„Get ímyndað mér að það sé erfitt fyrir andstæðingana að eiga við hann“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 18. mars 2024 22:00 Benedikt Guðmundsson er líflegur á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík tyllti sér upp í 2. sæti Subway-deildar karla í körfubolta með því að kjöldraga fallna Blika 120-86. Um var að ræða leik sem var frestað vegna skorts á heitu vatni, í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga í síðasta mánuði. „Gott að fá tvö stig. Ég vissi að þetta yrði erfitt hjá Blikunum og tala nú ekki um þegar þeir missa tvo leikmenn í meiðsli, annar í upphitun og hinn í byrjun leiks. Ég held að allir hafi séð í hvað stefndi þá,“ sagði Benedikt Guðmundssonm þjálfari Njarðvíkinga, eftir leik. „Mér fannst Blikarnir byrja bara virkilega vel. Þeir voru með marga góða sóknarmenn sem við réðum illa við en ég held að þessi meiðsli hjá þeirra tveim lykilmönnum hafi gert þetta að ansi mikilli brekku hjá þeim og þá voru bara gæðin okkar miklu meiri. Við breyttum ekki neinu, jú við reyndum að pressa aðeins hérna þegar að við vissum að Sölvi væri ekki með og svona en að öðru leyti þá voru gæðin bara meiri okkar megin.“ Njarðvíkingar voru að hitta mjög vel og voru komnir með 100 stig á töfluna áður en liðin byrjuðu fjórða leikhluta. „Já menn voru að hitta vel. Það var gott jafnvægi á þessu, menn voru að hitta vel fyrir utan, fengum fullt af hraðaupphlaupum. Menn voru í góðum sóknargír hérna í dag og ég ætla að vona að menn haldi áfram að hitta svona því þá eru okkur allir vegir færir, sérstaklega fyrir utan.“ Dwayne Lautier-Ogunleye átti frábæran leik í kvöld og hefur aðeins fallið í skuggan á Chaz Williams þegar menn tala um Njarðvíkinga. „Hann er alltaf að verða betri og betri. Hann kom hérna um áramótin og var ekkert búin að spila í vetur. Byrjaði róleg í fyrsta leik og einhverjir voru farnir að senda á mig hvað hann myndi endast lengi en hann er bara lykilmaður hjá okkur bæði í vörn og sókn. Eins og ég sagði eftir Þorlákshöfn þá er enginn öflugri að keyra á hringinn heldur en hann. Þá er ég tala um bara deildina núna í vetur og bara þá sem ég hef haft í mínu liði. Ég get ímyndað mér að það sé erfitt fyrir andstæðingana að eiga við hann.“ Njarðvíkingar fá núna smá bikar pásu áður en þeir mæta svo nágrönnum sínum í Keflavík í stórslag næstu umferðar. „Ég er ekki farin að hugsa svo langt. Núna er það bara næsta verkefni hjá félaginu og það eru stelpurnar í undanúrslitum í bikar. Ég er ekki komin lengra en það. Ég man ekki einu sinni hvaða dagsetning er á Keflavíkurleiknum en hann er allavega í þar næstu viku svo við fáum smá andrými núna til þess að styðja stelpurnar og svo förum við að hugsa um Keflavík, Val og allt það sem er framundan. “ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
„Gott að fá tvö stig. Ég vissi að þetta yrði erfitt hjá Blikunum og tala nú ekki um þegar þeir missa tvo leikmenn í meiðsli, annar í upphitun og hinn í byrjun leiks. Ég held að allir hafi séð í hvað stefndi þá,“ sagði Benedikt Guðmundssonm þjálfari Njarðvíkinga, eftir leik. „Mér fannst Blikarnir byrja bara virkilega vel. Þeir voru með marga góða sóknarmenn sem við réðum illa við en ég held að þessi meiðsli hjá þeirra tveim lykilmönnum hafi gert þetta að ansi mikilli brekku hjá þeim og þá voru bara gæðin okkar miklu meiri. Við breyttum ekki neinu, jú við reyndum að pressa aðeins hérna þegar að við vissum að Sölvi væri ekki með og svona en að öðru leyti þá voru gæðin bara meiri okkar megin.“ Njarðvíkingar voru að hitta mjög vel og voru komnir með 100 stig á töfluna áður en liðin byrjuðu fjórða leikhluta. „Já menn voru að hitta vel. Það var gott jafnvægi á þessu, menn voru að hitta vel fyrir utan, fengum fullt af hraðaupphlaupum. Menn voru í góðum sóknargír hérna í dag og ég ætla að vona að menn haldi áfram að hitta svona því þá eru okkur allir vegir færir, sérstaklega fyrir utan.“ Dwayne Lautier-Ogunleye átti frábæran leik í kvöld og hefur aðeins fallið í skuggan á Chaz Williams þegar menn tala um Njarðvíkinga. „Hann er alltaf að verða betri og betri. Hann kom hérna um áramótin og var ekkert búin að spila í vetur. Byrjaði róleg í fyrsta leik og einhverjir voru farnir að senda á mig hvað hann myndi endast lengi en hann er bara lykilmaður hjá okkur bæði í vörn og sókn. Eins og ég sagði eftir Þorlákshöfn þá er enginn öflugri að keyra á hringinn heldur en hann. Þá er ég tala um bara deildina núna í vetur og bara þá sem ég hef haft í mínu liði. Ég get ímyndað mér að það sé erfitt fyrir andstæðingana að eiga við hann.“ Njarðvíkingar fá núna smá bikar pásu áður en þeir mæta svo nágrönnum sínum í Keflavík í stórslag næstu umferðar. „Ég er ekki farin að hugsa svo langt. Núna er það bara næsta verkefni hjá félaginu og það eru stelpurnar í undanúrslitum í bikar. Ég er ekki komin lengra en það. Ég man ekki einu sinni hvaða dagsetning er á Keflavíkurleiknum en hann er allavega í þar næstu viku svo við fáum smá andrými núna til þess að styðja stelpurnar og svo förum við að hugsa um Keflavík, Val og allt það sem er framundan. “
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira