Áfengi er engin venjuleg söluvara á frjálsum markaði Kristján G. Guðmundsson skrifar 6. júní 2024 10:31 Frá aldaöðli hefur það verið talið hlutverk ríkisvaldsins að vernda borgarana frá skaða. Er það almennt talinn vera grunnur þjóðfélagssáttmálans. Þannig er haft eftir Rómverjanum Marcus Tullius Cicero; Velferð og öryggi borgaranna eru hin æðstu lög.* (1) Haft er eftir breska forsætisráðherranum og íhaldsmanninum Disraeli; Að vernda heilsu borgaranna er æðsta skylda stjórnmálamanna. (2) Þessi bakgrunnur kemur upp í hugann þegar rætt er um sölu og auglýsingar áfengis. En áfengi er eitt eitraðasta efni sem selt er á frjálsum markaði. (3) Það hefur skelfileg áhrif á líf og heilsu manna. (4) Efnið veldur á heimsvísu yfir 7 % allra ótímabærra dauðsfalla. Um er að ræða um 3 milljónir mannslífa á ári. Þar af eru ótímabær andlát kvenna um sjöhundruð þúsund. Töpuð ár við góða heilsu er um 132 milljónir mannára (DALY). Í alþjóðlegu samhengi stendur Evrópa illa og veldur áfengi tíunda hverju ótímabæru andláti í álfunni. Þriðjungur er vegna slysa, fimmtungur vegna meltingarfærasjúkdóma, annar fimmtungur vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Enn er höggvið í sama knérunn og áfengi veldur áttunda hverju dauðsfalli ungmenna á þrítugsaldri, eða 13 %. Ofbeldið sem fylgir áfengi þekkja flestir og fimmti hver karlmaður hefur orðið fyrir ofbeldi eða hótun um ofbeldi af drukknu fólki. (4) Efnið er einnig krabbameinsvaldandi. (5) Það er hafið yfir vafa að það veldur vélinda-, lifrar-, brjósta-, ristil-, munnhols- og barkakrabbameinum. Þessi áhætta kemur strax fram við litla skammta. Það er þekkt að áfengi skemmir DNA strengi í frumum líkamans. Þannig veldur áfengi 5,5 % allra krabbameina hjá körlum og 2.3% hjá konum, eða 26 andlátum á ári á Íslandi.(4) Miðað við lifun eftir meðferð á greindum krabbameinum má áætla að það valdi meira en einu nýgreindu krabbameini í viku hverri hér á landi. En hvað er til ráða? Á ekki bara að láta hina frjálsu hönd markaðarins leysa málið og leyfa hverjum sem vill að brugga, selja, og auglýsa áfengi. Og trúa að því meira framboð, því minna og hóflegar sé drukkið. Enda er það hin sanna vínmenning sem þjóðin hefur beðið svo lengi eftir. Svarið er ekki svo augljóst í samfélagi manna. Um geðbreytandi efni er að ræða sem er vafið í menningu okkar og siði, þar með talið trúarbrögð. En það er ávanabindandi, og hefur auðveldlega áhrif á dómgreind okkar. Við erum almennt sammála um að drykkja barna sé varla æskileg, en þar er jú möguleiki á aðkomu markaðarins, ef glöggt er skoðað. Margoft hefur verið reynt að bragðbæta vín þannig að þessi hluti markaðarins taki vel við sér. Auglýsingum er beint til þessa hóps, bæði beint og með óbeinum hætti, frá kvikmyndum, áhrifavöldum og samfélagsmiðlum. Sem dæmi þá birtist varla mynd af frægu glæsilegu fólki án þess að vínglas sé nærri. En hvað með ófædd börn? Vínandi er fósturskemmandi, hver ver þau skaða ? Það ætti að vera sjálfsagður réttur barna, verðandi mæðra og einstaklinga með áfengisfíkn að geta verslað nauðþurftir í matvörubúð án þess að þurfa að hafa áfengi fyrir augunum. Áhrif áfengis á samfélagið er um margt dulin. Við þekkjum öll einstaklinga sem hafa drukkið meira en góðu hófi gegnir og aldrei notið hæfileika sinna sem skyldi vegna drykkju. Í starfi mínu sem læknir líður varla sá dagur að ekki komi fram hjá sjúklingum mínum að þeir hafi alist upp við drykkju annars eða beggja foreldra og afleiðingar skilið eftir spor sem hafa haft áhrif á allt þeirra líf. Mótað persónuleika þeirra, oft með einkennum meðvirkni, kvíða, og skertri starfsgetu til frambúðar. Þá sinni ég einnig svokölluðu hófdrykkju fólki, sem drekkur einn bjór eða tvo daglega og kannski aðeins meira um helgar, glas af freyðivíni þennan daginn, sherry hinn daginn. Þessir einstaklingar veikjast iðulega á geði vegna áfengis. Oft með lamandi þunglyndi og kvíða. Ekki er um áfengisfíkn að ræða, en langvarandi áhrif á boðefni heilans og tilfinningastöðvar. Þegar farið er yfir málin, og viðkomandi hættir þessu sulli, lagast einkennin oft með því að sleppa áfengi í nokkra mánuði. Afleiddur kostnaður af áfengisneyslu á Íslandi er talinn vera um eitt hundrað milljarðar króna. Eins lítra aukning á drykkju af hreinum vínanda á ári á hvern mann er talinn auka þennan kostnað um 15 milljarða. (6) Hvað er til ráða við að dempa hin skelfilegu áhrif áfengis á lýðheilsu ? Er takmarkaður sölutími, auglýsingabann og skattur á áfengi til að stýra neyslu, hugverk stjórnlyndra afla sem eru að abbast upp á frelsið ? Reynsla þjóða, byggð á þeim sársauka og dauða, sem áfengi veldur, hefur dregið fram leiðir sem hægt er að styðjast við þegar takmarka á skaða áfengis á samfélög manna. (3,4) Meðal þeirra leiða sem WHO eða Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna mælir með er að hærra verð á áfengi dregur úr neyslu, styttri sölutími dregur úr heildarneyslu, færri útsölustaðir draga úr neyslu, auglýsingabann dregur úr neyslu, einkasala ríkisins á áfengi dregur úr neyslu. Hér á landi hefur íslenska ríkið eða öllu heldur almenningur, haft einkarétt á sölu áfengis eins og tíðkast á nokkrum Norðurlandanna, en einbeittur pólitískur vilji er til að breyta þessu og færa hagnaðinn af sölunni frá almenningi til markaðsafla. Með sölu í matvöruverslunum og í netsölu. Og sölu allan sólarhringinn og alla daga vikunnar. Þannig selur Costco áfengi og nú ætla Hagar einnig að feta þá slóð. Athyglisvert er að Hagar eru að miklu leyti í eigu lífeyrissjóða sem greiða lífeyri, heilsulausu fólki vegna áfengisneyslu. Raunar ætti að merkja allt áfengi sem hættulega vöru, fósturskemmandi og krabbameinsvaldandi. Í samantekt, höldum markaðsöflum frá sölu áfengis. Stefnum að minnkandi neyslu sem samfélag, til dæmis með 10 -20 % minnkun á sölu á áratug. Þrengjum sölutíma, höldum áfram auglýsingabanni, meðal annars á samfélagsmiðlum. Stöðvum netsölu. Setjum varúðarmiða á umbúðir þessa krabbameinsvaldandi efnis. Aukum fræðslu, meðal annars fræðslu í skólum. Auglýsum í almannarými skaðsemi áfengis. Aukum meðferð við áfengisfíkn. *( salus, populi, suprema lex esto). Höfundur er Dr. Med og formaður lýðheilsuráðs Læknafélags Íslands. Heimildir 1) C.W. Keyes, Cicero: de re Publica, de Legibua (New York: G.P. Putnam’s Sons 2) JA. Tobey, Public Health Law: a Manual of Lawfir Sanitariana (Baltimore: The Williams & Wilkins Co). 3) Thomas F. Babor, Sally Casswell, et al. | Alcohol: No Ordinary Commodity: Research and public policy Feb 28, 2023 4 ) Global status report on alcohol and health 2018. World Health Organization, 2019. 5) Jürgen Rehm et al. Alcohol Use and Cancer in the European Union: Eur Addict Res (2021) 27 (1): 1–8. 6) Stella Einarsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir. Samfélagslegur kostnaður vegna áfengisneyslu: HÍ 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Frá aldaöðli hefur það verið talið hlutverk ríkisvaldsins að vernda borgarana frá skaða. Er það almennt talinn vera grunnur þjóðfélagssáttmálans. Þannig er haft eftir Rómverjanum Marcus Tullius Cicero; Velferð og öryggi borgaranna eru hin æðstu lög.* (1) Haft er eftir breska forsætisráðherranum og íhaldsmanninum Disraeli; Að vernda heilsu borgaranna er æðsta skylda stjórnmálamanna. (2) Þessi bakgrunnur kemur upp í hugann þegar rætt er um sölu og auglýsingar áfengis. En áfengi er eitt eitraðasta efni sem selt er á frjálsum markaði. (3) Það hefur skelfileg áhrif á líf og heilsu manna. (4) Efnið veldur á heimsvísu yfir 7 % allra ótímabærra dauðsfalla. Um er að ræða um 3 milljónir mannslífa á ári. Þar af eru ótímabær andlát kvenna um sjöhundruð þúsund. Töpuð ár við góða heilsu er um 132 milljónir mannára (DALY). Í alþjóðlegu samhengi stendur Evrópa illa og veldur áfengi tíunda hverju ótímabæru andláti í álfunni. Þriðjungur er vegna slysa, fimmtungur vegna meltingarfærasjúkdóma, annar fimmtungur vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Enn er höggvið í sama knérunn og áfengi veldur áttunda hverju dauðsfalli ungmenna á þrítugsaldri, eða 13 %. Ofbeldið sem fylgir áfengi þekkja flestir og fimmti hver karlmaður hefur orðið fyrir ofbeldi eða hótun um ofbeldi af drukknu fólki. (4) Efnið er einnig krabbameinsvaldandi. (5) Það er hafið yfir vafa að það veldur vélinda-, lifrar-, brjósta-, ristil-, munnhols- og barkakrabbameinum. Þessi áhætta kemur strax fram við litla skammta. Það er þekkt að áfengi skemmir DNA strengi í frumum líkamans. Þannig veldur áfengi 5,5 % allra krabbameina hjá körlum og 2.3% hjá konum, eða 26 andlátum á ári á Íslandi.(4) Miðað við lifun eftir meðferð á greindum krabbameinum má áætla að það valdi meira en einu nýgreindu krabbameini í viku hverri hér á landi. En hvað er til ráða? Á ekki bara að láta hina frjálsu hönd markaðarins leysa málið og leyfa hverjum sem vill að brugga, selja, og auglýsa áfengi. Og trúa að því meira framboð, því minna og hóflegar sé drukkið. Enda er það hin sanna vínmenning sem þjóðin hefur beðið svo lengi eftir. Svarið er ekki svo augljóst í samfélagi manna. Um geðbreytandi efni er að ræða sem er vafið í menningu okkar og siði, þar með talið trúarbrögð. En það er ávanabindandi, og hefur auðveldlega áhrif á dómgreind okkar. Við erum almennt sammála um að drykkja barna sé varla æskileg, en þar er jú möguleiki á aðkomu markaðarins, ef glöggt er skoðað. Margoft hefur verið reynt að bragðbæta vín þannig að þessi hluti markaðarins taki vel við sér. Auglýsingum er beint til þessa hóps, bæði beint og með óbeinum hætti, frá kvikmyndum, áhrifavöldum og samfélagsmiðlum. Sem dæmi þá birtist varla mynd af frægu glæsilegu fólki án þess að vínglas sé nærri. En hvað með ófædd börn? Vínandi er fósturskemmandi, hver ver þau skaða ? Það ætti að vera sjálfsagður réttur barna, verðandi mæðra og einstaklinga með áfengisfíkn að geta verslað nauðþurftir í matvörubúð án þess að þurfa að hafa áfengi fyrir augunum. Áhrif áfengis á samfélagið er um margt dulin. Við þekkjum öll einstaklinga sem hafa drukkið meira en góðu hófi gegnir og aldrei notið hæfileika sinna sem skyldi vegna drykkju. Í starfi mínu sem læknir líður varla sá dagur að ekki komi fram hjá sjúklingum mínum að þeir hafi alist upp við drykkju annars eða beggja foreldra og afleiðingar skilið eftir spor sem hafa haft áhrif á allt þeirra líf. Mótað persónuleika þeirra, oft með einkennum meðvirkni, kvíða, og skertri starfsgetu til frambúðar. Þá sinni ég einnig svokölluðu hófdrykkju fólki, sem drekkur einn bjór eða tvo daglega og kannski aðeins meira um helgar, glas af freyðivíni þennan daginn, sherry hinn daginn. Þessir einstaklingar veikjast iðulega á geði vegna áfengis. Oft með lamandi þunglyndi og kvíða. Ekki er um áfengisfíkn að ræða, en langvarandi áhrif á boðefni heilans og tilfinningastöðvar. Þegar farið er yfir málin, og viðkomandi hættir þessu sulli, lagast einkennin oft með því að sleppa áfengi í nokkra mánuði. Afleiddur kostnaður af áfengisneyslu á Íslandi er talinn vera um eitt hundrað milljarðar króna. Eins lítra aukning á drykkju af hreinum vínanda á ári á hvern mann er talinn auka þennan kostnað um 15 milljarða. (6) Hvað er til ráða við að dempa hin skelfilegu áhrif áfengis á lýðheilsu ? Er takmarkaður sölutími, auglýsingabann og skattur á áfengi til að stýra neyslu, hugverk stjórnlyndra afla sem eru að abbast upp á frelsið ? Reynsla þjóða, byggð á þeim sársauka og dauða, sem áfengi veldur, hefur dregið fram leiðir sem hægt er að styðjast við þegar takmarka á skaða áfengis á samfélög manna. (3,4) Meðal þeirra leiða sem WHO eða Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna mælir með er að hærra verð á áfengi dregur úr neyslu, styttri sölutími dregur úr heildarneyslu, færri útsölustaðir draga úr neyslu, auglýsingabann dregur úr neyslu, einkasala ríkisins á áfengi dregur úr neyslu. Hér á landi hefur íslenska ríkið eða öllu heldur almenningur, haft einkarétt á sölu áfengis eins og tíðkast á nokkrum Norðurlandanna, en einbeittur pólitískur vilji er til að breyta þessu og færa hagnaðinn af sölunni frá almenningi til markaðsafla. Með sölu í matvöruverslunum og í netsölu. Og sölu allan sólarhringinn og alla daga vikunnar. Þannig selur Costco áfengi og nú ætla Hagar einnig að feta þá slóð. Athyglisvert er að Hagar eru að miklu leyti í eigu lífeyrissjóða sem greiða lífeyri, heilsulausu fólki vegna áfengisneyslu. Raunar ætti að merkja allt áfengi sem hættulega vöru, fósturskemmandi og krabbameinsvaldandi. Í samantekt, höldum markaðsöflum frá sölu áfengis. Stefnum að minnkandi neyslu sem samfélag, til dæmis með 10 -20 % minnkun á sölu á áratug. Þrengjum sölutíma, höldum áfram auglýsingabanni, meðal annars á samfélagsmiðlum. Stöðvum netsölu. Setjum varúðarmiða á umbúðir þessa krabbameinsvaldandi efnis. Aukum fræðslu, meðal annars fræðslu í skólum. Auglýsum í almannarými skaðsemi áfengis. Aukum meðferð við áfengisfíkn. *( salus, populi, suprema lex esto). Höfundur er Dr. Med og formaður lýðheilsuráðs Læknafélags Íslands. Heimildir 1) C.W. Keyes, Cicero: de re Publica, de Legibua (New York: G.P. Putnam’s Sons 2) JA. Tobey, Public Health Law: a Manual of Lawfir Sanitariana (Baltimore: The Williams & Wilkins Co). 3) Thomas F. Babor, Sally Casswell, et al. | Alcohol: No Ordinary Commodity: Research and public policy Feb 28, 2023 4 ) Global status report on alcohol and health 2018. World Health Organization, 2019. 5) Jürgen Rehm et al. Alcohol Use and Cancer in the European Union: Eur Addict Res (2021) 27 (1): 1–8. 6) Stella Einarsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir. Samfélagslegur kostnaður vegna áfengisneyslu: HÍ 2022.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar