Rússíbanahagkerfið er óvinur heimilanna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 21. febrúar 2024 07:30 Rússíbanahagkerfið á Íslandi er mikill óvinur fólksins í landinu. Frá aldamótum hefur kaupmáttur launa sveiflast fjórum sinnum meira hér en í hinum OECD-löndunum. Glíman við verðbólgu og ógnarháa íslenska vexti er mikilvægasta hagsmunamál heimilanna. Við förum hærra upp í rússíbananum þegar verðbólgan skellur á og erum í frjálsu falli mun lengur en annars staðar. Fólk finnur vel fyrir þessum sveiflum þegar það borgar af lánunum sínum og kaupir matinn. Andstæða stöðugleika Rússíbaninn er auðvitað andstæða stöðugleika og andstæða fyrirsjáanleika. Honum fylgir óþægileg óvissa fyrir fjölskyldurnar sem nýlega keyptu fasteign og hafa síðan horft á afborganir lána hækka ógnvænlega. Sama gildir um fólk sem er með námslán og á því æviskeiði að útgjöld heimilis eru há, m.a. vegna barna. Þetta er millistéttin á Íslandi. Millistéttin tekur reikninginn Á Íslandi greiðir þriðjungur þjóðarinnar um 70% skatta og gjalda. Í þessum hópi er meginþorri háskólamenntaðra. Fólk sem gjarnan er með húsnæðislán og námslán. Myndin sem teiknast upp er að millistéttin á Íslandi greiðir háa skatta og finnur núna mjög fyrir vaxtahækkunum. Vextir eru enda rúmlega tvöfaldir á við nágrannalönd okkar. Við stærum okkur af því að jöfnuður á Íslandi sé mikill. Jöfnuður í tekjum er meiri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Nú blasir við stöðnun lífskjara, ekki síst hjá millistéttinni. Ávinningur háskólamenntunar hvað varðar launakjör er ekki augljós og það eru vond skilaboð um menntun og vond framtíðarmynd fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hagfræðistofnun hefur bent á að laun háskólamenntaðra hafi staðið í stað að raunvirði frá aldamótum. Það er eitt og sér mikið áhyggjuefni. Hvaða atvinnustefnu er verið að skapa þegar þetta er raunin? Menntun á að borga sig Birtingarmyndir aðgerðaleysis og metnaðarleysis stjórnvalda í menntamálum blasa víða við. PISA niðurstöður benda til að kennarar fái ekki það starfsumhverfi sem þeir þurfa og börn fái ekki þær aðstæður í námi sem þau þurfa. Háskólanemar á Íslandi hafa meiri fjárhagsáhyggjur en aðrir evrópskir námsmenn. Greiðslukjör námslána draga úr vilja námsmanna til að taka námslán. Og atvinnustefna stjórnvalda hefur fyrst og fremst snúist um það að veðja á láglaunagreinar. Hvernig ætlum við að laða aftur heim það fólk sem fer út í háskólanám ef við erum ekki samkeppnishæf um laun og lífskjör? Staðreyndin er sú að við erum Norðurlandameistarar í útflutningi eigin borgara og erum nálægt því að vera Evrópumeistarar. Færri íslenskir háskólanemar sem fara út í nám skila sér heim aftur en á hinum Norðurlöndum. Kannski myndi unga fólkið skila sér betur heim úr námi ef hér ríkti efnahagslegur stöðugleiki. Kannski eru sveiflurnar, verðbólgan og vextirnir áhrifavaldur í því að unga fólkið kýs í auknum mæli að festa rætur erlendis. Kannski er orðið tímabært að leggja þessum rússíbana varanlega. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Efnahagsmál Skattar og tollar Skóla - og menntamál Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Rússíbanahagkerfið á Íslandi er mikill óvinur fólksins í landinu. Frá aldamótum hefur kaupmáttur launa sveiflast fjórum sinnum meira hér en í hinum OECD-löndunum. Glíman við verðbólgu og ógnarháa íslenska vexti er mikilvægasta hagsmunamál heimilanna. Við förum hærra upp í rússíbananum þegar verðbólgan skellur á og erum í frjálsu falli mun lengur en annars staðar. Fólk finnur vel fyrir þessum sveiflum þegar það borgar af lánunum sínum og kaupir matinn. Andstæða stöðugleika Rússíbaninn er auðvitað andstæða stöðugleika og andstæða fyrirsjáanleika. Honum fylgir óþægileg óvissa fyrir fjölskyldurnar sem nýlega keyptu fasteign og hafa síðan horft á afborganir lána hækka ógnvænlega. Sama gildir um fólk sem er með námslán og á því æviskeiði að útgjöld heimilis eru há, m.a. vegna barna. Þetta er millistéttin á Íslandi. Millistéttin tekur reikninginn Á Íslandi greiðir þriðjungur þjóðarinnar um 70% skatta og gjalda. Í þessum hópi er meginþorri háskólamenntaðra. Fólk sem gjarnan er með húsnæðislán og námslán. Myndin sem teiknast upp er að millistéttin á Íslandi greiðir háa skatta og finnur núna mjög fyrir vaxtahækkunum. Vextir eru enda rúmlega tvöfaldir á við nágrannalönd okkar. Við stærum okkur af því að jöfnuður á Íslandi sé mikill. Jöfnuður í tekjum er meiri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Nú blasir við stöðnun lífskjara, ekki síst hjá millistéttinni. Ávinningur háskólamenntunar hvað varðar launakjör er ekki augljós og það eru vond skilaboð um menntun og vond framtíðarmynd fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hagfræðistofnun hefur bent á að laun háskólamenntaðra hafi staðið í stað að raunvirði frá aldamótum. Það er eitt og sér mikið áhyggjuefni. Hvaða atvinnustefnu er verið að skapa þegar þetta er raunin? Menntun á að borga sig Birtingarmyndir aðgerðaleysis og metnaðarleysis stjórnvalda í menntamálum blasa víða við. PISA niðurstöður benda til að kennarar fái ekki það starfsumhverfi sem þeir þurfa og börn fái ekki þær aðstæður í námi sem þau þurfa. Háskólanemar á Íslandi hafa meiri fjárhagsáhyggjur en aðrir evrópskir námsmenn. Greiðslukjör námslána draga úr vilja námsmanna til að taka námslán. Og atvinnustefna stjórnvalda hefur fyrst og fremst snúist um það að veðja á láglaunagreinar. Hvernig ætlum við að laða aftur heim það fólk sem fer út í háskólanám ef við erum ekki samkeppnishæf um laun og lífskjör? Staðreyndin er sú að við erum Norðurlandameistarar í útflutningi eigin borgara og erum nálægt því að vera Evrópumeistarar. Færri íslenskir háskólanemar sem fara út í nám skila sér heim aftur en á hinum Norðurlöndum. Kannski myndi unga fólkið skila sér betur heim úr námi ef hér ríkti efnahagslegur stöðugleiki. Kannski eru sveiflurnar, verðbólgan og vextirnir áhrifavaldur í því að unga fólkið kýs í auknum mæli að festa rætur erlendis. Kannski er orðið tímabært að leggja þessum rússíbana varanlega. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun