Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Árni Sæberg skrifar 10. mars 2024 09:20 Helgi Magnús vararíkissaksóknari hefur lengi mátt sæta hótunum af hálfu mannsins. Vísir Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. Fólskuleg hnífstunguárás versluninni OK Market á fimmtudag hefur vakið nokkurn óhug. Myndband úr öryggismyndavél verslunarinnar sýnir mann ganga inn í verslunina og ráðast að því er virðist tilefnislaust á tvo menn bakvið afgreiðslukassa verslunarinnar með hníf. DV greindi frá því í morgun að árásarmaðurinn, sem á að baki töluverðan brotaferil, sé maðurinn sem hefur lengi staðið í hótunum við Helga Magnús og fjölskyldu hans. Helgi Magnús greinir sjálfur frá þessu í lokaðri færslu á Facebook. „Þessi maður hefur verið að hóta að drepa mig og mína fjölskyldu í 3 ár og hlaut dóm í Landsrétti fyrir ári síðan,“ hefur DV eftir Helga Magnúsi. Langur brotaferill Í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum, sem staðfestur var af Landsrétti, segir að maðurinn sé af erlendu bergi brotinn og hafi komið hingað til lands árið 2017. Á árunum 2017 til 2021 hafi lögregla haft til meðferðar 91 tilvik þar sem maðurinn hafi verið grunaður um refsiverða háttsemi, meðal annars hótanir, líkamsárásir, húsbrot, eignaspjöll og brot gegn nálgunarbanni. Helgi Magnús bar fyrir dómi á sínum tíma að maðurinn hafi kært annan hælisleitanda til lögreglu en málið hafi verið fellt niður, hann hafi staðfest niðurfellinguna fyrir hönd embættis síns. Skömmu síðar hafi sér borist fjöldi tölvupósta frá fleiri en einu netfangi og efni þeirra hafi bent til þess að þeir væru frá manninum. „I will kill you!“ „This is our last messaga … Remember if Kourani dies … you and your family will die … clans,“ segir í einum skilaboðunum en sambærileg skilaboð voru fleiri en eitt. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa komið að skrifstofum ríkissaksóknara og verið þar með háreysti. Þegar hann hafi séð Helga Magnús hafi hann hrópað „I will kill you!“ eða „Ég mun myrða þig!“ á íslensku. Úrskurðaður í gæsluvarðhald og Helgi Magnús rólegri Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudag að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Ég þarf ekki að búast við honum við útidyrnar með hníf í hönd, né börnin mín og konan, næstu fjórar vikur ef þetta stendur,“ er haft eftir Helga Magnúsi. Lögreglumál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2024 19:52 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Fólskuleg hnífstunguárás versluninni OK Market á fimmtudag hefur vakið nokkurn óhug. Myndband úr öryggismyndavél verslunarinnar sýnir mann ganga inn í verslunina og ráðast að því er virðist tilefnislaust á tvo menn bakvið afgreiðslukassa verslunarinnar með hníf. DV greindi frá því í morgun að árásarmaðurinn, sem á að baki töluverðan brotaferil, sé maðurinn sem hefur lengi staðið í hótunum við Helga Magnús og fjölskyldu hans. Helgi Magnús greinir sjálfur frá þessu í lokaðri færslu á Facebook. „Þessi maður hefur verið að hóta að drepa mig og mína fjölskyldu í 3 ár og hlaut dóm í Landsrétti fyrir ári síðan,“ hefur DV eftir Helga Magnúsi. Langur brotaferill Í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum, sem staðfestur var af Landsrétti, segir að maðurinn sé af erlendu bergi brotinn og hafi komið hingað til lands árið 2017. Á árunum 2017 til 2021 hafi lögregla haft til meðferðar 91 tilvik þar sem maðurinn hafi verið grunaður um refsiverða háttsemi, meðal annars hótanir, líkamsárásir, húsbrot, eignaspjöll og brot gegn nálgunarbanni. Helgi Magnús bar fyrir dómi á sínum tíma að maðurinn hafi kært annan hælisleitanda til lögreglu en málið hafi verið fellt niður, hann hafi staðfest niðurfellinguna fyrir hönd embættis síns. Skömmu síðar hafi sér borist fjöldi tölvupósta frá fleiri en einu netfangi og efni þeirra hafi bent til þess að þeir væru frá manninum. „I will kill you!“ „This is our last messaga … Remember if Kourani dies … you and your family will die … clans,“ segir í einum skilaboðunum en sambærileg skilaboð voru fleiri en eitt. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa komið að skrifstofum ríkissaksóknara og verið þar með háreysti. Þegar hann hafi séð Helga Magnús hafi hann hrópað „I will kill you!“ eða „Ég mun myrða þig!“ á íslensku. Úrskurðaður í gæsluvarðhald og Helgi Magnús rólegri Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudag að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Ég þarf ekki að búast við honum við útidyrnar með hníf í hönd, né börnin mín og konan, næstu fjórar vikur ef þetta stendur,“ er haft eftir Helga Magnúsi.
Lögreglumál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2024 19:52 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2024 19:52
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent