Fullvissuð um það að íþróttafólk utan skápsins sé öruggt í Sádi Arabíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 14:00 Daria Kasatkina er komin út úr skápnum en er ekki hrædd við að fara til Sádi Arabíu. Getty/Fred Mullane Rússneska tenniskonan Daria Kasatkina er ein af fáum sem keppa meðal þeirra bestu í tennisheiminum jafnframt því að vera komin út úr skápnum í sínu einkalífi. Kasatkina segir að hún hafi fengið tryggingu fyrir því að hún væri örugg þegar og ef hún keppir einhvern tímann í Sádi Arabíu. „Ég hef fengið fullvissu um það að allt verði í fínu lagi,“ sagði Kasatkina við breska ríkisútvarpið en hún er eins og er í ellefta sæti á heimslistanum. Mannréttindabrot eru þekkt í Sádi Arabíu og ekki síst gagnvart samkynhneigðu fólki. Stjórnvöld hafa beitt sérstökum sakamáladómstól til kerfisbundinnar þöggunar í landinu. Kasatkina hafði lýst yfir efasemdunum um einmitt þetta þegar hún var spurð út í þetta á blaðamannafundi á Wimbledon mótinu í fyrra. Hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir og transfólk hafa löngum þurft að sæta mismunun og ofbeldi vegna kynhnreigðar- eða vitundar sinnar. Eftir sigur á Anastasia Pavlyuchenkova á Opna Madrid mótinu um helgina þá talaði hún aftur á móti með því að fara með úrslitamót WTA-mótaraðarinnar til Riyadh í Sádi Arabíu. Lokamót tímabilsins verður næstu þrjú árin í Sádi Arabíu. „Ef ég kemst inn á það mót þá þýðir það að ég er ein af átta bestu í heimi. Það yrðu frábærar fréttir fyrir mig,“ sagði Kasatkina. „Við sjáum að Sádarnir hafa mikinn áhuga á íþróttum og þeir vilja þróa og efla íþróttirnar. Svo framarlega sem þessi þróun gefur fólkinu, krökkunum og konunum jöfn tækifæri til að koma og horfa á keppnirnar. Að þau fái að horfa, keppa og taka þátt í þessu þá er þetta bara frábært,“ sagði Kasatkina. Réttindi kvenna í Sádi-Arabíu hafa verið bágborin. Konur ráða ekki yfir lífi sínu þar sem þær þurfa að lúta forsjá karlmanns. Einhverjar umbætur í lögum hafa þó verið gerðar á síðustu árum. Tennis Sádi-Arabía Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Sjá meira
Kasatkina segir að hún hafi fengið tryggingu fyrir því að hún væri örugg þegar og ef hún keppir einhvern tímann í Sádi Arabíu. „Ég hef fengið fullvissu um það að allt verði í fínu lagi,“ sagði Kasatkina við breska ríkisútvarpið en hún er eins og er í ellefta sæti á heimslistanum. Mannréttindabrot eru þekkt í Sádi Arabíu og ekki síst gagnvart samkynhneigðu fólki. Stjórnvöld hafa beitt sérstökum sakamáladómstól til kerfisbundinnar þöggunar í landinu. Kasatkina hafði lýst yfir efasemdunum um einmitt þetta þegar hún var spurð út í þetta á blaðamannafundi á Wimbledon mótinu í fyrra. Hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir og transfólk hafa löngum þurft að sæta mismunun og ofbeldi vegna kynhnreigðar- eða vitundar sinnar. Eftir sigur á Anastasia Pavlyuchenkova á Opna Madrid mótinu um helgina þá talaði hún aftur á móti með því að fara með úrslitamót WTA-mótaraðarinnar til Riyadh í Sádi Arabíu. Lokamót tímabilsins verður næstu þrjú árin í Sádi Arabíu. „Ef ég kemst inn á það mót þá þýðir það að ég er ein af átta bestu í heimi. Það yrðu frábærar fréttir fyrir mig,“ sagði Kasatkina. „Við sjáum að Sádarnir hafa mikinn áhuga á íþróttum og þeir vilja þróa og efla íþróttirnar. Svo framarlega sem þessi þróun gefur fólkinu, krökkunum og konunum jöfn tækifæri til að koma og horfa á keppnirnar. Að þau fái að horfa, keppa og taka þátt í þessu þá er þetta bara frábært,“ sagði Kasatkina. Réttindi kvenna í Sádi-Arabíu hafa verið bágborin. Konur ráða ekki yfir lífi sínu þar sem þær þurfa að lúta forsjá karlmanns. Einhverjar umbætur í lögum hafa þó verið gerðar á síðustu árum.
Tennis Sádi-Arabía Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Sjá meira