Vill kosningar óháð valhoppi Katrínar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. apríl 2024 15:12 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Vísir/Arnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir mikilvægt að boðað verði til Alþingiskosninga hið fyrsta, óháð því hvort Katrín Jakobsdóttir fari í forsetaframboð eða ekki. Þetta segir hún í samtali við Vísi. Tilefnið er skoðanapistill undir nafni Týs í Viðskiptablaðinu þar sem því er velt upp hvort Viðreisn og Þorgerður Katrín myndu ekki græða mest á því að ganga til liðs við Framsókn og Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn í stað Vinstri grænna fari það svo að Katrín bjóði sig fram. Vinni hörðum höndum að því að koma sér í stjórn Þar er því veitt athygli að Þorgerður Katrín hafi lýst yfir stuðningi við Katrínu í forsetaframboði fari svo að hún bjóði sig fram. Allir sem þekki Þorgerði Katrínu viti að eitthvað liggi að baki svo afdráttarlausum stuðningi hennar. „Þorgerður Katrín veit, eins og flestir, að ríkisstjórnin mun ekki lifa af brotthvarf Katrínar. Eins er ólíklegt að Vinstri græn lifi af setu í ríkisstjórn fram að næstu kosningum,“ segir meðal annars í nafnlausa skoðanapistlinum undir nafni Týs. Þar segir að vænleg leið til þess að auka fylgi Viðreisnar sé að koma flokknum í ríkisstjórn. „Því vinnur Þorgerður Katrín að því hörðum höndum þessa dagana að koma sér í stjórn. Þá verður auðvitað mörgum brögðum beitt og auðvitað kostur að hafa færri en fleiri hugsjónir.“ Vill kosningar hið fyrsta „Er ekki Munkhausen endurfæddur þarna hjá Viðskiptablaðinu? Ég ætla ekki að segja mikið meira. Þetta er það sem fylgir spennu og umbreytingum í stjórnmálum, þá fara misgóðir blaðamenn á kreik. Þetta er eitt af því sem maður þarf að lifa með,“ segir Þorgerður. Hún segir engan af Viðskiptablaðinu hafa rætt málin við sig en Þorgerður segist frekar eiga von á því að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna muni reyna að halda áfram sinni samvinnu frekar en að boða til kosninga eða fá aðra flokka með sér í samstarf. „Ef hún fer þá hljóta þeir að reyna að halda áfram, ég geri ekki ráð fyrir öðru. Þetta eru flokkar sem hafa starfað saman í sjö ár og hafa komist upp með að gera ekki neitt annað heldur en að halda pottlokinu ofan á íslensku samfélagi. Þeim hefur gengið vel með það svo ég geri ráð fyrir því að þau reyni að halda áfram en vonast til þess að kosningar verði sem fyrst.“ Þér hugnast ekki að ganga til liðs við flokkana í ríkisstjórn ef þetta samstarf liðast í sundur? „Ég held það væri bara mikilvægast fyrir þjóðina að fá kosningar sem fyrst. Óháð því hvort Katrín fer fram eða ekki. Því lengur sem þessi ríkisstjórn situr því verra er það fyrir okkur, þá erum við bara að fresta öllum málum. Það er ekki verið að gera neitt af viti og loksins eru fleiri að vakna við það að við þurfum að fara að tala um það sem skiptir máli, það er krónan sem er helsti dragbítur íslenskra heimila, það eru fjármál heimilanna,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir að því fyrr sem stjórnarformið breytist því betra sé það fyrir þjóðina. Algjör kyrrstaða hafi verið í ýmsum málaflokkum og nefnir hún orkumálin og heilbrigðismál sem dæmi. Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Þetta segir hún í samtali við Vísi. Tilefnið er skoðanapistill undir nafni Týs í Viðskiptablaðinu þar sem því er velt upp hvort Viðreisn og Þorgerður Katrín myndu ekki græða mest á því að ganga til liðs við Framsókn og Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn í stað Vinstri grænna fari það svo að Katrín bjóði sig fram. Vinni hörðum höndum að því að koma sér í stjórn Þar er því veitt athygli að Þorgerður Katrín hafi lýst yfir stuðningi við Katrínu í forsetaframboði fari svo að hún bjóði sig fram. Allir sem þekki Þorgerði Katrínu viti að eitthvað liggi að baki svo afdráttarlausum stuðningi hennar. „Þorgerður Katrín veit, eins og flestir, að ríkisstjórnin mun ekki lifa af brotthvarf Katrínar. Eins er ólíklegt að Vinstri græn lifi af setu í ríkisstjórn fram að næstu kosningum,“ segir meðal annars í nafnlausa skoðanapistlinum undir nafni Týs. Þar segir að vænleg leið til þess að auka fylgi Viðreisnar sé að koma flokknum í ríkisstjórn. „Því vinnur Þorgerður Katrín að því hörðum höndum þessa dagana að koma sér í stjórn. Þá verður auðvitað mörgum brögðum beitt og auðvitað kostur að hafa færri en fleiri hugsjónir.“ Vill kosningar hið fyrsta „Er ekki Munkhausen endurfæddur þarna hjá Viðskiptablaðinu? Ég ætla ekki að segja mikið meira. Þetta er það sem fylgir spennu og umbreytingum í stjórnmálum, þá fara misgóðir blaðamenn á kreik. Þetta er eitt af því sem maður þarf að lifa með,“ segir Þorgerður. Hún segir engan af Viðskiptablaðinu hafa rætt málin við sig en Þorgerður segist frekar eiga von á því að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna muni reyna að halda áfram sinni samvinnu frekar en að boða til kosninga eða fá aðra flokka með sér í samstarf. „Ef hún fer þá hljóta þeir að reyna að halda áfram, ég geri ekki ráð fyrir öðru. Þetta eru flokkar sem hafa starfað saman í sjö ár og hafa komist upp með að gera ekki neitt annað heldur en að halda pottlokinu ofan á íslensku samfélagi. Þeim hefur gengið vel með það svo ég geri ráð fyrir því að þau reyni að halda áfram en vonast til þess að kosningar verði sem fyrst.“ Þér hugnast ekki að ganga til liðs við flokkana í ríkisstjórn ef þetta samstarf liðast í sundur? „Ég held það væri bara mikilvægast fyrir þjóðina að fá kosningar sem fyrst. Óháð því hvort Katrín fer fram eða ekki. Því lengur sem þessi ríkisstjórn situr því verra er það fyrir okkur, þá erum við bara að fresta öllum málum. Það er ekki verið að gera neitt af viti og loksins eru fleiri að vakna við það að við þurfum að fara að tala um það sem skiptir máli, það er krónan sem er helsti dragbítur íslenskra heimila, það eru fjármál heimilanna,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir að því fyrr sem stjórnarformið breytist því betra sé það fyrir þjóðina. Algjör kyrrstaða hafi verið í ýmsum málaflokkum og nefnir hún orkumálin og heilbrigðismál sem dæmi.
Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira