Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar 8. nóvember 2025 14:31 Ég man þegar fjölbreytnin á Ísafirði fólst í því hvort fiskurinn var steiktur eða soðinn. Samfélagið var einsleitt og einfalt – brún augu voru jafnvel framandi. Allir þekktu alla – og allir höfðu sitt hlutverk. Börn voru kennd við mæður sínar, það var Gamla bakaríið, Prentsmiðjan og Kaupfélagið, og menn fengu misskemmtileg viðurnefni – allt saman kunnugleg stef úr sjávarbyggðum fortíðarinnar. Ísafjörður var í okkar huga nafli alheimsins. Við vorum sannfærð um að ef við hættum að skaffa til þjóðarbúsins myndi það einfaldlega hrynja. Við héldum Íslandi uppi með okkar framlagi – þetta var okkur kennt og var aldrei nein spurning. Svo hurfu kvótinn og skipin - en það er önnur saga. Þá var „útlendingur“ ekki endilega sá sem kom frá framandi heimsálfum – heldur sá sem kom frá öðrum stöðum á Íslandi, og þá sérstaklega að sunnan. Þeir voru kallaðir utanbæjarmenn – og það sama gilti víða um land. Aðflutt fólk var kallað utanbæjarpakk og sumstaðar aðfluttir andskotar. Það var jafnvel talað um flækinga sem hvergi tolldu, höfðu aldrei migið í saltan sjó og töldu verðmæti verða til á skrifstofum í Reykjavík – alla vega þeir að sunnan. Svo þegar ég flutti til höfuðborgarinnar heyrði ég talað um fákunnandi sveitalýð og flóttafólk, sem flúði horkið í sveitunum, til að þéna á mölinni. Vissulega hefur samfélagið okkar breyst mikið á síðustu áratugum – en höfum við sjálf eitthvað breyst - eða höfum við bara víkkað út hugtakið „utanbæjarfólk“? Það sem áður var einhver úr Reykjavík kemur nú lengra að. Sennilega er fjölmenning hvorki himnasending né vágestur. Hún er bara lífið sjálft – á endalausri hreyfingu. Hún getur verið flókin, krefjandi og stundum ögrandi – en hún er ekki ný. Við höfum alltaf verið á ferðinni frá örófi alda, ein eða í flokkum, þvælst um jörðina í leit að betra lífi - alltaf verið annaðhvort útlendingar eða utanbæjarfólk. Það má sjá nýtt fólk sem ógnun — líka sem tækifæri til að rifja upp hver við erum. Spyrja okkur: Hvaðan komum við? Hvað í sjálfsmynd okkar er kjarni og hvað er bara arfur sem við höfum aldrei endurskoðað? Hverju getum við deilt, hvað getum við lært — og hverju getum við sleppt? Og ef við erum heiðarleg, þá erum við sjálf bara utanbæjarfólk frá ýmsum tímum, sem fann sér stað á Íslandi. Kannski er það besta sem utanbæjarmaður gerir fyrir samfélag er að hrista aðeins upp í sjálfsmyndinni. Samfélag mótast ekki í tómarúmi, heldur í samtalinu um það hvers vegna við erum hér og hvernig við ætlum að vera hér saman. Og ef sagan kennir okkur eitthvað, þá höfum við lært að ekkert samfélag hversu aumt eða voldugt það er, stendur kyrrt. Það er langur vegur frá Ísafirði áttunda áratugarins til nútímans og þótt við værum handviss um að Ísafjörður væri nafli alheimsins og héldi uppi Íslandi – þá vitum við í betur í dag . Enginn heldur uppi samfélagi nema með sameiginlegu átaki allra sem þar búa. Kælum aðeins þjóðernishyggjuna - hún hefur sjaldan reynst uppbyggjandi afl. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmenning Flóttafólk á Íslandi Martha Árnadóttir Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Ég man þegar fjölbreytnin á Ísafirði fólst í því hvort fiskurinn var steiktur eða soðinn. Samfélagið var einsleitt og einfalt – brún augu voru jafnvel framandi. Allir þekktu alla – og allir höfðu sitt hlutverk. Börn voru kennd við mæður sínar, það var Gamla bakaríið, Prentsmiðjan og Kaupfélagið, og menn fengu misskemmtileg viðurnefni – allt saman kunnugleg stef úr sjávarbyggðum fortíðarinnar. Ísafjörður var í okkar huga nafli alheimsins. Við vorum sannfærð um að ef við hættum að skaffa til þjóðarbúsins myndi það einfaldlega hrynja. Við héldum Íslandi uppi með okkar framlagi – þetta var okkur kennt og var aldrei nein spurning. Svo hurfu kvótinn og skipin - en það er önnur saga. Þá var „útlendingur“ ekki endilega sá sem kom frá framandi heimsálfum – heldur sá sem kom frá öðrum stöðum á Íslandi, og þá sérstaklega að sunnan. Þeir voru kallaðir utanbæjarmenn – og það sama gilti víða um land. Aðflutt fólk var kallað utanbæjarpakk og sumstaðar aðfluttir andskotar. Það var jafnvel talað um flækinga sem hvergi tolldu, höfðu aldrei migið í saltan sjó og töldu verðmæti verða til á skrifstofum í Reykjavík – alla vega þeir að sunnan. Svo þegar ég flutti til höfuðborgarinnar heyrði ég talað um fákunnandi sveitalýð og flóttafólk, sem flúði horkið í sveitunum, til að þéna á mölinni. Vissulega hefur samfélagið okkar breyst mikið á síðustu áratugum – en höfum við sjálf eitthvað breyst - eða höfum við bara víkkað út hugtakið „utanbæjarfólk“? Það sem áður var einhver úr Reykjavík kemur nú lengra að. Sennilega er fjölmenning hvorki himnasending né vágestur. Hún er bara lífið sjálft – á endalausri hreyfingu. Hún getur verið flókin, krefjandi og stundum ögrandi – en hún er ekki ný. Við höfum alltaf verið á ferðinni frá örófi alda, ein eða í flokkum, þvælst um jörðina í leit að betra lífi - alltaf verið annaðhvort útlendingar eða utanbæjarfólk. Það má sjá nýtt fólk sem ógnun — líka sem tækifæri til að rifja upp hver við erum. Spyrja okkur: Hvaðan komum við? Hvað í sjálfsmynd okkar er kjarni og hvað er bara arfur sem við höfum aldrei endurskoðað? Hverju getum við deilt, hvað getum við lært — og hverju getum við sleppt? Og ef við erum heiðarleg, þá erum við sjálf bara utanbæjarfólk frá ýmsum tímum, sem fann sér stað á Íslandi. Kannski er það besta sem utanbæjarmaður gerir fyrir samfélag er að hrista aðeins upp í sjálfsmyndinni. Samfélag mótast ekki í tómarúmi, heldur í samtalinu um það hvers vegna við erum hér og hvernig við ætlum að vera hér saman. Og ef sagan kennir okkur eitthvað, þá höfum við lært að ekkert samfélag hversu aumt eða voldugt það er, stendur kyrrt. Það er langur vegur frá Ísafirði áttunda áratugarins til nútímans og þótt við værum handviss um að Ísafjörður væri nafli alheimsins og héldi uppi Íslandi – þá vitum við í betur í dag . Enginn heldur uppi samfélagi nema með sameiginlegu átaki allra sem þar búa. Kælum aðeins þjóðernishyggjuna - hún hefur sjaldan reynst uppbyggjandi afl. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar