Umgengni og viðhorf til fatagáma hafi farið hríðversnandi Lovísa Arnardóttir skrifar 14. maí 2024 06:47 Guðbjörg á ekki von á því að Rauði krossinn endurskipuleggi tæmingu þegar svo stutt er í að Sorpa taki við verkefninu. Á myndinni til hægri er má sjá hvernig staðan var við Klambratún í vikunni. Vísir/Arnar og Sunna Guðbjörg Rut Pálmadóttir flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins segir slæma umgengni við fatagámana hafa aukist mikið síðustu ár. Fjallað hefur verið um það í hverfagrúppum á Facebook síðustu daga að fatagámar séu fullir og búið að tæta úr pokum. Sorpa tekur við söfnun textíls úr fatagámum í júní. „Það er alltaf mikil aukning á sumrin og vorin þegar það fer að birta og fólk fer að taka til. Við höfum ekki undan a þessum tíma með þau tæki og mannskap sem við höfum. Við gerum okkar besta og þetta hefst fyrir rest, en þetta er óskemmtilegt,“ segir Guðbjörg í samtali við fréttastofu. „En það sem hjálpar ekki er umgengnin. Viðhorfið er líka mjög erfitt. Við erum ekki opinber aðili heldur mannúðarsamtök í fjáröflun þannig það er kannski ekki hægt að gera sömu kröfur. Við reynum að gera þetta eins vel og við getum.“ Þessi mynd er tekin í Vesturbænum í vikunni. Guðbjörg segir umgengni og viðhorf til fatagámanna hafa farið hríðversnandi. Það hafi aukist síðustu ár að fólk sé að sækja sér föt í gámana. „Við erum töluvert að lenda í því að fólk er að fara í gámana, tekur úr þeim, og það sé rifið úr og tætt. Ef fólk sér einhver tækifæri. Þetta er mjög algengt. Þetta er allskonar, en slæm umgengi hefur verið að gera okkur mjög erfitt fyrir,“ segir hún og að þetta hafi aukist síðustu tvö árin. Bæta við 60 fatagámum Greint var frá því fyrr á þessu ári að söfnun á textíl myndi fara yfir frá Sorpu. Það er samkvæmt nýjum lögum. Rauði krossinn hefur hingað til safnað textíl á um 30 af 90 grenndarstöðvum Sorpu en ný lög kveða á um að safna eigi textíl á öllum stöðvum. Í fréttum fyrr á árinu kom fram að Rauði krossinn myndi ekki anna því álagi og því tæki Sorpa við verkefninu. Guðbjörg segir þessa tilfærslu gerða í sátt og samlyndi. Tilfærslan á verkefninu sé að hefjast og það muni að einhverju leyti hafa áhrif á söfnun textílsins. „Fatasöfnunin á grenndargámum er að fara yfir til Sorpu og yfirfærslan fer af stað í júní. Þá verður gámum bætt við. Sorpa hefur meira fjármagn, eru stærri og ráða betur við verkefnið. Vonand lagast þetta í kjölfarið á því,“ segir Guðbjörg. Hún segir Rauða krossinn þó ekki hættan í fatasöfnun. Þau muni endurskipuleggja verkefnið og langi að koma á fót mótttökustöð í Skútuvoginum þar sem flokkun fer nú fram. „Þetta er þungt og erfitt og slæm umgengni og slæm umræða hjálpar okkur ekki. Við höfum gert þetta lengi og þetta hefur alltaf gerst að einhverju leyti og erfitt að eiga við það. Fólki finnst sjálfsagt að skilja eftir fötin við grenndargámana, en það býður bara upp á það að pokarnir séu rifnir og tættir,“ segir Guðbjörg. Ekki skilja eftir við fullan gám „Það sem myndi hjálpa mest er að fólk skilji ekki poka eftir við grenndargámana ef pokarnir komast ekki í þá. En þetta er tímabil, vorið og sumarið, magnið er meira og þetta strembið. En það er líka mín tilfinning að magnið sé að aukast almennt,“ segir Guðbjörg og að af því að Rauði krossinn bæti ekki í þjónustuna nú þegar svo stutt er í að Sorpa taki við geti verið að það sé „meiri hiksti“ en vanalega. Þetta tvennt spili þá saman. Ef þau væru að halda verkefninu áfram myndu þau endurskipuleggja en þau geri það ekki úr þessu. Hún ítrekar þó að ef fatasöfnunargámarnir eru fullir eigi fólk alltaf frekar að fara með pokann í annan gám eða á endurvinnslustöð. „Við erum alltaf á fullu og vonandi komumst við yfir þetta. Þessi umræða er alltaf hræðilega leiðinleg og þótt það sé á okkar ábyrgð að safna þessu saman, þá á fólk líka að ganga vel um.“ Umhverfismál Sorpa Félagasamtök Loftslagsmál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
„Það er alltaf mikil aukning á sumrin og vorin þegar það fer að birta og fólk fer að taka til. Við höfum ekki undan a þessum tíma með þau tæki og mannskap sem við höfum. Við gerum okkar besta og þetta hefst fyrir rest, en þetta er óskemmtilegt,“ segir Guðbjörg í samtali við fréttastofu. „En það sem hjálpar ekki er umgengnin. Viðhorfið er líka mjög erfitt. Við erum ekki opinber aðili heldur mannúðarsamtök í fjáröflun þannig það er kannski ekki hægt að gera sömu kröfur. Við reynum að gera þetta eins vel og við getum.“ Þessi mynd er tekin í Vesturbænum í vikunni. Guðbjörg segir umgengni og viðhorf til fatagámanna hafa farið hríðversnandi. Það hafi aukist síðustu ár að fólk sé að sækja sér föt í gámana. „Við erum töluvert að lenda í því að fólk er að fara í gámana, tekur úr þeim, og það sé rifið úr og tætt. Ef fólk sér einhver tækifæri. Þetta er mjög algengt. Þetta er allskonar, en slæm umgengi hefur verið að gera okkur mjög erfitt fyrir,“ segir hún og að þetta hafi aukist síðustu tvö árin. Bæta við 60 fatagámum Greint var frá því fyrr á þessu ári að söfnun á textíl myndi fara yfir frá Sorpu. Það er samkvæmt nýjum lögum. Rauði krossinn hefur hingað til safnað textíl á um 30 af 90 grenndarstöðvum Sorpu en ný lög kveða á um að safna eigi textíl á öllum stöðvum. Í fréttum fyrr á árinu kom fram að Rauði krossinn myndi ekki anna því álagi og því tæki Sorpa við verkefninu. Guðbjörg segir þessa tilfærslu gerða í sátt og samlyndi. Tilfærslan á verkefninu sé að hefjast og það muni að einhverju leyti hafa áhrif á söfnun textílsins. „Fatasöfnunin á grenndargámum er að fara yfir til Sorpu og yfirfærslan fer af stað í júní. Þá verður gámum bætt við. Sorpa hefur meira fjármagn, eru stærri og ráða betur við verkefnið. Vonand lagast þetta í kjölfarið á því,“ segir Guðbjörg. Hún segir Rauða krossinn þó ekki hættan í fatasöfnun. Þau muni endurskipuleggja verkefnið og langi að koma á fót mótttökustöð í Skútuvoginum þar sem flokkun fer nú fram. „Þetta er þungt og erfitt og slæm umgengni og slæm umræða hjálpar okkur ekki. Við höfum gert þetta lengi og þetta hefur alltaf gerst að einhverju leyti og erfitt að eiga við það. Fólki finnst sjálfsagt að skilja eftir fötin við grenndargámana, en það býður bara upp á það að pokarnir séu rifnir og tættir,“ segir Guðbjörg. Ekki skilja eftir við fullan gám „Það sem myndi hjálpa mest er að fólk skilji ekki poka eftir við grenndargámana ef pokarnir komast ekki í þá. En þetta er tímabil, vorið og sumarið, magnið er meira og þetta strembið. En það er líka mín tilfinning að magnið sé að aukast almennt,“ segir Guðbjörg og að af því að Rauði krossinn bæti ekki í þjónustuna nú þegar svo stutt er í að Sorpa taki við geti verið að það sé „meiri hiksti“ en vanalega. Þetta tvennt spili þá saman. Ef þau væru að halda verkefninu áfram myndu þau endurskipuleggja en þau geri það ekki úr þessu. Hún ítrekar þó að ef fatasöfnunargámarnir eru fullir eigi fólk alltaf frekar að fara með pokann í annan gám eða á endurvinnslustöð. „Við erum alltaf á fullu og vonandi komumst við yfir þetta. Þessi umræða er alltaf hræðilega leiðinleg og þótt það sé á okkar ábyrgð að safna þessu saman, þá á fólk líka að ganga vel um.“
Umhverfismál Sorpa Félagasamtök Loftslagsmál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira