Sport

„Það fór bara allt inn“

Andri Már Eggertsson skrifar
Benedikt Gunnar Óskarsson var valinn maður leiksins
Benedikt Gunnar Óskarsson var valinn maður leiksins Vísir/Hulda Margrét

Valur vann tólf marka sigur gegn ÍBV 31-43 í úrslitum Powerade-bikarsins. Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, fór hamförum og skoraði 17 mörk.

„Við fengum geggjaða markvörslu og spiluðum geggjaða vörn. Ofan á það skoruðum við 43 mörk sem var fínt,“ sagði Benedikt Gunnar Óskarsson í viðtali eftir leik.

ÍBV byrjaði betur en síðan datt vörn Vals í gang og Björgvin Páll Gústavsson fór að verja. ÍBV skoraði ekki mark í ellefu mínútur og Benedikt var ánægður með þann kafla.

„Við náðum að fara ofar í þá og brjóta á þeim,“ sagði Benedikt Gunnar sem fékk yfir sig vatnsgusu frá liðsfélögum sínum í leiðinni.

Klippa: Benedikt Gunnar eftir bikarúrslit

Valur spilaði óaðfinnanlega í síðari hálfleik og Benedikt fannst liðið byrja síðari hálfleik vel sem endaði með 43 mörkum.

„Þetta fór að ganga vel strax þegar að síðari hálfleikur byrjaði. Mér fannst þetta aldrei spurning í seinni hálfleik.“

Benedikt Gunnar fór á kostum og var langmarkahæstur með 17 mörk.

„Það fór allt inn. Ég fékk nokkur auðveld mörk og það fór bara allt inn.“

Aðspurður hvort þetta væri besti leikur Benedikts á ferlinum sagði hann að þetta væri sennilega einn af þeim.

„Þessi bikar þýðir ógeðslega mikið fyrir mig. Að hafa klárað þetta og svo eru fleiri titlar í boði,“ sagði Benedikt Gunnar spenntur fyrir framhaldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×