Spennan í hámarki fyrir lokadaginn Leikið um landið 24. maí 2024 16:49 Liðin stoppuðu á Húsavík þar sem keppt var í klassísku kappáti. Kristín Ruth, Ómar og Tommi fóru fyrir liðum sínum. Þegar keppendur í Leikið um landið hófu þriðja keppnisdag í gær leiddi lið Bylgjunnar keppnina með 11 stig. Sigurvegarar síðasta árs, FM957, voru hins vegar í þriðja og síðasta sæti með 8 stig. Það var því alveg ljóst í upphafi dags að Egill Ploder og Kristín Ruth, liðsmenn FM957, vildu sjá breytingar á stöðunni. Fyrsta þrautin var Oreo keppni þar sem Oreo köku var komið fyrir á enninu og reynt að koma henni niður í munn. Kristín Ruth, Tommi Steindórs og Ómar hófu leikinn og var Tommi fyrstur. Ingimar stökk þá í sófann og var snöggur að klára. X977 sigraði fyrstu þrautina en Bylgjan rak lestina þrátt fyrir stórar yfirlýsingar Þórdísar fyrir keppni. Oreo keppnin var fyrsta þraut dagsins. Tommi og Ingimar voru glaðir í bragði þegar þeir keyrðu frá Fáskrúðsfirði. „Stigasöfnunin var góð í gær og byrjaði vel í morgun,“ segir Tommi. „Bæti ég kannski Íslandsmetið í Oreo keppninni?“ Þórdís Bylgjukona reyndi að stappa stálinu í sinn mann. „Þetta var bara eitt tap í morgun sem ætti að gefa okkur byr undir báða vængi. Við ætlum ekki að tapa fleiri keppnum í dag!“ Egill úr FM957 liðinu hafði orð á því hvað Fáskrúðsfjörður væri fallegur bær. „Ég hef aldrei komið hingað áður.“ Egill og Kristín kunnu vel við sig á Austurlandi. Næsti viðkomustaður var Húsavík þar sem stoppað var við veitingastaðinn Sölku þar sem næsta þraut fór fram. Um er að ræða klassískt kappát: hamborgari, franskar og drykkur. Kristín Ruth, Ómar og Tommi fóru fyrir liðum sínum. Hvað skyldu þau halda að þau þurfi langan tíma til að klára máltíðina? „Ég gef þessu 35 sekúndur,“ segir Ómar. „22 sekúndur á mig,“ segir Tommi. „Ég ætla að segja að ég verði svona 3 mínútur að þessu,“ segir Kristín sem er ekki bjartsýn. Strákarnir ráðast á matinn með puttunum meðan Kristín notar hnífapör. „Ég tek bara minn tíma í þetta og ætla að njóta matarins,“ Kristín. „Ég ætla að vinna þetta!,“ heyrist í Tomma sem er kominn vel á veg með sína máltíð og fær sér bjórsopa. Vanur maður á ferð hér enda sigraði X977 þessa þraut. Seinasti viðkomustaður dagsins var Fosshótel Húsavík en þar var keppt í síðustu þraut dagsins sem var kokteilakeppni. Liðin fengu aðgang á glæsilegum bar með öllum helstu tólum og hráefnum. „Meira að segja glösin eru FM græn,“ segi Egill og Kristín. „Þá hljótum við að vinna þessa keppni.“ FM hópurinn að undirbúa sig fyrir kokteilakeppnina. Bylgjuliðið skírði sinn drykk Bylgjuhraðlestina. „Við fengum nýlega skilaboð frá hlustanda sem var svo spenntur yfir því að Bylgjuhraðlestin væri að byrja á næstu dögum og þannig kom nafnið.“ X977 liðið skírði sinn drykk Ofurkolla. „Við viljum helst bara nota íslenskt hráefni, jafnvel héðan úr sveitinni,“ segir Ingimar sem stjórnaði þessu verkefni. „Nú er ég að fá heilablóðfall,“ sagði hann stuttu síðar þegar blöndunin gekk hægt fyrir sig og tíminn var er að renna út. „Kreistu sítrónusafa! Við þurfum safa, drífa sig!“ Dómarinn bragðaði á öllum drykkjunum og sagði þá smakkast vel. Hún kvað þó upp sinn dóm: Bylgjan var númer þrjú, X977 í öðru sæti og FM957 sigraði kokteilkeppnina við gríðarlegan fögnuð Egils og Kristínar. Að venju var farið yfir Verna skorið um kvöldið. Liðin nota Verna appið til að fylgjast með akstrinum en þau keyra hringinn á rafbílum eins og áður hefur komið fram. Meðaltal FM957 var 90,75 meðan X977 var með 89,66 og Bylgjan var með 88,5. Það var því FM977 sem sigraði með besta skorið. Í lok þriðja keppnisdag var því ljóst að X977 leiðir keppnina með 17 stig. Lið FM957 er í öðru sæti með 15 stig og Bylgjan rekur lestina með 12 stig. Klippa: Leikið um landið - þriðji keppnisdagur Einn keppnisdagur er eftir og ljóst er að röðun liðanna getur breyst á lokadegi. Spennan er því í hámarki! Fylgist með á samfélagsmiðlum útvarpsstöðvanna: @x977, @FM957, @bylgjan. Leikið um landið Bylgjan FM957 X977 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Þessar jólagjafir hitta í mark Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Sjá meira
Fyrsta þrautin var Oreo keppni þar sem Oreo köku var komið fyrir á enninu og reynt að koma henni niður í munn. Kristín Ruth, Tommi Steindórs og Ómar hófu leikinn og var Tommi fyrstur. Ingimar stökk þá í sófann og var snöggur að klára. X977 sigraði fyrstu þrautina en Bylgjan rak lestina þrátt fyrir stórar yfirlýsingar Þórdísar fyrir keppni. Oreo keppnin var fyrsta þraut dagsins. Tommi og Ingimar voru glaðir í bragði þegar þeir keyrðu frá Fáskrúðsfirði. „Stigasöfnunin var góð í gær og byrjaði vel í morgun,“ segir Tommi. „Bæti ég kannski Íslandsmetið í Oreo keppninni?“ Þórdís Bylgjukona reyndi að stappa stálinu í sinn mann. „Þetta var bara eitt tap í morgun sem ætti að gefa okkur byr undir báða vængi. Við ætlum ekki að tapa fleiri keppnum í dag!“ Egill úr FM957 liðinu hafði orð á því hvað Fáskrúðsfjörður væri fallegur bær. „Ég hef aldrei komið hingað áður.“ Egill og Kristín kunnu vel við sig á Austurlandi. Næsti viðkomustaður var Húsavík þar sem stoppað var við veitingastaðinn Sölku þar sem næsta þraut fór fram. Um er að ræða klassískt kappát: hamborgari, franskar og drykkur. Kristín Ruth, Ómar og Tommi fóru fyrir liðum sínum. Hvað skyldu þau halda að þau þurfi langan tíma til að klára máltíðina? „Ég gef þessu 35 sekúndur,“ segir Ómar. „22 sekúndur á mig,“ segir Tommi. „Ég ætla að segja að ég verði svona 3 mínútur að þessu,“ segir Kristín sem er ekki bjartsýn. Strákarnir ráðast á matinn með puttunum meðan Kristín notar hnífapör. „Ég tek bara minn tíma í þetta og ætla að njóta matarins,“ Kristín. „Ég ætla að vinna þetta!,“ heyrist í Tomma sem er kominn vel á veg með sína máltíð og fær sér bjórsopa. Vanur maður á ferð hér enda sigraði X977 þessa þraut. Seinasti viðkomustaður dagsins var Fosshótel Húsavík en þar var keppt í síðustu þraut dagsins sem var kokteilakeppni. Liðin fengu aðgang á glæsilegum bar með öllum helstu tólum og hráefnum. „Meira að segja glösin eru FM græn,“ segi Egill og Kristín. „Þá hljótum við að vinna þessa keppni.“ FM hópurinn að undirbúa sig fyrir kokteilakeppnina. Bylgjuliðið skírði sinn drykk Bylgjuhraðlestina. „Við fengum nýlega skilaboð frá hlustanda sem var svo spenntur yfir því að Bylgjuhraðlestin væri að byrja á næstu dögum og þannig kom nafnið.“ X977 liðið skírði sinn drykk Ofurkolla. „Við viljum helst bara nota íslenskt hráefni, jafnvel héðan úr sveitinni,“ segir Ingimar sem stjórnaði þessu verkefni. „Nú er ég að fá heilablóðfall,“ sagði hann stuttu síðar þegar blöndunin gekk hægt fyrir sig og tíminn var er að renna út. „Kreistu sítrónusafa! Við þurfum safa, drífa sig!“ Dómarinn bragðaði á öllum drykkjunum og sagði þá smakkast vel. Hún kvað þó upp sinn dóm: Bylgjan var númer þrjú, X977 í öðru sæti og FM957 sigraði kokteilkeppnina við gríðarlegan fögnuð Egils og Kristínar. Að venju var farið yfir Verna skorið um kvöldið. Liðin nota Verna appið til að fylgjast með akstrinum en þau keyra hringinn á rafbílum eins og áður hefur komið fram. Meðaltal FM957 var 90,75 meðan X977 var með 89,66 og Bylgjan var með 88,5. Það var því FM977 sem sigraði með besta skorið. Í lok þriðja keppnisdag var því ljóst að X977 leiðir keppnina með 17 stig. Lið FM957 er í öðru sæti með 15 stig og Bylgjan rekur lestina með 12 stig. Klippa: Leikið um landið - þriðji keppnisdagur Einn keppnisdagur er eftir og ljóst er að röðun liðanna getur breyst á lokadegi. Spennan er því í hámarki! Fylgist með á samfélagsmiðlum útvarpsstöðvanna: @x977, @FM957, @bylgjan.
Leikið um landið Bylgjan FM957 X977 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Þessar jólagjafir hitta í mark Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Sjá meira