„Þurfum að tapa færri boltum og taka betri ákvarðanir sóknarlega í næsta leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. apríl 2024 21:18 Arnar Guðjónsson var svekktur eftir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar unnu tólf stiga sigur gegn Stjörnunni 80-68 í fyrsta leik milli liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur með seinni hálfleik Stjörnunnar. „Mér fannst annar leikhluti allt í lagi en þriðji leikhluti var það sem fór með þennan leik,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik og hélt áfram að tala um þriðja leikhluta. „Við tókum vondar ákvarðanir sóknarlega sem varð til þess að þær fengu auðveldar körfur og síðan vorum við í vandræðum með pressuna þeirra.“ Varamannabekkur Hauka fékk tæknivillu undir lok fyrri hálfleiks og eftir að Katarzyna Trzeciak, leikmaður Stjörnunnar, setti niður vítaskot fengu Haukar boltann aftur þrátt fyrir mótmæli Stjörnunnar. „Við héldum að við ættum að eiga boltann og svo var víst ekki en það hlýtur að vera rétt ég sá það ekki og Keira setti gott skot ofan í.“ Arnar vísar í það að Haukar fengu boltann og Keira Robinson setti niður skot á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks en hann vildi ekki meina að hans lið hafi tekið svekkelsið með sér út í síðari hálfleik. „Nei ég held að þetta hafi ekki legið á því. Haukar voru betri í seinni hálfleik og við spiluðum ekki nógu vel.“ Það gekk ekkert upp hjá Stjörnunni í þriðja leikhluta og Arnar neyddist til þess að brenna tvö leikhlé á tveimur mínútum. „Það sem gerðist var ekki það sem ég bað um. Ég var með hugmyndir og stundum klikka þær en ég vil sjá þær klikka áður en við förum að gera eitthvað annað.“ Stjarnan tapaði nítján boltum sem var allt of mikið að mati Arnars og liðið verður að laga það fyrir næsta leik gegn Haukum á laugardaginn. „Þetta var sami varnarleikur hjá þeim og seinast þegar að við spiluðum við þær í Ólafssal. Þá gerðu þær nákvæmlega það sama og við brotnuðum á sama hátt.“ „Við þurfum að tapa færri boltum í næsta leik og við þurfum að taka betri ákvarðanir sóknarlega svo við gefum þeim ekki auðveldar körfur,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum. Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert lát á sigurgöngu Tryggva og félaga Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram Paul George dæmdur í 25 leikja bann Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Sjá meira
„Mér fannst annar leikhluti allt í lagi en þriðji leikhluti var það sem fór með þennan leik,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik og hélt áfram að tala um þriðja leikhluta. „Við tókum vondar ákvarðanir sóknarlega sem varð til þess að þær fengu auðveldar körfur og síðan vorum við í vandræðum með pressuna þeirra.“ Varamannabekkur Hauka fékk tæknivillu undir lok fyrri hálfleiks og eftir að Katarzyna Trzeciak, leikmaður Stjörnunnar, setti niður vítaskot fengu Haukar boltann aftur þrátt fyrir mótmæli Stjörnunnar. „Við héldum að við ættum að eiga boltann og svo var víst ekki en það hlýtur að vera rétt ég sá það ekki og Keira setti gott skot ofan í.“ Arnar vísar í það að Haukar fengu boltann og Keira Robinson setti niður skot á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks en hann vildi ekki meina að hans lið hafi tekið svekkelsið með sér út í síðari hálfleik. „Nei ég held að þetta hafi ekki legið á því. Haukar voru betri í seinni hálfleik og við spiluðum ekki nógu vel.“ Það gekk ekkert upp hjá Stjörnunni í þriðja leikhluta og Arnar neyddist til þess að brenna tvö leikhlé á tveimur mínútum. „Það sem gerðist var ekki það sem ég bað um. Ég var með hugmyndir og stundum klikka þær en ég vil sjá þær klikka áður en við förum að gera eitthvað annað.“ Stjarnan tapaði nítján boltum sem var allt of mikið að mati Arnars og liðið verður að laga það fyrir næsta leik gegn Haukum á laugardaginn. „Þetta var sami varnarleikur hjá þeim og seinast þegar að við spiluðum við þær í Ólafssal. Þá gerðu þær nákvæmlega það sama og við brotnuðum á sama hátt.“ „Við þurfum að tapa færri boltum í næsta leik og við þurfum að taka betri ákvarðanir sóknarlega svo við gefum þeim ekki auðveldar körfur,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum.
Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert lát á sigurgöngu Tryggva og félaga Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram Paul George dæmdur í 25 leikja bann Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Sjá meira