Dómarinn gerði ekki mistök í lokin á Liverpool-City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2024 09:31 Alexis Mac Allister liggur í grasinu eftir tæklinguna frá Jérémy Doku. Getty/Robbie Jay Barratt Yfirmaður dómaranna í ensku úrvalsdeildinni segir að tækling Jérémy Doku á Alexis Mac Allister á lokasekúndum Liverpool og Manchester City hafi verið lögleg. Howard Webb hefur nú tjáð sig um frammistöðu dómarans á þessum umdeildu lokasekúndum leiksins en úrslit hans gæti gert útslagið í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn í vor. Liverpool stuðningsmenn sem og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp voru æfir yfir því að Doku væri ekki refsað fyrir það að fara með takkana í brjóstkassa Mac Allister. Atvikið gerðist innan vítateigs, í stöðunni 1-1 og rétt áður en leikurinn var flautaður af. Webb fór yfir málið í hinum reglubunda VAR-þætti þar sem er farið yfir þá dóma sem myndbandsdómarar hafa tekið fyrir. Webb segir samt að ef dómarinn hefði dæmt víti þá hefði því ekki verið breytt. Þetta var því dæmi um dóm sem er réttur hvorum megin við línuna sem hann endaði. Howard Webb explains the following decisions on Match Officials Mic'd Up:Liverpool's penalty appeal v Man CityWest Ham's overturned goal v Aston VillaVilla's penalty appeal v West HamMcGinn's red card v SpursWest Ham's penalty appeal v BurnleyBrownhill's red card v Palace pic.twitter.com/q6yjCx66WA— Premier League (@premierleague) March 19, 2024 „Ef dómarinn hefði dæmt þetta á vellinum þá hefði Varsjáin staðfest þann dóm og alveg eins ef hann hefði ekki dæmt það,“ sagði Howard Webb. „Við heyrum í Michael Oliver sem segir að boltinn hafi verið á milli manna sem voru að fara í tæklingu. Boltinn er of lágt til að skalla hann. Doku lyftir fætinum til að sparka í boltann og hann kemur við boltann,“ sagði Webb. „Já hann kemur aðeins við MacAllister líka. Mac Allister kemur inn í hann og hann nær ekki að fara í boltann. Ég skil samt vel að menn séu ósammála um þennan dóm,“ sagði Webb. „Varsjáin á ekki að breyta hlutum nema að það séu góðar sannanir fyrir þeim breytingum. Þú verður að vera alveg viss að þú sért að breyta rétt. Oft hafa menn ekki nægar sannanir til að breyta eða sjá hlutina nægilega vel til að dæma,“ sagði Webb. „Augljóslega var Michael [Oliver] í þeirri stöðu þarna. Svo fer Varsjáin að skoða þetta og sér heldur ekki þetta skýrt eða skorinort. Þarna er atvik sem kallar á huglægt mat og Varsjáin heldur sig frá slíku. Menn eru klofnir í afstöðu sinni til þessa dóms,“ sagði Webb. Are we surprised? Howard Webb has lost all credibility now. Why not just admit that this was a foul? Try reading law 12 Howard. No-one @FA_PGMOL has got the bollocks to take Michael Oliver on. That in itself is dangerous. pic.twitter.com/ufaq8Zb9zI— Richard Keys (@richardajkeys) March 20, 2024 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Howard Webb hefur nú tjáð sig um frammistöðu dómarans á þessum umdeildu lokasekúndum leiksins en úrslit hans gæti gert útslagið í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn í vor. Liverpool stuðningsmenn sem og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp voru æfir yfir því að Doku væri ekki refsað fyrir það að fara með takkana í brjóstkassa Mac Allister. Atvikið gerðist innan vítateigs, í stöðunni 1-1 og rétt áður en leikurinn var flautaður af. Webb fór yfir málið í hinum reglubunda VAR-þætti þar sem er farið yfir þá dóma sem myndbandsdómarar hafa tekið fyrir. Webb segir samt að ef dómarinn hefði dæmt víti þá hefði því ekki verið breytt. Þetta var því dæmi um dóm sem er réttur hvorum megin við línuna sem hann endaði. Howard Webb explains the following decisions on Match Officials Mic'd Up:Liverpool's penalty appeal v Man CityWest Ham's overturned goal v Aston VillaVilla's penalty appeal v West HamMcGinn's red card v SpursWest Ham's penalty appeal v BurnleyBrownhill's red card v Palace pic.twitter.com/q6yjCx66WA— Premier League (@premierleague) March 19, 2024 „Ef dómarinn hefði dæmt þetta á vellinum þá hefði Varsjáin staðfest þann dóm og alveg eins ef hann hefði ekki dæmt það,“ sagði Howard Webb. „Við heyrum í Michael Oliver sem segir að boltinn hafi verið á milli manna sem voru að fara í tæklingu. Boltinn er of lágt til að skalla hann. Doku lyftir fætinum til að sparka í boltann og hann kemur við boltann,“ sagði Webb. „Já hann kemur aðeins við MacAllister líka. Mac Allister kemur inn í hann og hann nær ekki að fara í boltann. Ég skil samt vel að menn séu ósammála um þennan dóm,“ sagði Webb. „Varsjáin á ekki að breyta hlutum nema að það séu góðar sannanir fyrir þeim breytingum. Þú verður að vera alveg viss að þú sért að breyta rétt. Oft hafa menn ekki nægar sannanir til að breyta eða sjá hlutina nægilega vel til að dæma,“ sagði Webb. „Augljóslega var Michael [Oliver] í þeirri stöðu þarna. Svo fer Varsjáin að skoða þetta og sér heldur ekki þetta skýrt eða skorinort. Þarna er atvik sem kallar á huglægt mat og Varsjáin heldur sig frá slíku. Menn eru klofnir í afstöðu sinni til þessa dóms,“ sagði Webb. Are we surprised? Howard Webb has lost all credibility now. Why not just admit that this was a foul? Try reading law 12 Howard. No-one @FA_PGMOL has got the bollocks to take Michael Oliver on. That in itself is dangerous. pic.twitter.com/ufaq8Zb9zI— Richard Keys (@richardajkeys) March 20, 2024
Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira