Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 7. nóvember 2025 17:30 Það geta ótrúlegustu hlutir gerst þegar fólk sest niður, lokar á eftir sér og fer ekki út fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Staða raforkumála á Norðausturlandi er óviðunandi og hefur verið það alltof lengi. Ónæg afhendingargeta hefur hamlað atvinnuuppbyggingu, fjárfestingum og orkuöflun á svæðinu. Deilt hefur verið um verkaskiptingu og ábyrgð þegar kemur að uppbyggingu raforkuinnviða: hvað á Landsnet að gera, hvað á Rarik að gera, á ríkið að stíga inn, hvenær, hvernig, hvers vegna? Svona spurningar hafa fengið að malla í kerfinu árum saman án þess að höggvið sé á hnútinn. Nú verður breyting þar á. Með samkomulagi sem ég undirritaði við Landsnet og Rarik í vikunni liggur loksins fyrir skýr verkaskipting og áætlun um aðgerðir í raforkumálum Norðausturlands. Landsnet hefur skuldbundið sig til að byggja 132 kV loftlínu milli Kópaskers og Þórshafnar. Framkvæmdinni verður ýtt inn á kerfisáætlun, undirbúningsvinnan fer strax af stað og stjórnvöld munu leitast við að skapa forsendur til að flýta megi framkvæmdinni enn frekar, svo sem með því að liðka fyrir frekari orkuvinnslu í landshlutanum. Til að leysa bráðavanda raforkukerfisins á Langanesi ætlar Rarik að einhenda sér í lagningu 33 kV jarðstrengs milli Vopnafjarðar og Þórshafnar. Framkvæmdir hefjast strax á næsta ári og fá þannig báðir staðirnir rafmagn úr tveimur áttum í stað einnar í dag. Á sama tíma mun Landsnet byggja nýtt tengivirki á Bakka við Húsavík til að auðvelda tvítengingu við Húsavík og liðka fyrir starfsemi nýrra stórnotenda á iðnaðarsvæðinu. Sú aðgerð er bæði mikilvæg fyrir afhendingaröryggi raforku á Húsavík og fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi almennt. Gert er ráð fyrir að báðum þessum verkefnum ljúki ekki síðar en árið 2028, en ríkið mun styðja við fjárfestingargetu Landsnets og Rarik vegna verkefnanna um 2,2 milljarða króna strax árið 2026. Það hefur verið gott að vinna með forstjórum Landsnets og RARIK að þessu framfaramáli, Rögnu Árnadóttur og Magnúsi Þór Ásmundssyni, og samkomulagið hefði aldrei raungerst nema vegna góðs samstarfs við Daða Má Kristófersson og hans fólk í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Samkomulagið er í anda þeirrar lausnamiðuðu og aðgerðadrifnu nálgunar sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur eftir. Það felur í sér skýra verkaskiptingu milli fyrirtækja, ábyrga íhlutun ríkisins í þágu byggðaþróunar, orkuöryggis og verðmætasköpunar – og afgerandi fyrirheit um sókn og aukna samkeppnishæfni landshlutans á næstu árum og áratugum. Íbúar eiga þakkir skildar fyrir að sýna þolinmæði og gefast ekki upp í baráttu sinni fyrir uppbyggingu raforkuinnviða í landshlutanum. Nú tökum við höndum saman um að byggja upp, ekki bara línur og búnað, heldur traust, von og tækifæri á Norðausturlandi. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það geta ótrúlegustu hlutir gerst þegar fólk sest niður, lokar á eftir sér og fer ekki út fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Staða raforkumála á Norðausturlandi er óviðunandi og hefur verið það alltof lengi. Ónæg afhendingargeta hefur hamlað atvinnuuppbyggingu, fjárfestingum og orkuöflun á svæðinu. Deilt hefur verið um verkaskiptingu og ábyrgð þegar kemur að uppbyggingu raforkuinnviða: hvað á Landsnet að gera, hvað á Rarik að gera, á ríkið að stíga inn, hvenær, hvernig, hvers vegna? Svona spurningar hafa fengið að malla í kerfinu árum saman án þess að höggvið sé á hnútinn. Nú verður breyting þar á. Með samkomulagi sem ég undirritaði við Landsnet og Rarik í vikunni liggur loksins fyrir skýr verkaskipting og áætlun um aðgerðir í raforkumálum Norðausturlands. Landsnet hefur skuldbundið sig til að byggja 132 kV loftlínu milli Kópaskers og Þórshafnar. Framkvæmdinni verður ýtt inn á kerfisáætlun, undirbúningsvinnan fer strax af stað og stjórnvöld munu leitast við að skapa forsendur til að flýta megi framkvæmdinni enn frekar, svo sem með því að liðka fyrir frekari orkuvinnslu í landshlutanum. Til að leysa bráðavanda raforkukerfisins á Langanesi ætlar Rarik að einhenda sér í lagningu 33 kV jarðstrengs milli Vopnafjarðar og Þórshafnar. Framkvæmdir hefjast strax á næsta ári og fá þannig báðir staðirnir rafmagn úr tveimur áttum í stað einnar í dag. Á sama tíma mun Landsnet byggja nýtt tengivirki á Bakka við Húsavík til að auðvelda tvítengingu við Húsavík og liðka fyrir starfsemi nýrra stórnotenda á iðnaðarsvæðinu. Sú aðgerð er bæði mikilvæg fyrir afhendingaröryggi raforku á Húsavík og fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi almennt. Gert er ráð fyrir að báðum þessum verkefnum ljúki ekki síðar en árið 2028, en ríkið mun styðja við fjárfestingargetu Landsnets og Rarik vegna verkefnanna um 2,2 milljarða króna strax árið 2026. Það hefur verið gott að vinna með forstjórum Landsnets og RARIK að þessu framfaramáli, Rögnu Árnadóttur og Magnúsi Þór Ásmundssyni, og samkomulagið hefði aldrei raungerst nema vegna góðs samstarfs við Daða Má Kristófersson og hans fólk í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Samkomulagið er í anda þeirrar lausnamiðuðu og aðgerðadrifnu nálgunar sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur eftir. Það felur í sér skýra verkaskiptingu milli fyrirtækja, ábyrga íhlutun ríkisins í þágu byggðaþróunar, orkuöryggis og verðmætasköpunar – og afgerandi fyrirheit um sókn og aukna samkeppnishæfni landshlutans á næstu árum og áratugum. Íbúar eiga þakkir skildar fyrir að sýna þolinmæði og gefast ekki upp í baráttu sinni fyrir uppbyggingu raforkuinnviða í landshlutanum. Nú tökum við höndum saman um að byggja upp, ekki bara línur og búnað, heldur traust, von og tækifæri á Norðausturlandi. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar