Bíó og sjónvarp

Ný þátta­röð af True Detective væntan­leg

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Fjórða þáttaröðin var að mestu leyti teknir upp á Íslandi.
Fjórða þáttaröðin var að mestu leyti teknir upp á Íslandi. HBO/Michele K. Short

Fimmta þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective hefur fengið græna ljósið og mun Issa López leikstýra henni. Hún leikstýrði einnig fjórðu þáttaröðinni sem tekin var upp að mestu leyti á Íslandi.

Night Country sem er undirtitill þáttaraðarinnar síðustu gerist í smábæ í Alaska en var tekin upp á Íslandi og bregður Keflavík, Reykjavík og Dalvík ásamt fleiri bæjum fyrir.

Þessi fjórða þáttaröð hlaut meira áhorf en allar fyrri þáttaraðir og horfðu tæpar þrettán milljónir á þá á helstu veitum.

„Frá hugdettunni til útgáfunar var Night Country fallegasta samfstarf og ævintýri ferilsins míns,“ segir leikstýran Issa López í samtali við Variety.

Í fjórðu þáttaröðinni fór Jodie foster hlutverk rannsóknarlögreglukonunnar Liz Danvers sem rannsakar hvarf átta manna í afskekktri rannsóknarstofu í Alaska ásamt Kali Reis í hlutverki Evangeline Navarro. Þær munu þó líklega ekki birtast í fimmtu þáttaröðinni þar sem skipt hefur verið um aðalleikara í hverri þáttaröð hingað til.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


×