Körfubolti

Rúnar Ingi skiptir um stól í Njarð­vík

Aron Guðmundsson skrifar
Rúnar Ingi, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur
Rúnar Ingi, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur Vísir/Anton Brink

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur verður næsti þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta. Þetta herma heimildir Vísis og sömuleiðis bendir margt til þess að Einar Árni Jóhannsson taka við kvennaliði Njarðvíkur af Rúnari Inga. 

Undir stjórn Rúnars Inga er kvennalið Njarðvíkur nú komið alla leið í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar gegn Keflavík. Einvígið hefst á fimmtudaginn kemur og munu það vera síðustu leikir liðsins undir stjórn Rúnars. 

Benedikt Guðmundsson stýrði sínum síðasta leik með karlalið Njarðvíkur í gærkvöldi, oddaleik gegn Val í undanúrslitum Subway deildar karla. Leikur sem tapaðist og staðfesti Benedikt það í viðtali eftir leik að hann væri að hætta með liðið. 

Á sama tíma bendir margt til þess að Einar Árni Jóhannsson, sem lét af störfum sem annar þjálfara Hattar á dögunum, sé nálægt því að taka við kvennaliði Njarðvíkur. 

Einar Árni er öllum hnútum kunnugur hjá Njarðvík. Hann hefur á sínum ferli bæði stýrt karla- og kvennaliði félagsins. Gerði karlaliðið meðal annars að Íslandsmeisturum árið 2006. 

Einar Árni Jóhannssonvísir/báraFleiri fréttir

Sjá meira


×