Meinleysisgrey sem séu lífríkinu afar mikilvæg Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. maí 2024 21:30 Jón S. Ólafsson, vatnalíffræðingur á Hafrannsóknarstofnun. Vísir/Einar Vatnalíffræðingur segir ekkert óvenjulegt við mýflugna„faraldur“ sem herjað hefur á íbúa Vatnsendahverfis í Kópavogi undanfarna daga. Þróunin sé þvert á móti jákvæð, enda sýni hún fram á heilbrigt vistkerfi. Á hverfissíðum Vatnsendahverfis hafa undanfarna daga skapast umræður um óvenjumikið magn af flugum. Íbúar í hverfinu til áratuga hafa ekki séð annað eins og hafa sumir jafnvel lýst ástandinu sem hryllingsmynd. Brot af ummælum varðandi flugurnar á íbúasíðu VatnsendahverfisVísir/Sara Líkt og fjallað var um á Vísi í morgun hafa grunnskólabörn í hverfinu sum neitað að fara út í frímínútur og verið hvött til að taka flugnanet með sér í skólann. Ein af um hundrað tegundum mýflugna Um er að ræða svokallað rykmý af mýflugnaætt. Um hundrað tegundir af rykmýi finnst á Íslandi en Jón S. Ólafsson, vatnalíffræðingur á Hafrannsóknarstofnun, segir sennilegast að um sé að ræða svokallaða Stóra-toppflugu. Tegundin finnist ekki í miklum mæli hér á landi nema á Mývatni og við Elliðaárvatn, sem er einmitt vatnið sem Vatnsendahverfi stendur við. „Lirfur þess, sem eru eins og ormar, lifa á botninum allan veturinn. Svo púpa þær sig, breytast í púpu og svo synda púpurnar upp á yfirborðið og flugan klekkst út.“ Um leið og flugan klekkst út leitar hún á land til að vera ekki étin af kríum og fiskum. Hún lifir aðeins í nokkra daga og heldur sig til hlés þegar er rok eða rigning. Þá hefst hún við í grasi eða á húsveggjum. Þegar hlýrra og stillt er í veðri, líkt og um helgina, segir Jón viðbúið og eðlilegt að fólk verði hennar vart í meira magni. Meinlausar og mikilvægar Rykmý nær hápunkti um miðjan maí í Elliðavatni og um þremur vikum síðar á Mývatni. Jón segir vísbendingar um að gangan í ár sé með þeim stærri. Þó sé ekkert að óttast þar sem flugan sé algjörlega meinlaus. „Þær gera ekki neitt. Þær fljúga kannski í kringum þig því þú ert á þeirra svæði, en þær bíta ekki eða neitt þessháttar.“ Jón segir Elliðaárvatn næringarríkt vatn þar sem eðlilegt og jákvætt sé að rykmý klekist út í miklum mæli.Vísir/Einar Er eitthvað hægt að gera til að sporna við því að flugurnar komist inn til manns, annað en að hafa opna glugga? „Eða bara að hafa opna glugga og vera tilbúinn með ryksuguna? Ég held að það sé best.“ Hann segir flugurnar afar mikilvægar lífríkinu og íbúar hverfisins ættu raunar að gleðjast yfir magninu. „Þær skipta gífurlega miklu máli sem æti fyrir fugla og fiska, fyrir vistkerfið. Þannig að ég myndi segja að þetta sé jákvætt því það sýnir að Elliðavatn sé heilbrigt. Það er það besta. Ef það væri alveg sterílt þá væri ekkert sérstaklega gaman.“ Margar tegundir af mýflugum finnast á Íslandi, til dæmis bitmý, lúsmý og rykmý. Vísir/Einar Í lok mánaðar segir Jón hinsvegar að von sé á annarri tegund af mýflugum sem sé ekki alveg eins saklaus, nefninlega bitmýi. Kópavogur Skordýr Mest lesið Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Innlent Svikahrappurinn bjó í íbúð hinnar látnu í níu ár Innlent Ekki í belti og undir áhrifum þegar hann lést Innlent Skaut hundinn sjálfur og fékk háa sekt Innlent Dómur yfir Alberti kveðinn upp á fimmtudag Innlent Skipti öllu máli að telja drykkina Innlent „Þingflokkur Pírata braut á mér“ Innlent Uppruni stjarnanna óþekktur: „Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?“ Innlent Holan alls ekki eina slysagildran Innlent Spurð hvort hún ætli sér ekkert meira en kennarastarf Innlent Fleiri fréttir Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Búið að byrgja brunninn Lopabuxur og geitavesti á tískusýningu í sveitinni Nýir aðilar ráðast í uppbyggingu Vesturbugtar Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Orðinn „kokhraustur kvenhatari“ og tækifærissinni Stjórnlaus ásókn í megrunarlyf og „árás“ á flugvöll Svikahrappurinn bjó í íbúð hinnar látnu í níu ár Dómur yfir Alberti kveðinn upp á fimmtudag Með ófullnægjandi hjálm þegar banaslys varð „Það er af og frá að ég hafi brotið lög“ Fjölmenntu í Aðalbyggingu HÍ og vilja svör frá rektor „Þingflokkur Pírata braut á mér“ Áfram lokuð þar sem viðgerðirnar undu upp á sig Spurð hvort hún ætli sér ekkert meira en kennarastarf Niðurstaða um Ölfusárbrú væntanleg í þessari viku Skaut hundinn sjálfur og fékk háa sekt Hætta að sekta fyrir notkun nagladekkja Svandís ræðir við hina formennina og ár af átökum fyrir botni Miðjarðarhafs Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Ræstu út mannskap til að kanna frágang fleiri brunna Afgerandi meirihluti með málstað Palestínumanna Ekki í belti og undir áhrifum þegar hann lést Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Augljóst að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok Holan alls ekki eina slysagildran Skipti öllu máli að telja drykkina Segir ráðherra neita að afhenda gögn um bókun 35 Tveir handteknir í tengslum við slagsmál Athafnamaðurinn Þráinn Hafstein Kristjánsson látinn Sjá meira
Á hverfissíðum Vatnsendahverfis hafa undanfarna daga skapast umræður um óvenjumikið magn af flugum. Íbúar í hverfinu til áratuga hafa ekki séð annað eins og hafa sumir jafnvel lýst ástandinu sem hryllingsmynd. Brot af ummælum varðandi flugurnar á íbúasíðu VatnsendahverfisVísir/Sara Líkt og fjallað var um á Vísi í morgun hafa grunnskólabörn í hverfinu sum neitað að fara út í frímínútur og verið hvött til að taka flugnanet með sér í skólann. Ein af um hundrað tegundum mýflugna Um er að ræða svokallað rykmý af mýflugnaætt. Um hundrað tegundir af rykmýi finnst á Íslandi en Jón S. Ólafsson, vatnalíffræðingur á Hafrannsóknarstofnun, segir sennilegast að um sé að ræða svokallaða Stóra-toppflugu. Tegundin finnist ekki í miklum mæli hér á landi nema á Mývatni og við Elliðaárvatn, sem er einmitt vatnið sem Vatnsendahverfi stendur við. „Lirfur þess, sem eru eins og ormar, lifa á botninum allan veturinn. Svo púpa þær sig, breytast í púpu og svo synda púpurnar upp á yfirborðið og flugan klekkst út.“ Um leið og flugan klekkst út leitar hún á land til að vera ekki étin af kríum og fiskum. Hún lifir aðeins í nokkra daga og heldur sig til hlés þegar er rok eða rigning. Þá hefst hún við í grasi eða á húsveggjum. Þegar hlýrra og stillt er í veðri, líkt og um helgina, segir Jón viðbúið og eðlilegt að fólk verði hennar vart í meira magni. Meinlausar og mikilvægar Rykmý nær hápunkti um miðjan maí í Elliðavatni og um þremur vikum síðar á Mývatni. Jón segir vísbendingar um að gangan í ár sé með þeim stærri. Þó sé ekkert að óttast þar sem flugan sé algjörlega meinlaus. „Þær gera ekki neitt. Þær fljúga kannski í kringum þig því þú ert á þeirra svæði, en þær bíta ekki eða neitt þessháttar.“ Jón segir Elliðaárvatn næringarríkt vatn þar sem eðlilegt og jákvætt sé að rykmý klekist út í miklum mæli.Vísir/Einar Er eitthvað hægt að gera til að sporna við því að flugurnar komist inn til manns, annað en að hafa opna glugga? „Eða bara að hafa opna glugga og vera tilbúinn með ryksuguna? Ég held að það sé best.“ Hann segir flugurnar afar mikilvægar lífríkinu og íbúar hverfisins ættu raunar að gleðjast yfir magninu. „Þær skipta gífurlega miklu máli sem æti fyrir fugla og fiska, fyrir vistkerfið. Þannig að ég myndi segja að þetta sé jákvætt því það sýnir að Elliðavatn sé heilbrigt. Það er það besta. Ef það væri alveg sterílt þá væri ekkert sérstaklega gaman.“ Margar tegundir af mýflugum finnast á Íslandi, til dæmis bitmý, lúsmý og rykmý. Vísir/Einar Í lok mánaðar segir Jón hinsvegar að von sé á annarri tegund af mýflugum sem sé ekki alveg eins saklaus, nefninlega bitmýi.
Kópavogur Skordýr Mest lesið Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Innlent Svikahrappurinn bjó í íbúð hinnar látnu í níu ár Innlent Ekki í belti og undir áhrifum þegar hann lést Innlent Skaut hundinn sjálfur og fékk háa sekt Innlent Dómur yfir Alberti kveðinn upp á fimmtudag Innlent Skipti öllu máli að telja drykkina Innlent „Þingflokkur Pírata braut á mér“ Innlent Uppruni stjarnanna óþekktur: „Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?“ Innlent Holan alls ekki eina slysagildran Innlent Spurð hvort hún ætli sér ekkert meira en kennarastarf Innlent Fleiri fréttir Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Búið að byrgja brunninn Lopabuxur og geitavesti á tískusýningu í sveitinni Nýir aðilar ráðast í uppbyggingu Vesturbugtar Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Orðinn „kokhraustur kvenhatari“ og tækifærissinni Stjórnlaus ásókn í megrunarlyf og „árás“ á flugvöll Svikahrappurinn bjó í íbúð hinnar látnu í níu ár Dómur yfir Alberti kveðinn upp á fimmtudag Með ófullnægjandi hjálm þegar banaslys varð „Það er af og frá að ég hafi brotið lög“ Fjölmenntu í Aðalbyggingu HÍ og vilja svör frá rektor „Þingflokkur Pírata braut á mér“ Áfram lokuð þar sem viðgerðirnar undu upp á sig Spurð hvort hún ætli sér ekkert meira en kennarastarf Niðurstaða um Ölfusárbrú væntanleg í þessari viku Skaut hundinn sjálfur og fékk háa sekt Hætta að sekta fyrir notkun nagladekkja Svandís ræðir við hina formennina og ár af átökum fyrir botni Miðjarðarhafs Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Ræstu út mannskap til að kanna frágang fleiri brunna Afgerandi meirihluti með málstað Palestínumanna Ekki í belti og undir áhrifum þegar hann lést Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Augljóst að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok Holan alls ekki eina slysagildran Skipti öllu máli að telja drykkina Segir ráðherra neita að afhenda gögn um bókun 35 Tveir handteknir í tengslum við slagsmál Athafnamaðurinn Þráinn Hafstein Kristjánsson látinn Sjá meira