Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 7. nóvember 2025 17:30 Það geta ótrúlegustu hlutir gerst þegar fólk sest niður, lokar á eftir sér og fer ekki út fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Staða raforkumála á Norðausturlandi er óviðunandi og hefur verið það alltof lengi. Ónæg afhendingargeta hefur hamlað atvinnuuppbyggingu, fjárfestingum og orkuöflun á svæðinu. Deilt hefur verið um verkaskiptingu og ábyrgð þegar kemur að uppbyggingu raforkuinnviða: hvað á Landsnet að gera, hvað á Rarik að gera, á ríkið að stíga inn, hvenær, hvernig, hvers vegna? Svona spurningar hafa fengið að malla í kerfinu árum saman án þess að höggvið sé á hnútinn. Nú verður breyting þar á. Með samkomulagi sem ég undirritaði við Landsnet og Rarik í vikunni liggur loksins fyrir skýr verkaskipting og áætlun um aðgerðir í raforkumálum Norðausturlands. Landsnet hefur skuldbundið sig til að byggja 132 kV loftlínu milli Kópaskers og Þórshafnar. Framkvæmdinni verður ýtt inn á kerfisáætlun, undirbúningsvinnan fer strax af stað og stjórnvöld munu leitast við að skapa forsendur til að flýta megi framkvæmdinni enn frekar, svo sem með því að liðka fyrir frekari orkuvinnslu í landshlutanum. Til að leysa bráðavanda raforkukerfisins á Langanesi ætlar Rarik að einhenda sér í lagningu 33 kV jarðstrengs milli Vopnafjarðar og Þórshafnar. Framkvæmdir hefjast strax á næsta ári og fá þannig báðir staðirnir rafmagn úr tveimur áttum í stað einnar í dag. Á sama tíma mun Landsnet byggja nýtt tengivirki á Bakka við Húsavík til að auðvelda tvítengingu við Húsavík og liðka fyrir starfsemi nýrra stórnotenda á iðnaðarsvæðinu. Sú aðgerð er bæði mikilvæg fyrir afhendingaröryggi raforku á Húsavík og fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi almennt. Gert er ráð fyrir að báðum þessum verkefnum ljúki ekki síðar en árið 2028, en ríkið mun styðja við fjárfestingargetu Landsnets og Rarik vegna verkefnanna um 2,2 milljarða króna strax árið 2026. Það hefur verið gott að vinna með forstjórum Landsnets og RARIK að þessu framfaramáli, Rögnu Árnadóttur og Magnúsi Þór Ásmundssyni, og samkomulagið hefði aldrei raungerst nema vegna góðs samstarfs við Daða Má Kristófersson og hans fólk í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Samkomulagið er í anda þeirrar lausnamiðuðu og aðgerðadrifnu nálgunar sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur eftir. Það felur í sér skýra verkaskiptingu milli fyrirtækja, ábyrga íhlutun ríkisins í þágu byggðaþróunar, orkuöryggis og verðmætasköpunar – og afgerandi fyrirheit um sókn og aukna samkeppnishæfni landshlutans á næstu árum og áratugum. Íbúar eiga þakkir skildar fyrir að sýna þolinmæði og gefast ekki upp í baráttu sinni fyrir uppbyggingu raforkuinnviða í landshlutanum. Nú tökum við höndum saman um að byggja upp, ekki bara línur og búnað, heldur traust, von og tækifæri á Norðausturlandi. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það geta ótrúlegustu hlutir gerst þegar fólk sest niður, lokar á eftir sér og fer ekki út fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Staða raforkumála á Norðausturlandi er óviðunandi og hefur verið það alltof lengi. Ónæg afhendingargeta hefur hamlað atvinnuuppbyggingu, fjárfestingum og orkuöflun á svæðinu. Deilt hefur verið um verkaskiptingu og ábyrgð þegar kemur að uppbyggingu raforkuinnviða: hvað á Landsnet að gera, hvað á Rarik að gera, á ríkið að stíga inn, hvenær, hvernig, hvers vegna? Svona spurningar hafa fengið að malla í kerfinu árum saman án þess að höggvið sé á hnútinn. Nú verður breyting þar á. Með samkomulagi sem ég undirritaði við Landsnet og Rarik í vikunni liggur loksins fyrir skýr verkaskipting og áætlun um aðgerðir í raforkumálum Norðausturlands. Landsnet hefur skuldbundið sig til að byggja 132 kV loftlínu milli Kópaskers og Þórshafnar. Framkvæmdinni verður ýtt inn á kerfisáætlun, undirbúningsvinnan fer strax af stað og stjórnvöld munu leitast við að skapa forsendur til að flýta megi framkvæmdinni enn frekar, svo sem með því að liðka fyrir frekari orkuvinnslu í landshlutanum. Til að leysa bráðavanda raforkukerfisins á Langanesi ætlar Rarik að einhenda sér í lagningu 33 kV jarðstrengs milli Vopnafjarðar og Þórshafnar. Framkvæmdir hefjast strax á næsta ári og fá þannig báðir staðirnir rafmagn úr tveimur áttum í stað einnar í dag. Á sama tíma mun Landsnet byggja nýtt tengivirki á Bakka við Húsavík til að auðvelda tvítengingu við Húsavík og liðka fyrir starfsemi nýrra stórnotenda á iðnaðarsvæðinu. Sú aðgerð er bæði mikilvæg fyrir afhendingaröryggi raforku á Húsavík og fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi almennt. Gert er ráð fyrir að báðum þessum verkefnum ljúki ekki síðar en árið 2028, en ríkið mun styðja við fjárfestingargetu Landsnets og Rarik vegna verkefnanna um 2,2 milljarða króna strax árið 2026. Það hefur verið gott að vinna með forstjórum Landsnets og RARIK að þessu framfaramáli, Rögnu Árnadóttur og Magnúsi Þór Ásmundssyni, og samkomulagið hefði aldrei raungerst nema vegna góðs samstarfs við Daða Má Kristófersson og hans fólk í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Samkomulagið er í anda þeirrar lausnamiðuðu og aðgerðadrifnu nálgunar sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur eftir. Það felur í sér skýra verkaskiptingu milli fyrirtækja, ábyrga íhlutun ríkisins í þágu byggðaþróunar, orkuöryggis og verðmætasköpunar – og afgerandi fyrirheit um sókn og aukna samkeppnishæfni landshlutans á næstu árum og áratugum. Íbúar eiga þakkir skildar fyrir að sýna þolinmæði og gefast ekki upp í baráttu sinni fyrir uppbyggingu raforkuinnviða í landshlutanum. Nú tökum við höndum saman um að byggja upp, ekki bara línur og búnað, heldur traust, von og tækifæri á Norðausturlandi. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun