Skoðun

Grein vegna skrifa um flótta­fólk og hælis­leit­endur.

Þorgeir R. Valsson skrifar

Við erum 4 manna fjölskylda hjón með 2 dömur, og erum í þvílíkum vandræðum með að fá annað leiguhúsnæði en erum í og við það að enda á götunni. Við erum í þvílíkum vandræðum að hálfa væri nóg, en á meðan við berjumst þá eru vinnumálastofnun að leigja heilu hverfin til að koma hælisleitendum undir þak. “yfirboð að öllum líkindum” enda nægir aurar þar sem við eigum.

Við fáum enga aðstoð heldur þurfum við að borga brúsann fyrir alla hina, hvenær á að stoppa þessa vitleysu enda komið nóg og það eru fleiri sem eru í vandræðum þ.e.a.s. Íslendingar.

Venesúela fólk fær allt ókeypis af því að það er óstöðugt stjórnarfar og mikil spilling í þeirra landi. Er það ekki nákvæmlega sama staða og við hér heima erum að glíma við ?

Ég skil vel Úkraínu fólk og fólk frá Palestínu á vissan hátt vegna stríðsástands en bara meðan við getum ekki hugsað um okkar eigin borgara, hvernig í ósköpunum eigum við að geta hugsað um alla hina ?

Ég vill taka fram að er hvorki haldin hræðslu né fordómum gagnvart þessu fólki, er sjálfur giftur konu frá spænskumælandi Norður Ameríku. Heyrði viðtal í gær í Útvarpi við Drífu Snædal og aðra og sögðu þau að hræðsla væri undanfari fordóma….. Þetta bara engan veginn stenst, heldur er það hræðsla við okkar eigin afkomu og fjölskyldu hagi sem ráða för og kannski dæmum sum þess vegna.

Fyrir mína hagi er gremjan aðallega vegna stöðunnar sem margir eru í sérstaklega vegna húsnæðismála, á meðan margir eru nánast á götunni þá virðist allt púður lagt í að fá sem flesta hingað til lands, samkvæmt sumum og veita þeim öruggt húsaskjól. En vonandi er verið að reyna að allavega takmarka fjöldann sem hingað kemur, svo við sem erum hér fyrir fáum líka öruggt skjól

Vildi bara benda á þetta, það hryggir mig að á meðan við gerum ekkert til að tryggja okkar eigin borgara húsaskjól eða fæði og klæði á meðan allt kapp er lagt á að redda öðrum.

Þessi skrif hafa ekkert með fordóma eða hræðslu við hið ókunnuga að gera heldur er ég hræddur um mig og mína…….

Höfundur er öryggisfræðingur. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×