„Get ímyndað mér að það sé erfitt fyrir andstæðingana að eiga við hann“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 18. mars 2024 22:00 Benedikt Guðmundsson er líflegur á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík tyllti sér upp í 2. sæti Subway-deildar karla í körfubolta með því að kjöldraga fallna Blika 120-86. Um var að ræða leik sem var frestað vegna skorts á heitu vatni, í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga í síðasta mánuði. „Gott að fá tvö stig. Ég vissi að þetta yrði erfitt hjá Blikunum og tala nú ekki um þegar þeir missa tvo leikmenn í meiðsli, annar í upphitun og hinn í byrjun leiks. Ég held að allir hafi séð í hvað stefndi þá,“ sagði Benedikt Guðmundssonm þjálfari Njarðvíkinga, eftir leik. „Mér fannst Blikarnir byrja bara virkilega vel. Þeir voru með marga góða sóknarmenn sem við réðum illa við en ég held að þessi meiðsli hjá þeirra tveim lykilmönnum hafi gert þetta að ansi mikilli brekku hjá þeim og þá voru bara gæðin okkar miklu meiri. Við breyttum ekki neinu, jú við reyndum að pressa aðeins hérna þegar að við vissum að Sölvi væri ekki með og svona en að öðru leyti þá voru gæðin bara meiri okkar megin.“ Njarðvíkingar voru að hitta mjög vel og voru komnir með 100 stig á töfluna áður en liðin byrjuðu fjórða leikhluta. „Já menn voru að hitta vel. Það var gott jafnvægi á þessu, menn voru að hitta vel fyrir utan, fengum fullt af hraðaupphlaupum. Menn voru í góðum sóknargír hérna í dag og ég ætla að vona að menn haldi áfram að hitta svona því þá eru okkur allir vegir færir, sérstaklega fyrir utan.“ Dwayne Lautier-Ogunleye átti frábæran leik í kvöld og hefur aðeins fallið í skuggan á Chaz Williams þegar menn tala um Njarðvíkinga. „Hann er alltaf að verða betri og betri. Hann kom hérna um áramótin og var ekkert búin að spila í vetur. Byrjaði róleg í fyrsta leik og einhverjir voru farnir að senda á mig hvað hann myndi endast lengi en hann er bara lykilmaður hjá okkur bæði í vörn og sókn. Eins og ég sagði eftir Þorlákshöfn þá er enginn öflugri að keyra á hringinn heldur en hann. Þá er ég tala um bara deildina núna í vetur og bara þá sem ég hef haft í mínu liði. Ég get ímyndað mér að það sé erfitt fyrir andstæðingana að eiga við hann.“ Njarðvíkingar fá núna smá bikar pásu áður en þeir mæta svo nágrönnum sínum í Keflavík í stórslag næstu umferðar. „Ég er ekki farin að hugsa svo langt. Núna er það bara næsta verkefni hjá félaginu og það eru stelpurnar í undanúrslitum í bikar. Ég er ekki komin lengra en það. Ég man ekki einu sinni hvaða dagsetning er á Keflavíkurleiknum en hann er allavega í þar næstu viku svo við fáum smá andrými núna til þess að styðja stelpurnar og svo förum við að hugsa um Keflavík, Val og allt það sem er framundan. “ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
„Gott að fá tvö stig. Ég vissi að þetta yrði erfitt hjá Blikunum og tala nú ekki um þegar þeir missa tvo leikmenn í meiðsli, annar í upphitun og hinn í byrjun leiks. Ég held að allir hafi séð í hvað stefndi þá,“ sagði Benedikt Guðmundssonm þjálfari Njarðvíkinga, eftir leik. „Mér fannst Blikarnir byrja bara virkilega vel. Þeir voru með marga góða sóknarmenn sem við réðum illa við en ég held að þessi meiðsli hjá þeirra tveim lykilmönnum hafi gert þetta að ansi mikilli brekku hjá þeim og þá voru bara gæðin okkar miklu meiri. Við breyttum ekki neinu, jú við reyndum að pressa aðeins hérna þegar að við vissum að Sölvi væri ekki með og svona en að öðru leyti þá voru gæðin bara meiri okkar megin.“ Njarðvíkingar voru að hitta mjög vel og voru komnir með 100 stig á töfluna áður en liðin byrjuðu fjórða leikhluta. „Já menn voru að hitta vel. Það var gott jafnvægi á þessu, menn voru að hitta vel fyrir utan, fengum fullt af hraðaupphlaupum. Menn voru í góðum sóknargír hérna í dag og ég ætla að vona að menn haldi áfram að hitta svona því þá eru okkur allir vegir færir, sérstaklega fyrir utan.“ Dwayne Lautier-Ogunleye átti frábæran leik í kvöld og hefur aðeins fallið í skuggan á Chaz Williams þegar menn tala um Njarðvíkinga. „Hann er alltaf að verða betri og betri. Hann kom hérna um áramótin og var ekkert búin að spila í vetur. Byrjaði róleg í fyrsta leik og einhverjir voru farnir að senda á mig hvað hann myndi endast lengi en hann er bara lykilmaður hjá okkur bæði í vörn og sókn. Eins og ég sagði eftir Þorlákshöfn þá er enginn öflugri að keyra á hringinn heldur en hann. Þá er ég tala um bara deildina núna í vetur og bara þá sem ég hef haft í mínu liði. Ég get ímyndað mér að það sé erfitt fyrir andstæðingana að eiga við hann.“ Njarðvíkingar fá núna smá bikar pásu áður en þeir mæta svo nágrönnum sínum í Keflavík í stórslag næstu umferðar. „Ég er ekki farin að hugsa svo langt. Núna er það bara næsta verkefni hjá félaginu og það eru stelpurnar í undanúrslitum í bikar. Ég er ekki komin lengra en það. Ég man ekki einu sinni hvaða dagsetning er á Keflavíkurleiknum en hann er allavega í þar næstu viku svo við fáum smá andrými núna til þess að styðja stelpurnar og svo förum við að hugsa um Keflavík, Val og allt það sem er framundan. “
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira