Rúnar Ingi og Einar Árni staðfestir sem þjálfarar Njarðvíkur Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. maí 2024 10:25 Frá vinstri: Rúnar Ingi, Halldór Karlsson formaður, Einar Árni JBÓ / umfn.is Rúnar Ingi Erlingsson hefur tekið við þjálfun karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta. Einar Árni Jóhannsson tekur við störfum Rúnars með kvennaliðið. Benedikt Guðmundsson og aðstoðarþjálfarinn Daníel Guðni Guðmundsson voru áður með karlaliðið en láta báðir af störfum. Undir stjórn Benedikts varð Njarðvík bikarmeistari og deildarmeistari. Liðið komst í undanúrslit í ár en datt út eftir oddaleik gegn Val. „Við erum mjög spennt fyrir áframhaldandi samstarfi við Rúnar Inga og bindum miklar vonir við hann með stjórnartaumana hjá karlaliði félagsins. Rúnar hefur síðustu tímabil gert mjög vel með kvennaliðið og landaði þar m.a. Íslandsmeistaratitli, öðrum kvennatitlinum í sögu félagisns. Einar þekkjum við vel og fögnum því ákaft að fá hann aftur til liðs við félagið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann tekur við kvennaliðinu okkar en bæði Einar og Rúnar munu einnig halda þétt utan um taumana hjá elstu yngri flokkum félagsins,” sagði Halldór Karlsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Það var auðvitað löngu vitað að Rúnar tæki við karlaliðinu en beðið með að tilkynna það formlega þar til kvennaliðið lyki keppni á tímabilinu. Þær komust í úrslitaeinvígi deildarinnar en lágu þar 3-0 fyrir nýkrýndum Íslandsmeisturum Keflavíkur. „Fyrst og fremst er ég glaður að halda áfram að vinna fyrir mitt félag og gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að Njarðvík sé að berjast um alla þá titla sem eru í boði. Það eru spennandi tímar framundan fyrir Njarðvík bæði karla og kvennamegin og það er spennandi fyrir mig að takast á við nýjar áskoranir með strákunum eftir góð ár undir stjórn Benna og Danna,” sagði Rúnar Ingi Erlingsson. Einar Árni er góðkunnugur öllum Njarðvíkingum. Hann varð tvívegis Íslandsmeistari með karlaliði Njarðvíkur, fyrst 1998 sem aðstoðarþjálfari og aftur 2006 sem aðalþjálfari. Þá lyfti hann einnig bikartitli á loft 2005. Hann stýrði liðinu síðast frá 2018-21 en hefur undanfarin ár annast yfirþjálfun yngri flokka hjá Hetti við góðan árangur. Hann mun einnig koma að þjálfun yngri flokka hjá Njarðvík. „Ég er fullur tilhlökkunar að koma heim og fara að vinna með stelpunum og fólkinu öllu í Njarðvík. Stelpurnar stóðu sig vel undir stjórn Rúnars Inga í vetur og það er spennandi verkefni að byggja ofan á það. Það er mikið af efnilegum stelpum í Njarðvík, og sumar þeirra þegar farnar að banka á dyrnar í meistaraflokknum. Það er líka mikil tilhlökkun að fara inn í nýtt tímabil á nýjum heimavelli þar sem mun fara töluvert betur um okkar öfluga stuðningsfólk og þar stefnum við á að mynda góða stemmingu með báðum liðunum okkar í baráttunni í Subway deildunum,” sagði Einar Árni. Subway-deild karla Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Benedikt Guðmundsson og aðstoðarþjálfarinn Daníel Guðni Guðmundsson voru áður með karlaliðið en láta báðir af störfum. Undir stjórn Benedikts varð Njarðvík bikarmeistari og deildarmeistari. Liðið komst í undanúrslit í ár en datt út eftir oddaleik gegn Val. „Við erum mjög spennt fyrir áframhaldandi samstarfi við Rúnar Inga og bindum miklar vonir við hann með stjórnartaumana hjá karlaliði félagsins. Rúnar hefur síðustu tímabil gert mjög vel með kvennaliðið og landaði þar m.a. Íslandsmeistaratitli, öðrum kvennatitlinum í sögu félagisns. Einar þekkjum við vel og fögnum því ákaft að fá hann aftur til liðs við félagið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann tekur við kvennaliðinu okkar en bæði Einar og Rúnar munu einnig halda þétt utan um taumana hjá elstu yngri flokkum félagsins,” sagði Halldór Karlsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Það var auðvitað löngu vitað að Rúnar tæki við karlaliðinu en beðið með að tilkynna það formlega þar til kvennaliðið lyki keppni á tímabilinu. Þær komust í úrslitaeinvígi deildarinnar en lágu þar 3-0 fyrir nýkrýndum Íslandsmeisturum Keflavíkur. „Fyrst og fremst er ég glaður að halda áfram að vinna fyrir mitt félag og gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að Njarðvík sé að berjast um alla þá titla sem eru í boði. Það eru spennandi tímar framundan fyrir Njarðvík bæði karla og kvennamegin og það er spennandi fyrir mig að takast á við nýjar áskoranir með strákunum eftir góð ár undir stjórn Benna og Danna,” sagði Rúnar Ingi Erlingsson. Einar Árni er góðkunnugur öllum Njarðvíkingum. Hann varð tvívegis Íslandsmeistari með karlaliði Njarðvíkur, fyrst 1998 sem aðstoðarþjálfari og aftur 2006 sem aðalþjálfari. Þá lyfti hann einnig bikartitli á loft 2005. Hann stýrði liðinu síðast frá 2018-21 en hefur undanfarin ár annast yfirþjálfun yngri flokka hjá Hetti við góðan árangur. Hann mun einnig koma að þjálfun yngri flokka hjá Njarðvík. „Ég er fullur tilhlökkunar að koma heim og fara að vinna með stelpunum og fólkinu öllu í Njarðvík. Stelpurnar stóðu sig vel undir stjórn Rúnars Inga í vetur og það er spennandi verkefni að byggja ofan á það. Það er mikið af efnilegum stelpum í Njarðvík, og sumar þeirra þegar farnar að banka á dyrnar í meistaraflokknum. Það er líka mikil tilhlökkun að fara inn í nýtt tímabil á nýjum heimavelli þar sem mun fara töluvert betur um okkar öfluga stuðningsfólk og þar stefnum við á að mynda góða stemmingu með báðum liðunum okkar í baráttunni í Subway deildunum,” sagði Einar Árni.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira