„Vonandi gerir hann aftur eitthvað svona heimskulegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 11:30 Sigurður Pétursson fagnar sigri Keflavíkur í gær en hann var besti maður vallarins enda frábær bæði sókn og vörn. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Pétursson átti frábæran leik í gær þegar Keflavíkurliðið þurfti svo mikið á honum að halda. Keflavík tryggði sér oddaleik með 89-82 sigri á Grindavík. Sigurður ræddi meðal annars samfélagsmiðlafærslu og rauðrófusafa í viðtalinu eftir leikinn. Subway Körfuboltakvöld valdi Sigurð PlayAir leiksins fyrir framgöngu sína. Hann endaði leikinn með 24 stig, 7 fráköst, 3 stoðsendingar, 2 stolna bolta og 2 varin skot. Sigurður hitti úr 66 prósent skota sinna (10 af 15) og þar af fjórum af fimm skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. „PlayAir leiksins að okkar mati var algjörlega stórkostlegur. Sigurður Pétursson. Þú ert að koma hingað í annað sinn í settið en þessi frammistaða hjá þér í kvöld. Fannstu það fyrir leikinn: Ég verð að stíga upp,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Já, þeir er búnir að vera að segja þetta við mig, Maggi aðstoðarþjálfari (Magnús Þór Gunnarsson) og Jaka (Brodnik). Það gengur ekki að ég sé að skora fjögur stig í leik þegar ég á að koma í staðinn fyrir Remy (Martin),“ sagði Sigurður. „Ég var aðallega að pæla í því að það kom ekki til greina að fara að tapa þessum leik,“ sagði Sigurður. Hann sagði líka frá því að færsla leikmanns Grindavíkur á samfélagsmiðlum hafi kveikt í Keflavíkurliðinu. Instagram færsla Julio „Þeir eru kannski búnir að setja pressu á sig sjálfir. Julio (De Asisse) setti á Instagram story að þeir væru komnir í Finals eða setti mynd af Kobe Bryant í Finals. Ég sá þetta, setti þetta inn í okkar hóp og við vorum ekki að fara að tapa á móti þessu liði,“ sagði Sigurður. „Þetta virkaði alla vega núna fyrir okkur. Vonandi gerir hann aftur eitthvað svona heimskulegt fyrir næsta leik,“ sagði Sigurður. Ég var líka orðinn smá stressaður „Þetta var orðið dálítið tæpt undir lokin en við erum með góða ‚closera' eins og Jaka og Igor (Maric). Ískaldir og setja niður þrista. Ég var líka orðinn smá stressaður,“ sagði Sigurður um lokakaflann þegar Grindavíkingar komu til baka. Remy Martin hefur ekkert spilað með Keflavíkurliðinu síðan í leik eitt en er Keflavíkurliðið búið að finna réttu leiðina til að spila án hans? Betra varnarlið án Remy „Það voru alls konar gæjar að stíga upp fyrir Remy sem var aðalskorarinn okkar. Án hans þá erum við stærri varnarlega og spilum betri vörn. Við lítum bara á björtu hliðarnar,“ sagði Sigurður. Sigurður var á fullu allan leikinn en er hann ekki þreyttur eftir svona leik? „Jú, ég er með svona létta heilaþoku núna en ég las mér til fyrir leikinn og prófaði að drekka rauðrófusafa. Ég vil meina það að hann hafi gefið mér aukakraft undir lokin,“ sagði Sigurður. „Kristinn Marinósson, gamall liðsfélagi minn, drakk alltaf eina rauðrófusafaflösku á hverjum degi. Ég stal þessu frá honum,“ sagði Sigurður. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Sigurður Pétursson Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld valdi Sigurð PlayAir leiksins fyrir framgöngu sína. Hann endaði leikinn með 24 stig, 7 fráköst, 3 stoðsendingar, 2 stolna bolta og 2 varin skot. Sigurður hitti úr 66 prósent skota sinna (10 af 15) og þar af fjórum af fimm skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. „PlayAir leiksins að okkar mati var algjörlega stórkostlegur. Sigurður Pétursson. Þú ert að koma hingað í annað sinn í settið en þessi frammistaða hjá þér í kvöld. Fannstu það fyrir leikinn: Ég verð að stíga upp,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Já, þeir er búnir að vera að segja þetta við mig, Maggi aðstoðarþjálfari (Magnús Þór Gunnarsson) og Jaka (Brodnik). Það gengur ekki að ég sé að skora fjögur stig í leik þegar ég á að koma í staðinn fyrir Remy (Martin),“ sagði Sigurður. „Ég var aðallega að pæla í því að það kom ekki til greina að fara að tapa þessum leik,“ sagði Sigurður. Hann sagði líka frá því að færsla leikmanns Grindavíkur á samfélagsmiðlum hafi kveikt í Keflavíkurliðinu. Instagram færsla Julio „Þeir eru kannski búnir að setja pressu á sig sjálfir. Julio (De Asisse) setti á Instagram story að þeir væru komnir í Finals eða setti mynd af Kobe Bryant í Finals. Ég sá þetta, setti þetta inn í okkar hóp og við vorum ekki að fara að tapa á móti þessu liði,“ sagði Sigurður. „Þetta virkaði alla vega núna fyrir okkur. Vonandi gerir hann aftur eitthvað svona heimskulegt fyrir næsta leik,“ sagði Sigurður. Ég var líka orðinn smá stressaður „Þetta var orðið dálítið tæpt undir lokin en við erum með góða ‚closera' eins og Jaka og Igor (Maric). Ískaldir og setja niður þrista. Ég var líka orðinn smá stressaður,“ sagði Sigurður um lokakaflann þegar Grindavíkingar komu til baka. Remy Martin hefur ekkert spilað með Keflavíkurliðinu síðan í leik eitt en er Keflavíkurliðið búið að finna réttu leiðina til að spila án hans? Betra varnarlið án Remy „Það voru alls konar gæjar að stíga upp fyrir Remy sem var aðalskorarinn okkar. Án hans þá erum við stærri varnarlega og spilum betri vörn. Við lítum bara á björtu hliðarnar,“ sagði Sigurður. Sigurður var á fullu allan leikinn en er hann ekki þreyttur eftir svona leik? „Jú, ég er með svona létta heilaþoku núna en ég las mér til fyrir leikinn og prófaði að drekka rauðrófusafa. Ég vil meina það að hann hafi gefið mér aukakraft undir lokin,“ sagði Sigurður. „Kristinn Marinósson, gamall liðsfélagi minn, drakk alltaf eina rauðrófusafaflösku á hverjum degi. Ég stal þessu frá honum,“ sagði Sigurður. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Sigurður Pétursson
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Sjá meira