Damir um spjaldaglaða dómara: „Algjört kjaftæði“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. apríl 2024 21:43 Ívar Orri Kristjánsson gaf átta gul spjöld í kvöld Vísir/Anton Brink Breiðablik vann FH 2-0 á Kópavogsvelli í kvöld. Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, taldi sig ekki hafa verið heppinn að hafa sloppið við að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum. „Það var virkilega sterkt að byrja mótið á sigri. Þetta var ekkert frábær frammistaða hjá okkur en í byrjun móts skiptir máli að vinna og byrja vel,“ sagði Damir í samtali við Vísi eftir leik. Breiðablik var 1-0 yfir í hálfleik og Damir var nokkuð ánægður með fyrri hálfleikinn og taldi Blika vera óheppna að hafa ekki verið 2-0 yfir þar sem Kristinn Steindórsson átti skot í stöngina. „Það var gott að vera yfir í hálfleik en við hefðum getað verið 2-0 yfir þar sem Kristinn átti skot í stöngina en þetta var fínasti leikur.“ FH-ingar voru allt annað en sáttir þegar að Damir tók niður Sigurð Bjart Hallsson inn í vítateig en samkvæmt Damir var boltinn á milli. „Boltinn var á milli og ég ætlaði að sparka í boltann og hann líka og við spörkuðum í hvorn annan. Þetta var 50-50 og hann hefði geta dæmt víti en gerði það ekki.“ Damir hrósaði Benjamin Stokke, leikmanni Breiðabliks, sem kom inn á og skoraði. „Hann er markaskorari og veit hvar hann á að vera þegar að boltinn dettur eins og sást í leiknum.“ Nýjar áherslur dómara hafa vakið gríðarlega athygli þar sem gulum spjöldum hefur fjölgað töluvert og Damir var ekki ánægður með þá breytingu.„Ég skal vera alveg hreinskilinn og mér finnst þetta vera algjört kjaftæði. Það má alveg sýna tilfinningar inn á fótboltavelli, hvort sem það sé að fórna höndum eða öskra á dómarana. Þeir hafa öskrað á okkur líka og ég veit ekki hvaða bull þetta er.“ „Það hefur enginn komið til okkar og sagt okkur frá þessu. Bara sleppa þessu bulli,“ sagði Damir að lokum ekki sáttur með breyttar áherslur dómara. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Sjá meira
„Það var virkilega sterkt að byrja mótið á sigri. Þetta var ekkert frábær frammistaða hjá okkur en í byrjun móts skiptir máli að vinna og byrja vel,“ sagði Damir í samtali við Vísi eftir leik. Breiðablik var 1-0 yfir í hálfleik og Damir var nokkuð ánægður með fyrri hálfleikinn og taldi Blika vera óheppna að hafa ekki verið 2-0 yfir þar sem Kristinn Steindórsson átti skot í stöngina. „Það var gott að vera yfir í hálfleik en við hefðum getað verið 2-0 yfir þar sem Kristinn átti skot í stöngina en þetta var fínasti leikur.“ FH-ingar voru allt annað en sáttir þegar að Damir tók niður Sigurð Bjart Hallsson inn í vítateig en samkvæmt Damir var boltinn á milli. „Boltinn var á milli og ég ætlaði að sparka í boltann og hann líka og við spörkuðum í hvorn annan. Þetta var 50-50 og hann hefði geta dæmt víti en gerði það ekki.“ Damir hrósaði Benjamin Stokke, leikmanni Breiðabliks, sem kom inn á og skoraði. „Hann er markaskorari og veit hvar hann á að vera þegar að boltinn dettur eins og sást í leiknum.“ Nýjar áherslur dómara hafa vakið gríðarlega athygli þar sem gulum spjöldum hefur fjölgað töluvert og Damir var ekki ánægður með þá breytingu.„Ég skal vera alveg hreinskilinn og mér finnst þetta vera algjört kjaftæði. Það má alveg sýna tilfinningar inn á fótboltavelli, hvort sem það sé að fórna höndum eða öskra á dómarana. Þeir hafa öskrað á okkur líka og ég veit ekki hvaða bull þetta er.“ „Það hefur enginn komið til okkar og sagt okkur frá þessu. Bara sleppa þessu bulli,“ sagði Damir að lokum ekki sáttur með breyttar áherslur dómara.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Sjá meira