áttu að mætast þann 29. júní næstkomandi, en stuttu áður en blaðamannafundur bardagakappanna átti að fara fram sendi UFC-sambandið frá sér yfirlýsingu þess efnis að svo yrði ekki. Hinn 35 ára gamli McGregor dró sig svo úr bardaganum í kjölfarið vegna meiðsla og því verður ekkert af endurkomu hans í búrið. Ekki í bili að minnsta kosti. Mikil spenna ríkti fyrir endurkomu McGregor, en hann hefur ekki barist síðan hann fótbrotnaði í bardaga gegn Dustin Poirier árið 2021. Strax fóru sögur á kreik um að meiðsli hefðu sett strik í reikninginn, sem McGregor staðfesti svo sjálfur. Þó er ekki vitað hversu alvarleg meiðslin eru. Þá fóru einnig sögur á kreik um að ástæða þess að McGregor hafi hætt við bardagann hafi verið vegna þess að þessa dagana er Írinn í viðræðum við UFC-sambandið um nýjan samning. Núverandi samningur hans er að nálgast endalok sín, en Dana White hefur nú blásið á þær sögusagnir. „Conor McGregor, kannski mun hann berjast aftur og kannski ekki,“ sagði White. „Maður veit aldrei með stráka á þessu stigi. Maður veit aldrei hvenær maður fær að sjá þá berjast aftur.“ „McGregor myndi aldrei skipuleggja bardaga til að geta reynt að ná fram samningum eða til að fá meiri pening,“ bætti White við. „Conor McGregor er meiddur núna. Það er alveg klárt. Hann hefur aldrei gert neitt slíkt.“ MMA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
McGregor og Chandler áttu að mætast þann 29. júní næstkomandi, en stuttu áður en blaðamannafundur bardagakappanna átti að fara fram sendi UFC-sambandið frá sér yfirlýsingu þess efnis að svo yrði ekki. Hinn 35 ára gamli McGregor dró sig svo úr bardaganum í kjölfarið vegna meiðsla og því verður ekkert af endurkomu hans í búrið. Ekki í bili að minnsta kosti. Mikil spenna ríkti fyrir endurkomu McGregor, en hann hefur ekki barist síðan hann fótbrotnaði í bardaga gegn Dustin Poirier árið 2021. Strax fóru sögur á kreik um að meiðsli hefðu sett strik í reikninginn, sem McGregor staðfesti svo sjálfur. Þó er ekki vitað hversu alvarleg meiðslin eru. Þá fóru einnig sögur á kreik um að ástæða þess að McGregor hafi hætt við bardagann hafi verið vegna þess að þessa dagana er Írinn í viðræðum við UFC-sambandið um nýjan samning. Núverandi samningur hans er að nálgast endalok sín, en Dana White hefur nú blásið á þær sögusagnir. „Conor McGregor, kannski mun hann berjast aftur og kannski ekki,“ sagði White. „Maður veit aldrei með stráka á þessu stigi. Maður veit aldrei hvenær maður fær að sjá þá berjast aftur.“ „McGregor myndi aldrei skipuleggja bardaga til að geta reynt að ná fram samningum eða til að fá meiri pening,“ bætti White við. „Conor McGregor er meiddur núna. Það er alveg klárt. Hann hefur aldrei gert neitt slíkt.“
MMA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira