Lítið opið „bónbréf“ til forseta Alþingis Lúðvík Bergvinsson skrifar 10. apríl 2024 14:31 Kæri Birgir. Það er ekki einfalt að halda uppi skipulagi í mannlegu samfélagi, enda flóran fjölbreytt. Meðan sumir eru eigingjarnir hugsa aðrir um almannahag; meðan sumir eru góðviljaðir ræður hatur för hjá öðrum. Þá vilja sumir fá að vera í friði meðan aðrir telja sig fædda leiðtoga og elska fjölmenni. Þannig er þetta bara. Allskonar. Þetta þekkjum við báðir. Hugmyndinni um skipulag er ætlað að tryggja að sem flestir fái notið sín í okkar samfélagi á eigin forsendum. Okkar þjóðskipulag tekur mið af því að valdið sé hjá þjóðinni. Í kosningum til Alþingis er þessu valdi, a.m.k. að hluta og tímabundið, fyrirkomið hjá kjörnum fulltrúum. Þessir fulltrúar fara með lagasetningarvald og taka m.a. ákvarðanir um hvaða tekna skuli afla og hvernig þeim skuli varið. Þetta gera þeir fyrst og fremst með því að greiða atkvæði. Frá Alþingi hríslast valdið svo áfram niður til framkvæmdastjórnar, þ.e. ríkisstjórnar og einstaka ráðherra, sem á stundum virðast halda að uppspretta valdsins sé hjá þeim. Það er misskilningur. Það vitum við báðir. Þetta lýðræðislega fyrirkomulag okkar er vitaskuld ekki fullkomið, en mögulega það skásta sem við höfum. Það þarf því að gæta vel að lýðræðinu og ef við berjumst ekki fyrir því tapast það og sérhagsmunagæslan verður alfarið ofan á. Við það deyr hugmyndin um skipulag í þágu almannahags; þá er stutt í ófriðinn. Það viljum við ekki. Setning búvörulaga Þá er komið að erindinu minn kæri Birgir. Þannig er að ég hef alltaf álitið forseta þingsins helstan varðgæslumann lýðræðis hér á landi og því ábyrgð hans mikil. Hann er í mínum huga nokkurskonar stjórnarformaður í öllu kompaníinu og ætlað það hlutverk að líta til með framkvæmdastjórninni. Hann þarf að tryggja að Alþingi standi undir því hlutverki sem því er falið. Á því virðist, því miður, hafa orðið nokkur misbrestur. Ef marka má tíðindi virðist sem einn nýgræðingur á Alþingi hafi strax eftir síðustu kosningar, þ.e. sem nú situr á stóli formanns atvinnuveganefndar, misst af afar mikilvægum kynningarfundi Alþingis hvað varðar hlutverk þingsins. Þetta verður ráðið af því að margt bendir til að hann hafa skundað einn síns liðs í Skagafjörð með lagafrumvarp matvælaráðherra um búvörulög upp á vasann og falið Kaupfélagi á staðnum að endurskrifa allt efni þess. Leiðarstefið virðist hafa verið það að fulltrúar þeirra 3-4 aðila sem sjá um alla slátrun á kjöti í landinu, auk nánast alls innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt kvóta, þurfi ekki lengur að fara í Öskjuhlíðina til að taka ákvarðanir um verðmyndun. Nú megi þeir stunda sitt samráð fyrir opnum tjöldum. Með öðrum orðum að starfsemi þeirra lúti engum lögum hvað varðar samkeppni og verðmyndun. Af þeim sökum verði verslunin, almenningur og bændur að sætta sig við til framtíðar einhliða ákvarðanir einokunaraðila um verð við kaup eða sölu á kjöti. Að sögn talsmanna almannahagsmuna, sem hafa talsvert fjallað um þetta mál á opinberum vettvangi, mun á fundinum í Skagafirði hafa glitt í allan Framsóknarflokkinn og jafnvel mátt sjá til Óla Björns Kárasonar gægjast uppúr brjóstvasa kaupfélagsstjórans. Nýgræðingurinn er líka sagður hafa sagt að hann hefði fullt vald til að útvista lagasetningarvaldi Alþingis í Fjörðinn, enda njóti hann verndar bæði Katrínar og Bjarna í þessu bixi. Hann hafi því verið nokkuð hróðugur. Það undarlega við þetta allt saman, minn kæri Birgir, er það að þetta gekk allt saman eftir í þeim skilningi að útvistunarlögin úr Skagafirðinum voru samþykkt sem lög frá Alþingi. Ég er því hræddur um að hér hafi orðið alvarlegt lýðræðislegt stórslys. Bónin Það er því ekki að ástæðulausu, kæri Birgir, að ég leita nú til þín fyrir hönd þeirra sem kaupa kjöt til að neyslu, jafnvel bara um helgar. Sem helsti varðgæslumaður lýðræðis er vandséð að betri maður en þú finnist til verksins og lagfæri það sem miður fór í héraði. Í samræmi við framangreint langar mig að biðja þig, lengstra orða, að hlutast til um það fyrir mig og marga aðra í svipaðri stöðu, að þessi nýsamþykktu búvörulög verði felld úr gildi, því eins og sagt var forðum, ef við slítum í sundur lögin er hættan sú að friðurinn sé úti. Við látum það ekki gerast á þinni vakt. Þinn einlægur, Lúðvík Bergvinsson, hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Landbúnaður Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Birgir. Það er ekki einfalt að halda uppi skipulagi í mannlegu samfélagi, enda flóran fjölbreytt. Meðan sumir eru eigingjarnir hugsa aðrir um almannahag; meðan sumir eru góðviljaðir ræður hatur för hjá öðrum. Þá vilja sumir fá að vera í friði meðan aðrir telja sig fædda leiðtoga og elska fjölmenni. Þannig er þetta bara. Allskonar. Þetta þekkjum við báðir. Hugmyndinni um skipulag er ætlað að tryggja að sem flestir fái notið sín í okkar samfélagi á eigin forsendum. Okkar þjóðskipulag tekur mið af því að valdið sé hjá þjóðinni. Í kosningum til Alþingis er þessu valdi, a.m.k. að hluta og tímabundið, fyrirkomið hjá kjörnum fulltrúum. Þessir fulltrúar fara með lagasetningarvald og taka m.a. ákvarðanir um hvaða tekna skuli afla og hvernig þeim skuli varið. Þetta gera þeir fyrst og fremst með því að greiða atkvæði. Frá Alþingi hríslast valdið svo áfram niður til framkvæmdastjórnar, þ.e. ríkisstjórnar og einstaka ráðherra, sem á stundum virðast halda að uppspretta valdsins sé hjá þeim. Það er misskilningur. Það vitum við báðir. Þetta lýðræðislega fyrirkomulag okkar er vitaskuld ekki fullkomið, en mögulega það skásta sem við höfum. Það þarf því að gæta vel að lýðræðinu og ef við berjumst ekki fyrir því tapast það og sérhagsmunagæslan verður alfarið ofan á. Við það deyr hugmyndin um skipulag í þágu almannahags; þá er stutt í ófriðinn. Það viljum við ekki. Setning búvörulaga Þá er komið að erindinu minn kæri Birgir. Þannig er að ég hef alltaf álitið forseta þingsins helstan varðgæslumann lýðræðis hér á landi og því ábyrgð hans mikil. Hann er í mínum huga nokkurskonar stjórnarformaður í öllu kompaníinu og ætlað það hlutverk að líta til með framkvæmdastjórninni. Hann þarf að tryggja að Alþingi standi undir því hlutverki sem því er falið. Á því virðist, því miður, hafa orðið nokkur misbrestur. Ef marka má tíðindi virðist sem einn nýgræðingur á Alþingi hafi strax eftir síðustu kosningar, þ.e. sem nú situr á stóli formanns atvinnuveganefndar, misst af afar mikilvægum kynningarfundi Alþingis hvað varðar hlutverk þingsins. Þetta verður ráðið af því að margt bendir til að hann hafa skundað einn síns liðs í Skagafjörð með lagafrumvarp matvælaráðherra um búvörulög upp á vasann og falið Kaupfélagi á staðnum að endurskrifa allt efni þess. Leiðarstefið virðist hafa verið það að fulltrúar þeirra 3-4 aðila sem sjá um alla slátrun á kjöti í landinu, auk nánast alls innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt kvóta, þurfi ekki lengur að fara í Öskjuhlíðina til að taka ákvarðanir um verðmyndun. Nú megi þeir stunda sitt samráð fyrir opnum tjöldum. Með öðrum orðum að starfsemi þeirra lúti engum lögum hvað varðar samkeppni og verðmyndun. Af þeim sökum verði verslunin, almenningur og bændur að sætta sig við til framtíðar einhliða ákvarðanir einokunaraðila um verð við kaup eða sölu á kjöti. Að sögn talsmanna almannahagsmuna, sem hafa talsvert fjallað um þetta mál á opinberum vettvangi, mun á fundinum í Skagafirði hafa glitt í allan Framsóknarflokkinn og jafnvel mátt sjá til Óla Björns Kárasonar gægjast uppúr brjóstvasa kaupfélagsstjórans. Nýgræðingurinn er líka sagður hafa sagt að hann hefði fullt vald til að útvista lagasetningarvaldi Alþingis í Fjörðinn, enda njóti hann verndar bæði Katrínar og Bjarna í þessu bixi. Hann hafi því verið nokkuð hróðugur. Það undarlega við þetta allt saman, minn kæri Birgir, er það að þetta gekk allt saman eftir í þeim skilningi að útvistunarlögin úr Skagafirðinum voru samþykkt sem lög frá Alþingi. Ég er því hræddur um að hér hafi orðið alvarlegt lýðræðislegt stórslys. Bónin Það er því ekki að ástæðulausu, kæri Birgir, að ég leita nú til þín fyrir hönd þeirra sem kaupa kjöt til að neyslu, jafnvel bara um helgar. Sem helsti varðgæslumaður lýðræðis er vandséð að betri maður en þú finnist til verksins og lagfæri það sem miður fór í héraði. Í samræmi við framangreint langar mig að biðja þig, lengstra orða, að hlutast til um það fyrir mig og marga aðra í svipaðri stöðu, að þessi nýsamþykktu búvörulög verði felld úr gildi, því eins og sagt var forðum, ef við slítum í sundur lögin er hættan sú að friðurinn sé úti. Við látum það ekki gerast á þinni vakt. Þinn einlægur, Lúðvík Bergvinsson, hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar