Sport

Erna Sól­ey í fjór­tánda sæti á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erna Sóley Gunnarsdóttir fékk dýrmæta reynslu á heimsmeistaramótinu en hún stefnir á EM og ÓL í sumar.
Erna Sóley Gunnarsdóttir fékk dýrmæta reynslu á heimsmeistaramótinu en hún stefnir á EM og ÓL í sumar. @erna_soley

Erna Sóley Gunnarsdóttir varð í dag í fjórtánda sæti af sautján keppendum í kúluvarpi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss í Glasgow.

Erna Sóley kastaði lengst 17,07 metra í fyrsta kasti. Hún náði ekki að bæta það því næstu köst hennar voru upp á 17,03 metra og 16,71 metra.

Erna var þar með ekki í þeim hópi sem fékk þrjú köst til viðbótar.

Erna á Íslandsmetið í kúluvarpi sem er 17,92 metrar og hún er búin að kasta lengst 17,52 metra í ár.

Erna var eini íslenski keppandinn á heimsmeistaramótinu í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×