Fjöldi nefnda ríkisins kemur á óvart Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2024 16:11 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra en á vegum stjórnarráðsins eru fjölmargara nefndir sem Bjarni hefur varla tölu á. vísir/vilhelm Á vegum ríkisins eru 39 kæru- og úrskurðarnefndir, 170 ráðgefandi nefndir, 87 afgreiðslunefndir, 16 eftirlitsnefndir og 72 stjórnir. Kostnaðurinn við að halda öllu þessu úti er 1,7 milljarðar króna. „Ég rak upp risastór augu þegar ég sá þetta,“ segir Björn Leví Gunnarsson Pírati. Björn Leví á sæti í fjárlaganefnd og hann fékk þessar upplýsingar í dag. Hann segist hreinlega ekki muna eftir tilefninu fyrir spurningunni, svörin vilji oft berast seint og um síðir. „Þetta var í kjölfar þess að einhver gestur kom fyrir nefndina, þá spratt fram þessi spurning. En gögnin eru athyglisverð óháð því.“ Margir að stússast í nefndum vinstri hægri Og það eru þau vissulega. Svörin koma í tveimur skjölum sem finna má hér neðar í fréttinni. En í mars 2023 ákvað ríkisstjórnin að setja á fót starfshóp þriggja ráðuneyta til að fjalla um leggja fram tillögur um bætta þjónustu, aukið gagnsæi og skilvirkni stjórnsýslunefnda hjá ríkinu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fékk óvænt í hendur svar við spurningu sem hann man ekki einu sinni hvert tilefnið var. En svörin eru sannarlega athyglisverð og sýna nefndasýslu ríkisins, hvorki meira né minna.Vísir/Ívar Fannar Samkvæmt upplýsingum starfshópsins starfa 384 varanlegar stjórnsýslunefndir á vegum ríkisins og aðeins sex þeirra eru ekki settar á fót með lögum. Eins og áður sagði má flokka nefndirnar í eftirfarandi: 39 kæru- og úrskurðarnefndir, 170 ráðgefandi nefndir, 87 afgreiðslunefndir, 16 eftirlitsnefndir 72 stjórnir. Björn Leví segir að í meðfylgjandi exelskjali sé að finna langan lista þar sem hver og ein nefnd er sundurliðuð. Björn Leví segir að þar sé án efa eitt og annað athyglisvert að finna. En þetta er eins og við séum komin í eitthvert Kafkaískt skrifræðishelvíti? „Tjahhh, hversu mikið af þessu eru sæti sem stjórnmálaflokkarnir skipa í hingað og þangað? Sem eru góð verðlaun að komast í einhverjar góðar nefndir, það er vel mögulegt. Ég bjóst ekki við þetta stórri tölu.“ Góð nefndaseta getur komið sér vel En er hægt að segja að valdaflokkarnir noti þetta hreinlega til að gauka góðu að flokkshollum til að þétta raðirnar? „Ég veit það ekki. En það er sá grunur sem læðist að manni. Maður heyrði eitthvað slíkt í sambandi víð ýmsar slitastjórnir, að þar kæmu lögfræðingar sem þurfi að fá smá bita. Og ekki ólíklegt að það sé í einhverjum svona nefndum hingað og þangað. En hversu mikið er skipað af kerfinu og svo pólitíkinni liggur ekki fyrir. En fjöldinn er stjarnfræðilegur.“ Björn Leví segir óvarlegt að fjölyrða um þetta atriði en hér bjóðist óvænt ákveðin yfirsýn, ástæða til að spyrja nánar ef menn reka augu í eitthvað sem fólk klóri sér í kolli yfir. „Fyrsta sem ég sá var fjöldinn. Kannski eru ástæður fyrir því að það sé nauðsynlegt að hafa allar þessar nefndir fram og til baka, ég veit það ekki. En mér finnst þetta of há tala.“ Tengd skjöl Svar_til_fjárlaganefndar_-_umbætur_og_málefnasvið_5_(1)_(1)PDF157KBSækja skjal Yfirlit_yfir_nefndir_STJR_svar_til_fjárlaganefndar_(1)PDF645KBSækja skjal Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
„Ég rak upp risastór augu þegar ég sá þetta,“ segir Björn Leví Gunnarsson Pírati. Björn Leví á sæti í fjárlaganefnd og hann fékk þessar upplýsingar í dag. Hann segist hreinlega ekki muna eftir tilefninu fyrir spurningunni, svörin vilji oft berast seint og um síðir. „Þetta var í kjölfar þess að einhver gestur kom fyrir nefndina, þá spratt fram þessi spurning. En gögnin eru athyglisverð óháð því.“ Margir að stússast í nefndum vinstri hægri Og það eru þau vissulega. Svörin koma í tveimur skjölum sem finna má hér neðar í fréttinni. En í mars 2023 ákvað ríkisstjórnin að setja á fót starfshóp þriggja ráðuneyta til að fjalla um leggja fram tillögur um bætta þjónustu, aukið gagnsæi og skilvirkni stjórnsýslunefnda hjá ríkinu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fékk óvænt í hendur svar við spurningu sem hann man ekki einu sinni hvert tilefnið var. En svörin eru sannarlega athyglisverð og sýna nefndasýslu ríkisins, hvorki meira né minna.Vísir/Ívar Fannar Samkvæmt upplýsingum starfshópsins starfa 384 varanlegar stjórnsýslunefndir á vegum ríkisins og aðeins sex þeirra eru ekki settar á fót með lögum. Eins og áður sagði má flokka nefndirnar í eftirfarandi: 39 kæru- og úrskurðarnefndir, 170 ráðgefandi nefndir, 87 afgreiðslunefndir, 16 eftirlitsnefndir 72 stjórnir. Björn Leví segir að í meðfylgjandi exelskjali sé að finna langan lista þar sem hver og ein nefnd er sundurliðuð. Björn Leví segir að þar sé án efa eitt og annað athyglisvert að finna. En þetta er eins og við séum komin í eitthvert Kafkaískt skrifræðishelvíti? „Tjahhh, hversu mikið af þessu eru sæti sem stjórnmálaflokkarnir skipa í hingað og þangað? Sem eru góð verðlaun að komast í einhverjar góðar nefndir, það er vel mögulegt. Ég bjóst ekki við þetta stórri tölu.“ Góð nefndaseta getur komið sér vel En er hægt að segja að valdaflokkarnir noti þetta hreinlega til að gauka góðu að flokkshollum til að þétta raðirnar? „Ég veit það ekki. En það er sá grunur sem læðist að manni. Maður heyrði eitthvað slíkt í sambandi víð ýmsar slitastjórnir, að þar kæmu lögfræðingar sem þurfi að fá smá bita. Og ekki ólíklegt að það sé í einhverjum svona nefndum hingað og þangað. En hversu mikið er skipað af kerfinu og svo pólitíkinni liggur ekki fyrir. En fjöldinn er stjarnfræðilegur.“ Björn Leví segir óvarlegt að fjölyrða um þetta atriði en hér bjóðist óvænt ákveðin yfirsýn, ástæða til að spyrja nánar ef menn reka augu í eitthvað sem fólk klóri sér í kolli yfir. „Fyrsta sem ég sá var fjöldinn. Kannski eru ástæður fyrir því að það sé nauðsynlegt að hafa allar þessar nefndir fram og til baka, ég veit það ekki. En mér finnst þetta of há tala.“ Tengd skjöl Svar_til_fjárlaganefndar_-_umbætur_og_málefnasvið_5_(1)_(1)PDF157KBSækja skjal Yfirlit_yfir_nefndir_STJR_svar_til_fjárlaganefndar_(1)PDF645KBSækja skjal
Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira