Biskup Íslands eða þröngra hagsmuna? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 7. mars 2024 10:01 Í dag hefjast á ný tilnefningar til biskups Íslands og mega þá 164 starfandi prestar og djáknar Þjóðkirkjunnar tilnefna þrjá frambjóðendur til embættis biskups. Að því loknu gefst sóknarnefndarfólki og öðrum sem gegna trúnaðarstörfum innan kirkjunnar tækifæri til að kjósa biskup fyrir hönd þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni. Hin útvöldu sem eru á kjörskrá mega tilnefna hvern þann sem uppfyllir skilyrði til biskupsembættis og er starfsfólk Þjóðkirkjunnar á fellilista en aðra má rita í þartilgerða reita við hlið fellilistans. Fríkirkjan í Reykjavík heyrir ekki undir stjórnskipulag Þjóðkirkjunnar og lýtur ekki tilsjón biskups, heldur er sjálfstætt trúfélag sem rekið er einvörðungu af sóknargjöldum safnaðarmeðlima. Játningargrunnur Fríkirkjunnar í Reykjavík, ásamt Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og Óháða safnaðarins, er þó sá sami og Þjóðkirkjunnar og prestar þeirra eru guðfræðingar sem vígðir eru af biskupi Íslands og tilheyra Prestafélagi Íslands. Af því leiðir að hægt er að tilnefna presta þessara safnaða; Einar Eyjólfsson, Hjört Magna Jóhannsson, Margréti Lilju Vilmundardóttur og Pétur Þorsteinsson auk greinarhöfundar í embættið, hafi einhver á því áhuga. Sjö prestar hafa lýst yfir áhuga á þessu embætti, þau Bjarni Karlsson, Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Guðrún Karls Helgudóttur, Helga Soffía Konráðsdóttir, Kristján Björnsson og Ninna Sif Svavarsdóttir. Engin umræða um áherslur eða hæfni þessara einstaklinga hefur farið fram á vettvangi Þjóðkirkjunnar né Prestafélagsins en öll hafa þau stigið fram í fjölmiðlum, auk þess að miðla efni á vefsíðum og á samfélagsmiðlum. Gunnar Smári Egilsson hefur á Samstöðinni tekið löng viðtöl við öll þau sem gefið hafa kost á sér og á hann miklar þakkir skildar fyrir þá þjónustu við kirkju og kristni í landinu. Í biskupskosningum 2012, gátu öll þau sem uppfylltu kröfur til embættisins gefið kost á sér og buðu átta prestar sig fram til þeirrar þjónustu. Þjóðkirkjan hélt þá úti kynningarsíðu þar sem fólk gat gert grein fyrir sjálfu sér og hugsjónum sínum í biskupsþjónustu. Í kjölfarið voru haldnir kynningarfundir með öllum átta í Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Reykjavík. „Vinur er sá er til vamms segir“ og sem Fríkirkjuprestur og vinur kirkju og kristni í landinu vil ég ráðleggja Þjóðkirkjunni að grípa inn í og afstýra því fyrirkomulagi að þröngur hópur fái að handvelja þrjá frambjóðendur án umræðu og samráðs við þjóðina eða þjóðkirkjumeðlimi. Þjóðkirkjan gerir tilkall til erindis og þjónustu við þjóðina og í því ljósi ætti hún að ekki að láta sérhagsmuni ráða för þegar skipaður er biskup. Hér er um að ræða stétt presta og djákna sem vill velja sér yfirmann, en það eru þröngir hagsmunir í ljósi þess að Þjóðkirkjan vill vera þjóðinni til handa. Fyrirkomulagi þessu var mótmælt á kirkjuþingi en í 44. máli á kirkjuþinginu frá 2022–2023 gera 7 þingmenn, þar af einn prestur, athugasemdir við fyrirkomulagið og segja: „Það tilnefningarferli sem nú gildir verður að teljast fremur ólýðræðislegt og ekki í takti við þau skref sem kirkjan vill stíga í lýðræðisátt. Það er einnig ljóst að hægt er að misnota þetta fyrirkomulag þannig að einstaklingar sem ekki njóta hylli í prestastétt eru útilokaðir frá kosningu þrátt fyrir hugsanlegt fylgi frá þeim sem kosningarétt hafa. Flutningsmönnum þykir ekki rétt að einungis skuli mega tilnefna þrjá til að kjósa um, ekki síst þegar ekki er um neina faglega síun að ræða, [...] heldur geta í sjálfu sér hvaða forsendur sem er legið til grundvallar tilnefningarinnar.“Auðnist Þjóðkirkjunni ekki að grípa í taumana og afstýra þessu ólýðræðislega fyrirkomulagi, sem Gunnar Smári Egilsson líkti við að þingheimur tilnefndi þrjá frambjóðenda til forseta Íslands, þarf Þjóðkirkjufólk að láta í sér heyra. Prestar og djáknar geta mótmælt ferlinu með því tilnefna einhvern af Fríkirkjuprestunum til biskups Íslands. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag hefjast á ný tilnefningar til biskups Íslands og mega þá 164 starfandi prestar og djáknar Þjóðkirkjunnar tilnefna þrjá frambjóðendur til embættis biskups. Að því loknu gefst sóknarnefndarfólki og öðrum sem gegna trúnaðarstörfum innan kirkjunnar tækifæri til að kjósa biskup fyrir hönd þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni. Hin útvöldu sem eru á kjörskrá mega tilnefna hvern þann sem uppfyllir skilyrði til biskupsembættis og er starfsfólk Þjóðkirkjunnar á fellilista en aðra má rita í þartilgerða reita við hlið fellilistans. Fríkirkjan í Reykjavík heyrir ekki undir stjórnskipulag Þjóðkirkjunnar og lýtur ekki tilsjón biskups, heldur er sjálfstætt trúfélag sem rekið er einvörðungu af sóknargjöldum safnaðarmeðlima. Játningargrunnur Fríkirkjunnar í Reykjavík, ásamt Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og Óháða safnaðarins, er þó sá sami og Þjóðkirkjunnar og prestar þeirra eru guðfræðingar sem vígðir eru af biskupi Íslands og tilheyra Prestafélagi Íslands. Af því leiðir að hægt er að tilnefna presta þessara safnaða; Einar Eyjólfsson, Hjört Magna Jóhannsson, Margréti Lilju Vilmundardóttur og Pétur Þorsteinsson auk greinarhöfundar í embættið, hafi einhver á því áhuga. Sjö prestar hafa lýst yfir áhuga á þessu embætti, þau Bjarni Karlsson, Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Guðrún Karls Helgudóttur, Helga Soffía Konráðsdóttir, Kristján Björnsson og Ninna Sif Svavarsdóttir. Engin umræða um áherslur eða hæfni þessara einstaklinga hefur farið fram á vettvangi Þjóðkirkjunnar né Prestafélagsins en öll hafa þau stigið fram í fjölmiðlum, auk þess að miðla efni á vefsíðum og á samfélagsmiðlum. Gunnar Smári Egilsson hefur á Samstöðinni tekið löng viðtöl við öll þau sem gefið hafa kost á sér og á hann miklar þakkir skildar fyrir þá þjónustu við kirkju og kristni í landinu. Í biskupskosningum 2012, gátu öll þau sem uppfylltu kröfur til embættisins gefið kost á sér og buðu átta prestar sig fram til þeirrar þjónustu. Þjóðkirkjan hélt þá úti kynningarsíðu þar sem fólk gat gert grein fyrir sjálfu sér og hugsjónum sínum í biskupsþjónustu. Í kjölfarið voru haldnir kynningarfundir með öllum átta í Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Reykjavík. „Vinur er sá er til vamms segir“ og sem Fríkirkjuprestur og vinur kirkju og kristni í landinu vil ég ráðleggja Þjóðkirkjunni að grípa inn í og afstýra því fyrirkomulagi að þröngur hópur fái að handvelja þrjá frambjóðendur án umræðu og samráðs við þjóðina eða þjóðkirkjumeðlimi. Þjóðkirkjan gerir tilkall til erindis og þjónustu við þjóðina og í því ljósi ætti hún að ekki að láta sérhagsmuni ráða för þegar skipaður er biskup. Hér er um að ræða stétt presta og djákna sem vill velja sér yfirmann, en það eru þröngir hagsmunir í ljósi þess að Þjóðkirkjan vill vera þjóðinni til handa. Fyrirkomulagi þessu var mótmælt á kirkjuþingi en í 44. máli á kirkjuþinginu frá 2022–2023 gera 7 þingmenn, þar af einn prestur, athugasemdir við fyrirkomulagið og segja: „Það tilnefningarferli sem nú gildir verður að teljast fremur ólýðræðislegt og ekki í takti við þau skref sem kirkjan vill stíga í lýðræðisátt. Það er einnig ljóst að hægt er að misnota þetta fyrirkomulag þannig að einstaklingar sem ekki njóta hylli í prestastétt eru útilokaðir frá kosningu þrátt fyrir hugsanlegt fylgi frá þeim sem kosningarétt hafa. Flutningsmönnum þykir ekki rétt að einungis skuli mega tilnefna þrjá til að kjósa um, ekki síst þegar ekki er um neina faglega síun að ræða, [...] heldur geta í sjálfu sér hvaða forsendur sem er legið til grundvallar tilnefningarinnar.“Auðnist Þjóðkirkjunni ekki að grípa í taumana og afstýra þessu ólýðræðislega fyrirkomulagi, sem Gunnar Smári Egilsson líkti við að þingheimur tilnefndi þrjá frambjóðenda til forseta Íslands, þarf Þjóðkirkjufólk að láta í sér heyra. Prestar og djáknar geta mótmælt ferlinu með því tilnefna einhvern af Fríkirkjuprestunum til biskups Íslands. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar